Vikan - 18.06.1964, Side 50
sportskyrtu flibbinn sumarið
fann vélina snúast. Vélarhlióðið
varð örara, þegar þau lögðu af
stað.
Öxl stúlkunnar var fast upp að
hans. — Hvert fara þeir með okk-
ur? Hvíslandi rödd hennar skalf.
Bond sneri höfðrnu og leit á
hana. Þetta var í fyrsta sinn, sem
hann sá hár hennar þurrt. Nú var
það úfið eftir svefninn, en það var
ekki lengur í blautum tjásum. Það
lá slétt niður á axlir hennar, þar
sem það beygðist örlítið inn á við.
Þetta var kornljóst hár og næstum
silfurlitt í daufu Ijósinu inni í far-
artækinu. Hún leit í andlit hans.
Hörund hennar, umhverfis augun
og munnvikin, var hvítt af skelf-
ingu.
Bond yppti öxlum með kæruleysí
sem hann fann ekki til. Hann hvísl-
aði: — Ég býst við, að við mun-
um hitta dr. No. Hafðu nú ekki
of miklar áhyggjur, Honey litla.
Þessir menn eru bara ósköp venju-
legir glæpamenn. Það verður ann-
að, þegar kemur að honum. Þegar
við komum til. hans, skaltu ekki
segja neitt, ég skal tala fyrir okk-
ur bæði. Hann þrýsti öxl hennar. —
Ég er hrifinn af hárgreiðslunni
þinni. Ég er ánægður með, að þú
skulir ekki klippa það of stutt.
Hluti af skelfingunni hvarf úr
andliti hennar. — Hvernig geturðu
hugsað um svoleiðis hluti núna?
Hún brosti lítillega við honum. —
En mér þykir vænt um að þú ert
hrifinn af því. Ég þvæ það úr kókos-
hnetuolíu tvisvar í viku. Þegar hún
minntist hins raunverulega lífs síns,
urðu augu hennar skær af tárum.
Hún drjúpti höfði niður að hlekkj-
uðum höndunum til þess að reyna
að hylja tárin. Hún hvíslaði, næstum
að sjálfri sér: — Ég ætla að reyna
að vera hughraust. Það verður allt
í lagi með mig, meðan þú ert hjá
mér.
Bond hnikaði sér, svo að hann
var fast upp við hana. Hann lyfti
hlekkjuðum höndunum alveg upp
að augunum og rannsakaði hlekk-
ina. Þetta voru amerísk lögreglu-
handjárn. Hann reyndi að draga
saman vinstri höndina, sem var
minni, og ná henni aftur úr stál-
hringnum. Jafnvel þótt hann væri
rennvotur af svita, gat hann það
ekki. Þetta var vonlaust.
Mennirnir sneru bökum við þeim
og virtu þau ekki viðlits. Þeir vissu
að þeir höfðu töglin og hagldirnar.
Það var ekki nógu mikið rúm í
farartækinu, til þess að Bond gæti
valdið þeim nokkrum óþægindum.
Hann gat ekki staðið upp, eða náð
nógu svigrúmi til þess að gera þeim
nokkurn usla, jafnvel þótt hann
vildi reyna að slá þá með hand-
járnunum. Og ef Bond heppnaðist
einhvernveginn að opna farartækið
og kasta sér í vatnið, hvað mundi
hann græða á því? Þeir mundu
undireins finna ferskt loftið leika
um þá aftanverða, stöðva vélina og
annaðhvort sjóða hann í vatninu
eða taka hann aftur upp. Það fór
í taugarnar á Bond, að þeir skyldu
ekki hafa áhyggjur af honum, að
þeir skyldu vita að hann var
að öllu leyti á þeirra valdi.
Honum geðjaðist ekki heldur að
þeirri hugsun, að þessir menn
hefðu nægilegt gáfnafar til þess
að vita, að þeim stóð engin háski
af honum. Heimskari menn hefðu
setið yfir honum með reidda byssu
og fylgzt með hverri hreyfingu hans
og stúlkunnar, jafnvel slegið þau í
rot. Þessir menn vissu, hvað þeir
voru að gera. Þeir voru atvinnu-
menn, eða að minnsta kosti í þjálf-
un til að vera atvinnumenn.
Þeir töluðu ekki saman. Þeir
héldu ekki uppi neinu taugaóstyrku
mali um það, hvað þeir hefðu ver-
ið sniðugir, hvert þeir ætluðu, eða
hvað þeir væru þreyttir. Þeir óku
aðeins vélinni, þöglir. Þeir voru að
Ijúka sinni vinnu.
Bond hafði enn ekki gert sér
fulla grein fyrir því hvers konar
apparat þetta var. Undir svartri
og gullinni málningunni og öðru
dulargervi, var einhverskonar drátt-
arvél, en af gerð, sem hann hafði
aldrei séð eða heyrt um. Hiólin,
með þessum risastóru mjúku gúmmí-
hjólbörðum, voru næstum því tvisv-
ar sinnum eins há og hann sjálfur.
Hann sá ekkert verksmiðjunafn á
hjólbörðunum, en það hafði líka
verið orðið of myrkt til þess, en
þau voru annaðhvort alveg masív,
eða fyllt með svampi. Að aftan var
lítið hjól til þess að auka stöðug-
leikann. Uggi úr járni, málaður
svartur og gullinn, hafði verið sett-
ur á hann til þess að auka dreka-
líkinguna. Háar hliðarnar höfðu
verið lengdar til þess að gera stutta
vængi. Stórt drekahöfuð úr járni
hafði verið sett framan á kæli-
kassann og á Ijósin höfðu verið
málaðir svartir miðpunktar til þess
að gera augu. Þannig leit þetta út,
nema hvað stjórnklefinn hafði ver-
ið gerður skotheldur og eldvörpunni
bætt við. Þetta var, eins og Bond
hafði álitið, dráttarvél, sem hafði
verið útbúin til þess að valda skelf-
ingu og brenna — þó hvers vegna
hafði verið sett á hana eldvarpa í
staðinn fyrir vélbyssu — það gat
hann ekki skilið. Þetta var greini-
lega eina farartækið sem gat ferð-
azt um þessa eyju. Þessi stóru,
breiðu hjól gátu farið yfir fen og
flóa og yfir grunn vötn. Það gat
einnig farið yfir tiltölulega klettótt
landslag, og þar sem mest not
voru fyrir það á nóttunni, þegar
drekalíkingin naut sín til fulls,
mundi hitinn í járnklefanum að
minnsta kosti verða þolanlegur.
Bond hreifst. Hann hreifst alltaf
af nákvæmni. Dr. No var greini-
lega maður, sem flanaði ekki að
50
VIKAN 25. tbl.