Vikan - 28.05.1964, Side 3
Útgefandi Hilmir h.f.
Ritstjóri:
Gisli Sigurðsson (ábm.).
Auglýsingast jóri:
Gunnar Steindórsson.
BlaSamenn:
GuSmundur Karlsson og
Siyurður HreiSar.
Útlitsteikning::
Snorri Friðriksson.
Ritstjórn og auglýsingar^ Skipholt 33.
'Símar: 35320., 35321, 35322, 35323.
Pósthólf 149. Afgreiðsla og dreifing:
Blaðadreifing. Laugavegi 133, simi
36720. Dreifingarstjóri Óskar Karlsson.
-Verð í lausasölu kr. 25. Áskriftarverð
er 300 kr. ársþriðjungslega, greiðist
fyrirfram. Prentun Hilmir h.í. Mynda-
mót: Rafgraf h.f.
I ÞtSSARI VIKII
FerSablaS Vikunnar 1964
Við höfum dregið saman margháttaðan fróðleik fyrir þá sem hyggjast bregða sér út yfir poll-
inn í sumar, góðar upplýsingar og gagnlegar, hvort hcldur þið ferðizt ein eða með hópferð.
Þar eru til dæmis eftir farandi atriði tekin fyrir:
A) Hvaða þjónustu veita ferðaskrifstofur? Hvaða gagn getur rnaður haft af ferðaskrifstofum
og hvcrnig getur það horgað sig fjárhagslcga að nota sér samhönd þeirra og fyrirgreiðslu.
B) Á að taka börnin með í ferðalagið? Þetta er hrcnnandi spurning fyrir marga, ekki sízt
vegna þess að erfitt gctur reynzt að koma þeim fyrir hér heima á meðan.
C) Óskaferð mín fyrir 18 þúsund krónur. Þrír fararstjórar hjá þrcm ferðaskrifstofum hér,
lýsa óskaferð sinni, ef þeir mættu sjálfir ráða.
D) Á að taka bílinn mcð í ferðalagið? Óneitanlega freistandi og þægilegt þegar út er komið,
en hvað kostar það og hver er fyrirhöfnin?
E) Auk framangreinds; Hver er hitinn á hinum ýmsum haðströndum? Tröll cða tollþjónar.
Hvað á að gefa í þjöríé? Orðasafn ferðamannsins og margt fleira.
I NÆSTA BLAÐI
GAMLAR MYNDIR. Vikan hefur fengið að-
sendar gamlar myndir af þekktum persónum
og atburðum.
ÓTTINN ER ORKUSÓUN. Loftur Guðmunds-
son ræðir við Þórð listmálara og refaskyttu
á Dagverðará um þjóðtrú, feigð og fyrirhoða
og galdramannasálfræði.
VIKAN RÆÐIR VIÐ RINGÓ STARR. Hann
er cinn af Bítlunum brezku, trommuleikari
í hljómsveitinni og ljótastur af þeim öUum.
Um vitsmunina fara ekki sögur en viðtalið
scgir ef til viU eitthvað. Það sem meira er:
Það var blaðamaður VIKUNNAR, scm hitti
Bítlinn að máli í næturklúbb í London.
KANNSKI DANSA SUMIR. Smásaga eftir
ungan smásagnaliöfund: Stcfán Aðalsteins-
son.
TÍMINN SKREPPUR SAMAN ÞEGAR FERÐ-
AST ER MEÐ HRAÐA LJÓSSINS. Ýmsar
skcmmtilegar hugleiðingar um afstæði tím-
ans, um ferðalag til Andromeda og fleira.
BÍLAPRÓFUN VIKUNNAR: BMW 700.
VIKAN HEIMSÆKIR ALBERT GUÐMUNDS-
SON. Grein og margar myndir af þeim hjón-
um Brynhildi og Albert á heimili þeirra.
Heimsendir er á næstu grösum
Viðtal við einn af vottum Jehova, þar sem heims-
endir er aðalumræðuefnið, hvað þeir hafa til marks
og hvernig menn komast — að þeirra dómi — klakk-
laust fram úr þeim Ragnarrökum og „leika sér
eins og kálfar, sem hleypt er út úr stíu“.
Fórnarlambið
Ofbeldismaðurinn gat ekki verið úr nágrenninu, því
hann bar nafnið hans vitlaust fram. Þess vegna
vissi apótekarinn, að hann var utanbæjarmaður.
Hann vonaðist til, að lögreglan næði honum, frekar
til þess að fá upplýsingar um hann en til þess
að ná peningunum aftur.
CfilDQID AM böliim get'ið út bílablað, brugðið ljósi á fast-
■ U It W III §\ |H eignaverð, birt allt um þvottavélar og margt um
duttlunga tízkunnar. Nú gefum við hins vegar út
Ferðablað, því fæstir eru enn komnir í sumarleyfi, en sumarið hins vegar á
næstu grösum og margir ætla utan ef að líkum lætur. Stúlkan á myndinni er
stödd í Dublin á írlandi, eða Dýflinni eins og borgin heitir á fornu, íslenzku
máli. Það er hreint engin smáborg og írland er skemmtilegt ferðamannaland
eftir því sem einn fararstjórinn segir í blaðinu.
VIKAN 22. tbl. — Q