Vikan


Vikan - 28.05.1964, Síða 4

Vikan - 28.05.1964, Síða 4
ftt,:. Sveitaball — já, ekkert jafnast á við sveitaball. Þannig hljóðar einn dægurlagatextinn eins og kunnugt er og margir eru þessu sammála, ekki sízt unglingarnir úr Reykjavik. Þar þarf nú ekki að vera að draga upp aldursvottorð og þar er ekki verið að fást um, þó mað- ur hafi eina kringlótta í rassvasan- um, sem er gamall og góður ís- - • •-denzkur siður og þar að auki mjög karlmannlegur siður, sem alls ekki má leggjast niður. Nú eru allir minnugir þess, að forn, íslenzk menning má ekki gefa eftir fyrir allskonar óæskilegum, útlendum áhrifum. Til dæmis er alveg við- búið, að Islendingar hætti að drekka af stút og neftóbaksbrúkun er orðin skaðlega fátíð meðal unga fólksins. Félagsheimilin hafa orðið til ut- anum þá hugsjón að stuðla að ís- lenzkri samkvæmismenningu. Hafi eitthvað hitt í mark, þá hafa félags- heimilin gert það. Þegar allt er orð- ið ameríkaniserað vegna smitandi áhrifa frá Vellinum og sjónvarpinu, þá heldur íslenzk menning enn sinni reisn í félagsheimilunum. Þau eru ekki fyrir fáa útvalda, sem geta orðið fyrstir á staðinn. Þar þarf heldur enginn að standa í biðröðum utan dyra í þeirri von að verða hleypt inn uppúr miðnættinu. Oll- um er hleypt inn og það strax. Stundum eru fjórir á hvern fer- meter, stundum sex, en það skiptir ekki máli, því allir hafa sömu að- stöðu. Þar eru menn ekki þuklaðir í dyrunum á vansæmandi hátt og þar er enginn að hnísast í aldur samkomugestanna. Innan dyra geta menn annaðhvort staðið þar sem þeir eru komnir (t.d. ef það eru fleiri en sex á hvern fermeter) eða þeir iðka frjálsa drykkju af stút og frjálsar ástir á einhverjum til- teknum bletti af gólfinu, sem var af höfundum hússins ætlað fyrir dans. f anda hinnar norrænu vík- ingahugsjónar eru þeir barðir, sem liggja vel við höggi og er ekkert við því að segja. Það verður hver að passa sjálfan sig — líka það að liggja ekki óþarflega vel við höggi. Aðal fjörið er undir lokin, þegar „uppgjörið" fer fram. Þá standa þeir uppi, sem aldrei lágu nogu vel við höggi og þá er öllu ódrukknu víni skolað niður og kven- fólki boðið far, eða að minnsta kosti dvöl í aftursætum bifreiðanna. Þar hafa menn enn sið hinna fornu, norrænu víkinga og þrífa til meyj- anna án allrar rómantízkrar mælgi, sem mjög háir Suðurlandabúum í samskiptum við hið fagra kyn. Sést af þessu, að menningarvitar vorir hafa enn stórlega vanmetið ungu kynslóðina, sem landið á að erfa, þegar þeir halda að hún se fra- hverf siðum feðranna og tilbúin að gleypa við öllu, sem amarískt er. Mætti og benda þeim sömu menn- ingarvitum á, hvort ekki kæmi til greina, að íslenzka sjónvarpið til- vonandi, sjónvarpaði beint úr félagsheimilunum til styrktar menn- ingunni. 'k — VIKAN 22. tbl. „í sveita andlitis að leita að andliti, sem gefur góða raun". eru þarna í eigin persónu og eiga samkomuna. Hvaðan komum við — hvar erum við Ljósmyndip Gíslí Gestsson — hvert er förinni heitið? Ú Það gerist áliðið og sumir, sem hafa orðið eitthvað útundan í lífsbaráttunni innan dyra, reika um á milli bíl- anna. Fyrir suma er það ekkert atriði, hvort þeir hafna framan á stuðara eða í sæti. Líf er að loknu þessu. DAHSAO I ÞJÓSÁRVERI

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.