Vikan


Vikan - 28.05.1964, Side 13

Vikan - 28.05.1964, Side 13
„Þú þekkir mig ekki frá Adam, lagsmaður. Það er því betra fyrir þig að fara að öllu með gát. Nú get- urðu lagt af stað, en þú skalt ganga rólega. Byrjirðu að hlaupa, færðu kúlu í bak- ið. Taktu það bara rólega“. grennið hér. Ég sagði honum, að ég ætlaði að ná í lög- regluna". „Hverskonar maður var hann? Glæpamaður?“ „Ég geri ráð fyrir því. Hann var með byssu, og hann hefði notað hana, ef hann hefði þurft þess. Atvinnu- glæpamaður, tel ég víst. Hafði fylgzt með okkur í búð- inni. Vissi að ég fór með peningana heim á laugardög- um. Hafði komið svo nálægt mér, að hann hafði séð hringinn minn. Það var ekki mikið, sem farið hafði framhjá honum. Hann hefur sjálfsagt gengið inn og út í búðinni, oft og mörgum sinnum, og lagt allt á minnið. Þetta ætti þó að sýna Harry Smith í tvo heimana. Ég sagði Harry fyrir þrem árum, að rétt væri að skilja peningana eftir í kassanum og hengja bara ljósaperu þar yfir, svo hægt væri að sjá það frá götunni. Hann sagði að það væri að bjóða þjófunum heim, en hann hef- ur sjálfsagt bara verið að hugsa um að spara rafmagnið“. „Hann hefur ekki verið að hugsa um að spara manns- líf“. „Jæja, þetta verður í síðasta sinn, sem ég geri þetta“. „Þó það. Þú ættir ekki að hætta lífi þínu fyrir Harry Smith. Ég mundi deyja, ef . . . .“ „Þetta gefur mér ágætt tækifæri til að segja mein- ingu mína“. „Kauphækkun?" sagði hún. „Nei, ég fer ekki fram á kauphækkun við hann. Það má ýmislegt að Harry finna, en ekki á því sviði. Eftir eitt og hálft ár fæ ég sextíu dollara, og það er ekki betur borgað annars staðar, nema þeim, sem hafa háskóla- próf. Þeir byrja á hærra kaupi. „En þú hefur þín réttindi, háskólapróf eða ekki háskólapróf. Fleiri læknar eiga meira undir þér en flestum háskólamönnum". „Það er vegna þess, að ég er orðinn vanur skriftinni þeirra. Ég verð að játa það, að háskólamenn hafa meiri þjálfun en ég hefi, en borið saman við mína líka, stend ég engum að baki. Ég . . . Ó, þetta er víst lögreglan“. Hann gekk að útidyrunum. „Ó, það er Tom Kyler“. „Gott kvöld, Len. Mér skilst að þú hafir átt í erfiðleikum". „Komdu inn, Tom. Ertu einn?“ „Norm bíður úti í bíl. Norm Ziegler". „Þið voruð ekki lengi á leiðinni“. „Já, við fengum merki frá aðaðstöðvunum, svo að við hringdum þangað, og Jack sagði að vopnaður ræningi hefði ráðizt á þig. Ertu ómeiddur?“ „Ég hef það ágætt. Ég segi ekki að hann hefði ekki notað á mig byssuna, ef út í það hefði farið. Fyrst hélt ég það ekki, en hann var kaldur karl. Fáðu þér kaffibolla með mér og konunni. Náðu í Ziegler“. „Þakka þér fyrir, en við erum nýbúnir að borða. En ég ætla samt að þiggja hjá þér einn bolla, meðan þú segir mér frá þessu. Gott kvöld, frú Kanzler”. „Ó, eru þeir búnir að gera þig að leynilögreglumanni, Tom?“ sagði hún. „Ég er ekki í einkennisbúningi á næturvakt. Það er betra að þekkjast ekki. Jæja, Len, segðu okkur frá öllu. Þú varst á leið heim með peningana úr kassanum. Það voru tvö áttatíu og sex, sagði Jack. Þá var það einhvers staðar á North Second — í hvaða fjarlægð frá Pine-horni, mundirðu gizka á?“ „Ég skal segja þér alla söguna frá byrjun til enda“, sagði Kanzler. „Fyrst langar mig til að fá að hringja. Ég verð að láta Jack vita að við séum hér, svo geturðu sagt mér alla söguna“, sagði Kyler. „Síminn er í forstofunni“, sagði Kanzler. „Tommy Kyler“, sagði konan hans. „Ég kenndi honum í sjötta bekk. Oftar en einu sinni flengdi ég hann, það get ég sagt þér“. „Uss“, sagði Kanzler. Framhald á bls. 32. VIKAN 22. tbl. —

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.