Vikan


Vikan - 28.05.1964, Síða 16

Vikan - 28.05.1964, Síða 16
ANGELIUQE byrjap í VIKUNNI eftir þrjár víkur Vikan hefur fengið einkarétt fyrir Island á ANGE'LIQUE og verður hún birt sem framhaldssaga. Eftir þeim við- tökum sem sagan hefur fengið erlendis, má búast við að Angelique verði einnig hér framhaldssaga ársins. ANGELIQUE BYRJAR í VIKUNNI EFTIR ÞRJÁR VIKUR. Jg — VIKAN 22. tbl. MICHELE MERCIER þeir völdu hana úr þúsundum til aö leika ANGELIQUE Við höfum sagt frá Angelique hér í Vikunni áður, en fyrir þá sem ef til vill hafa misst af því, skal það tekið fram, að Angelique, cr metsölubók, sem komiið hefur út á öllum höfuð- tungumálum heimsins. Þetta eru raunar orðnar nokkrar bækur og eins og nærri má geta, þá er nú verið að kvikmynda sög- una. Það verður stórmynd með mikilli pragt, því sagan gerist að miklu leyti utan við hirðlífið í Versölum hjá Lúðvíki konungi 14.. Að vísu verður allmikill aðdragandi að því að Angelique komist alla leið til Versala. Á þeirri leið eru ótal ævintýri og ekki minna en tvær giftingar — fyrri eiginmaðurinn meira að segja brenndur fyrir galdra — Angelique hefur tvö skæð vopn: kvenlega kænsku í ríkum mæli og fegurð í afburða ríkum mæli. Þessvegna urðu Fransmenn að leita vítt og breitt þar til þeir fundu þá einu réttu: Michele Mercier. Hún er raunar óþekkt leikkona, en á það víst að verða heimsfræg ef vinsældir mynd- arinnar verða eitthvað í átt við vinsældir sögunnar. Sjálf Brigitte Bardot kom til greina oig einnig Jane Fonda, sem nú er orðin fræg í París, enda dóttir Henry Fonda. Samt sem áður þótti framleiðanda myndarinnar þ'ær ekki hafa það til að bera, sem hann ætlaðist til að sú hefði, sem léki Angelique.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.