Vikan


Vikan - 28.05.1964, Page 18

Vikan - 28.05.1964, Page 18
Nýir lesendur geta byrjað hér: James Bond er kominn til Crab Key. Hann var sendur til Jamaica til þess að rannsaka hvarf Strang- ways, fulltrúa brezku leyniþjónust- unnar og einkaritara hans, ungfrú Trueblood. Hann kemst aS því, a3 eitthvað er dularfullt við hvarfiíi, og allt bendir til, að eigandi eyj- unnar Crab Key, kallaður dr. No, sé harkalega við málið riðinn, Bond fer því til Crab Key, ásamt svört- um aðstoðarmanni sínum, Quarrel, til þess að reyna að rannsaka mál- ið, en það er ekki auðvelt, því engum er leyfð landganga á Crab Key, og grunur leikur á, að óboðnir gestir séu látnir hverfa. Þeir taka land um nctt og fe!a bátinn, en um morguninn vaknar Bond við það, að ókunnug og lítt klædd stúlka stendur á ströndinni framan við fylgsni hans, og snýr við honum baki. Stúlkan þagnaði, teygði sig og geyspaði. Bond brosti við sjálfum sér. Hann vætti varirnar og hélt áfram með viðlagið: The Water from her eyes could sail a boat, the hair on her head could tie a goat . . . Hún greip höndunum fyrir brjóst sér. Bakvöðvar hennar krepptust af átaki. Hún hlustaði og hallaði um leið höfðinu til hliðar. Hikandi byrj- aði hún aftur. Að þessu sinni blístr- aði hún hikandi og missti tóninn. Um leið og Bond tók undir snar- snerist hún á hæli. Hún huldi ekki líkama sinn með hinum tveimur sígildu handahreyfingum. Onnur höndin fór að vísu upp á við, en hin í stað þess að hylja brjóst hennar, greip fyrir andlitið fyrir neðan augun, sem nú voru stór og óttaslegin. — Hver er þar? Það var skelfinq í röddinni. Bond reis á fætur og gaf siq fram. Hann steig upp á grasbrúsk- inn fyrir framan fletið. Hann rétti fram opnar hendurnar til þess að sýna að bær voru tómar. Hann brosti glaðlega við henni. — Það er bara ég. Annar ferðamaður. Vertu ekki hrædd. Stúlkan tók höndina frá andlit- inu. Hún areip um hnífinn í belt- inu. Bond horfði á hvernig finq- urnir vöfðust um skaftið. Hann leit framan í hana. Nú sá hann hvers vegna hún hafði ósiálfrátt grioið fvrir andlitið. Þetta var falleqt and- lit, með bláum auqum undir auan- hárum, sem sólin hafði gert föl. Munnurinn var galopinn oq ef hún hætti að herpa varirnar, mundu bær vera falleaar. Þetta var alvarleat andlit oq kiáikalínan var ákveðin — andlit stúlku. sem er fuhfær að siá um siq siálf. Oq einu sinni. sá Bond. hafði henni mistekizt að sjá um sig. Því nefið var illa brot- Jg — VTKAN 22. tbl. ið eins og á hnefaleikamanni. Og Bond velti því argur fyrir sér hvað hefði komið fyrir þessa bráðfallegu stúlku. Það var ekki undarlegt að það væri það, sem hún skammaðist sín fyrir, en ekki þessi fallegu, þéttu brjóst sem nú sperrtust á móti honum. Herská augun rannsökuðu hann fiandsamlega. — Hver ert þú. Hvað ert þú að gera hér? Það vottaði fyrir ör- litlum Jamaicaframburði. Röddin var hvöss og auðheyrt að hún var vön að láta hlýða sér. — Eg er bara Breti. Ég hefi áhuga fyrir fuglum. — Nú. Það var efasemd í rödd- inni. Höndin hélt enn um hnífinn. — Hve lengi hefurðu verið að njósna um mig? Hvernig komstu hingað? — Tíu mínútur. En ég svara ekki fleiri spurningum fyrr en þú segir mér hver þú ert. — Ég er engin sérstök. Ég kom bara frá Jamaica. Ég safna skeli- um. — Þú komst í kanó, var það ekki? — Jú. Hvar er þinn kanó? — Vinur minn er með mér. Við földum hann uppi í feniunum. — Það eru engin merki um lend- ingu hér. — Við erum varkárir. Við þurrk- uðum þau út. Ekki eins og þú. Bond benti upp að klettunum. — Þú ættir að gæta þín betur. Notað- irðu segl? Alveg upp að rifinu? — Auðvitað. Hvers vegna ekki? Ég geri það alltaf. — Þá vita þeir að þú ert hérna. Þeir eru með radar. — Þeir hafa aldrei náð í mig. Stúlkan sleppti hnífnum. Hún tók af sér köfunargrímuna og sveiflaði henni í kringum sig. Hún virtist ekki lengur óttast Bond. Þegar hún talaði næst, var rödd hennar mýkri en hún hafði verið áður: — Hvað heitirðu? — Bond. James Bond, Hvað heit- ir þú? Hún hikaði: — Rider. — Rider hvað? — Honeychile. Bond brosti. — Hvað er svona hlægilegt við það? — Ekkert. Honeychile Rider. Það er falleqt nafn. — Fólk kallar mig Honey. — Það gleður mig að kynnast þér Honey. Þessi þióðlega setning minnti hana á nekt hennar. Hún roðnaði. Hún saqði hikandi: — Ég verð að fara í föt. Hún leit niður á skelj- arnar, sem hún hafði stráð í kring- um sia. Hana langaði auðsjáan- lega til þess að taka þær upp. En kannske varð henni huasað til þess að sú hreyfing mundi enn bet- ur sýna nekt hennar heldur en nú var orðið. Hún sagði fastmælt: — Þú snertir þær ekki, meðan ég er í burtu. Bond brosti: — Hafðu ekki áhyggiur, ég skal passa þær fyrir þig- Stúlkan leit á hann efasemdar- augum, svo sneri hún við og hvarf yfir að klettunum og hvarf bak við þá. Bond gekk fáein skref niður á ströndina, beygði sig og tók upp eina af skeliunum. Hún var lifandi og fast lokuð. Sitt hvorum megin stóðu mió horn út úr skelinni, um það bil tólf hvorum megin. Bond fannst þetta ekki vera neitt sér- stök skel. Hann setti hana gætilega á sama stað aftur. Hann horfði á skeliarnar og hugs- aði. Var hún í raun og veru að safna þeim? Það leit út fyrir það. En þetta var svo sannarlega að tefla á tvær hættur — sjóferðin í kanónum og aftur til baka alein. Hún virtist skilja að þetta var hættu- legur staður. „Þeir hafa ekki náð mér enn". Þetta var einstök stúlka. Bond hlýnaði um hjartaræturnar, þegar hann hugsaði um hana. Eins og svo oft áður, þegar hann hitti fólk með líkamslýti, hafði hann næstum gleymt því nú þegar. Það rann einhvernveginn út úr minni hans. Að þessu sinni fölnaði það við minninguna um augu hennar, munn og gullfagran líkama. Fram- koma hennar og herská vörn voru miög skemmtileg. Hvernig hún hafði þrifið til hnífsins, til þess að vernda sig. Hún var eins og skepna, sem heldur að ungarnir hennar séu í hættu. Hvar myndi hún eiga heima? Hverjir voru foreldrar henn- ar? Honum fannst hún vera eitt- hvað ein — eins og hundur, sem engan langar til að klappa. Hver var hún? Bond heyrði fótatak hennar nálg- ast yfir sandinn. Hann sneri sér við. Hún var nær eingöngu klædd í tötra — upplitaða brúna skyrtu með rifnum ermum og hnésítt, rifið, brúnt bómullarpils og um mittið hafði hún leðurbelti með hnífnum. A annarri öxlinni bar hún striga- poka. Og hún var eins og skóla- stúlka á leið á grímuball. Hún kom til hans og lagðist samstundis á hnén og tók að safna saman skeljunum í pokann. — Eru þetta sjaldgæfar skeljar? spurði Bond. Hún reis upp á hæk|ur sínar og leit á hann. Hún grandskoðaði and- lit hans. Hún virtist vera ánægð með árangur rannsóknarinnar. — Viltu lofa að segja engum það? Viltu sverja það? — Ég lofa, svaraði Bond. — Jæja þá, jú, þær eru sjald- gæfar. Mjög sialdgæfar. Þú getur fengið fimm dollara fyrir fullkomna skel. I Miami. Þar sel ég þær. Þær heita Venus Elegans — hinn glæsi- legi Venus. Augu hennar glitruðu af ákefði. — í morgun fann ég það sem mig vantaði. Ég fann hvar þær eru, og hún veifaði út á sjó- inn. — Þú mundir ekki finna það, bætti hún við og var aftur orðin varkár. — Það er miög djúpt á þeim og þær eru vel faldar. Ég er ekki viss um, að þú gætir kafað svo diúpt. Og hvort sem er, bætti hún glaðlega við, — þá ætla ég að taka þær allar með mér í dag. Þú mundir aðeins ná í þær ófull- komnu, ef þú færir að reyna. Bond hló. — Ég lofa þér því, að ég skal ekki reyna að stela þeim. Ég hefi ekki hundsvit á skeljum. Það er alveg satt. Hún lauk við að setia skeliarnar f pokann og stóð upp: — En hvað um þessa fugla þína? Hverskonar fuglar eru það? Eru þeir líka verð- mætir? Ég skal ekki heldur segja

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.