Vikan


Vikan - 28.05.1964, Síða 30

Vikan - 28.05.1964, Síða 30
VIKAN Svo er GuSi fyrir að þakka, að ísland er eitt þeirra fáu landa i heiminum, þar sem þjórfé er óþekkt fyrirbrigði, og er það þjóð- inni til mikils sóma og öllum einstaklingum til mikils hagræðis. Við skulum vona í lengstu lög, að þessi ósiður komist aldrei á hérna, jafnvel þótt ferðamannastraumurinn aukist i framtíðinni. En sem sagt, þetta er aðeins hérna heima á íslandi. Allsstaðar annarsstaðar sér maður útréttar hendur, sem biða eftir skilding- um fyrir veitta þjónustu, hversu lítil og ómerkileg sem hún kann að vera, og jafnvel þótt hún sé látin í té með ólund og greinilegri andúð. Þetta er orðin svo fastur siður erlendis, að hann er raun- verulega orðin krafa, sem verður að fullnægja að einhverju leyti, og það er tilgangslaust að beita fyrir sig hinum alkunna islenzka þráa og þrjósku, heldur sætta sig við það eins og hvert annað hundsbit. Annars er bezt að sitja kyrr heima. Þess vegna er það, að íslendingar kunna yfirleitt ekki á þennan skikk, og gera annaðhvort þá vitleysu að gefa of mikið þjórfé, eða ekki neitt, sem hvort tveggja er jafnslæmt. Margir þjórféþiggjend- ur erlendis eru ákaflega naskir á að sjá í gegnum ferðamenn, og ef þeir gefa of mikið, nota þeir strax tækifærið og neyta allra bragða til að knýja út ennþá meira. Hér eru nokkrar leiðbeiningar um það, liverjum skuli gefa þjórfé, hverjum ekki, — og hve mikið. Fyrst ber að geta þess, að um borð i flugvélum er aldrei gefið þjórfé, hvar sem er í heiminum, og er nánast álitin móðgun við áhöfnina. Sama gildir um aðra starfsmenn flugfélaganna. Burðarkarlinn, sem heldur á töskunum út í bifreið, þarf að fá sinn skilding, og það fer eftir því hve farangurinn er mikill og þungur. Fyrir eina tösku má gefa samsvarandi gildi fimm króna (1 shilling, 50 pfenning, eina til tvær kr. danskar.) Meira ef far- angurinn er meiri og lengra að fara. Bifreiðastjórinn, ef um leigubíl er að ræða, fær þjórfé i hlut- falli við upphæð fargjaldsins. Oftast í kring um 10%. Stutt ferð: Tvo shillinga, eitt mark, tvær til fimm kr. danskar. Burðarkarlinn, sem heldur á töskunum úr bílnum inn í gistihús- ið fær lika samsvarandi og sá, sem bar þær i bílinn. Burðarkarlinn, sem kemur með töskurnar upp á herbergið i gistihúsinu er starfsmaður gistihússins, og gott að koma sér vel við hann. Hann vinnur aðeins meiri vinnu, finnur farang- urinn, kemur honum i lyftuna og ber bann inn i rétt herbergi. Þess- vegna má hann gjarnan fá aðeins meira: Tvo shillinga, eitt mark, tvær til fimm krónur danskar. Þernan, sem tekur til í herberginu, og sem maður sér liklega aldrei, ætlast líka til að fá þjórfé. Ef maður er eina nótt í gistihús- inu, skilur maður eftir gjaldmiðil, sem samsvarar ca. 20 kr. ísl. Eftir þrjár nætur, 50 kr. Afgreiðslumaðurinn í móttökusalnum (portier), ef hann fram- kvæmir einhverja sérstaka þjónustu — útvegar leikhúsmiða, kemur bréfum i póst, pantar far með lest — og ef maður er þrjá daga um kyrrt, fær hann ca. 50 kr. virði. Og aftur fær burðarkarl gistihússins aur, þegar hann ber farang- urinn niður. Dyravörður gistihússins. Þegar maður fer, réttir maður honum 10—20 krónu virði. í veitingasal fær þjónninn drykkjupeninga, jafnvel þótt þjór- fé sé innifalið — en þá minna. Þá má gjarnan „rúnna“ reikninginn af, eða ef þjónustan er frábær — fær liann gjarnan meira. Ef þjór- fé er ekki innifalið, á liann að fá 10%—15%. Fyrir alla aðra smáþjónustu er ætlazt til að maður gefi þjórfé, sérstaklega ef liún er vel af hendi leyst (Gæzlufólk á salernum, þeir, sem vísa til sætis í leikhúsum o. fl.). Ef maður ætlast til að fá sérstaka þjónustu á veitingahúsum, óskar eftir sérstöku borði, eða biður um eitthvað annað fram yfir það venjulega, má gjarnan læða seðli i lófa þjónsins, sem oftast opnar allar dyr . .. Það er góð venja, þegar maður kemur til einhvers lands, að byrja á því að reikna út gjaldmiðilinn í íslenzku verðgildi, og sjá svo um að maður hafi næga smápeninga til reiðu í þjórfé, því til þess getur maður þurft að gripa hvenær sem er. Heilræði r I Neytið aldrei liálfsoðins eða hálfsteikts kjöts. Neytið aldrei hrárra skcldýra, eins og krabbadýra eða kræklinga (Hætta á taugaveiki eða innýflaormum). Ágæt fæða er soðinn nýr fiskur, fuglar, egg, súpur eða ávextir með þykku hýði. í heitu veðri þarf fullorðinn maður minnst tvo lítra af vökva til drykkjar á dag. Menn þurfa einnig tvö til þrjú grömm af venjulegu salti (hægt að fá í töflum), til að vinna á móti missi þessa efna úr líkamanum. Ef ferðin liggur til sólarlanda, þá munið eftir sólgleraugunum. Sparið ekki í þessu tilliti, en kaupið vönduð gleraugu með góðum glerjum, sem hleypa ekki í gegn ultrafjólubláum og infrarauðum geislum. vísir af tollgæzlu sé ennþá til í landinu, og að einhver skynsamleg takmörk séu á því, hverju megi troða ofan í sakleysislegar hatta- öskjur. Auðvitað eru fastar og ákvcðnar reglur um það, bæðl hér á íslandi og alls staðar annars staðar, hvað hver einstakur ferðamað- ur má flytja tollfrjálst inn í Iandið. Takið eftir því, að hér er ekki sagt að hömlur séu á þvf hvað má vera í farangrinum, þvi þær eru engar. Farangur ferðamanns er flutn- ingur eins og skreið í skipslest cða kúrcnn- ur í kassa, og fullkomlega löglegt að fylla fcrðatöskurnar frönskum vínum ef maður kærir sig um. I'að, sem er aðalatriðið er, hvort þú ætlar aö flytja það inn á löglegan hátt, eða gera tilraun til að smygla því. Þess vegna er það, að tollverðir byrja við- skipti sín við ferðafólk á því að spyrja það, hvort það hafi eitthvað meðferðis, sem eigi að greiða toll af. Og svo er það undir svar- inu komlð, hvort þú ert hirtur sem svæsinn smyglari, eða tekið ofan fyrir þér um Jeið og krítarkross er settur á töskuna. Það er nokkurnvegin föst regla, að ferða- fólk má hafa í sínum töskum — tollfrjálst — allt það, sem nauðsynlegt mætti teljast vegna ferðalagsins. Þar á meðal venjulega einn stranga af sígarcttum og ein þriggja pela flaska af víni. Annað mál er það, að tollverðir eru yfirleitt ákaflega liprir menn. Þess vegna er það, að þeir rekast yfirleitt ekkert í því þótt þú hafir tvær vínflöskur með þér heim eða kannske hálfan annan sígarettustranga. Það er líka vitað mál — og þeir vita það allra manna bezt — að svo til allir hafa meðferðis einhvcrjar gjafir til fjölskyldunnar og kunningja heima, og jafn- vel að menn hafi keypt sér ýmislegt f ferð- inni, eins og eitt varasett af nærfötum eða skórcimar til skiptanna. Þeir eru ekkert að fetta fingur út í það. Það er nefnilega svipað með tollalögin eins og lög um hámarkshraða í Reykjavík, að þeim er að jafnaði ekki beitt af hörku — nema mikið bregði út af. Það vita nefni- lega allir, að ef þú hefur mcðferðis nokkrar flöskur af víni, segjum þrjár — fjórar, þá er það ekki til skiptanna og þú ætlar þér ekki að gera neinn bísness úr því. Svona — eða eitthvað svipað — má segja að ástandið sé alls staðar í hinum vestrænu löndum Evrópu. Ef þú hcfur einhvcrn hemil á innkaupunum og getur horft framan í sjálfan þig f spegli með góðri samvizku vegna þess að það séu allt eðlileg og sak- leysisleg innkaup, þá er nokkurnveginn ör- uggt að tollverðirnir við næstu landamæri lfta einnig þannig á málið — ef þeir þá nokkurntíma hafa fyrir þvf að opna tösk- urnar þínar, — sem raunar cr frekar sjald- gæft. En það verður þú að eiga á hættu hvenær sem er. Tröll eða tollþjónar Eitt helzta og algengasta um- ræðuefni fcrðafólks milli landa, er viðskipti þess við tollþjóna, hvernig Pétur hafi sloppið í gegn með þrjár bokkur af whisky, en Páll hafi verið nappaður með tvö karton af sígarettum í vasanum. Og svo spinnast sögurnar og aukast að vöxtum, og þar kemur eftir fimm eða tíu mínútur, að hvaða sæmilegur reiknismaður sem er, getur sannað það tölfræðilega, aö ef helmingurinn af þeim væri blákaldur sannleikurinn, þá mundi tollsmygl tii íslands með farþegum, samsvara heild- arinnflutningi landsins það ár- ið. En sannleikurinn er bara sá, að 99% af slíkum sögum er helber uppspuni og 1% mis- skilningur. Afgangurinn, 15% hefur kannske við einhver rök að styðjast. Það er kannske rétt að taka það skýrt fram þcgar í upp- hafi, að tollþjónar cru ekki tröll, hafa aldrei verið það, viija ekki vera það og verða það aldrei. Þeir eru bara ósköp venjulegir opinberir starfs- menn, — misjafnlega syfjaðir eftir því hvenær sólarhrings- ins flugvélin lendir — og mis- jafnlega vcl upplagðir. Þeir hafa sínu starfi að gcgna, sem er aðallega það að sýna ferða- mönnum fram á að einhver OQ — VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.