Vikan


Vikan - 28.05.1964, Side 32

Vikan - 28.05.1964, Side 32
norðri, austri né vestri. Hann tal- aði ekki eins og sölumaður frá New York og hann talaði ekki eins og fri úr fjallahéruðunum“. „Var hann að reyna að leyna því, hvernig hann talaði?" „Heyrðu mig Tom, hvaða spurningar eru nú þetta? Hvort hann væri að leyna því? Til þess hefði ég þurft að vita hverju hann vildi leyna, eða hvað? Það var eitt, sem kom upp um hann, og það var hvernig hann bar fram nafnið mitt. Hann hafði ekkert o-hljóð í því eins og við gerum hér. Reyndu bara sjálfur að segja það, og þá sérðu hvað ég á við“. „Ó já. Þess vegna fannstu það út, að hann væri ekki héðan úr borginni". Hann tók fram vasa- bókina sína og skrifaði meðan hann sagði orðin: „Ekki . . . héð- an . . . úr . . . borginni". „Sjáðu hve varkár hann er. Skrifar allt niður. Þess vegna.er hann að spyrja þessara spurn- inga“, sagði Leora Kanzler. „Hann skrifar það niður, en það var þó ég, sem tók eftir því, hvað hefði hann annars til að skrifa? Ég hef gert ýmsar athug- anir uppá eigin spýtur, gleymið því ekki“. „Eins og hvað, Len?“ spurði Kyler. „Já, sérðu til, þarna er ná- ungi, sem veit hvað ég heiti og um venjur mínar. En hann veit ekki hvernig á að bera fram nafn- ið mitt. Þess vegna má gera ráð fyrir, að hann þekki mig ekki. En hann hefur verið í borginni nógu lengi til að kynnast lifnað- arháttum mínum og til að vita, að á laugardögum fer ég með peningana úr kassanum heim“. „Þú ert búnin að segja hon- um þetta allt áður, sagði Leora. „Viltu gjöra svo vel, Leora? Gerðu það fyrir mig. Þess vegna hefur maðurinn verið hér í tvær eða þrjár vikur, að minnsta kosti“. „Það er mjög trúlegt“, sagði Kyler. „Mjög líklegt". „Jæja, væri ég í þinum spor- um“, sagði Kanzler, „mundi ég fara á öll hótelin og gististaðina og spyrja um mann, sem lítur þannig út: Meðalhæð, meðalþrek- inn og eitthvað í kringum þrjá- tíu ára gamall. Hafi slíkur mað- ur haft þar herbergi í tvær eða þrjár vikur, gæti fólkið þar gefið þér nánari lýsingu á honum. Sagt þér hvað hann heitir. Þú gætir fengið fingraförin hans. Allt. Að öllum líkindum hefur hann sagzt vera einhverskonar sölu- maður“. „Það er fjöldi af mönnum, sem þessi lýsing gæti átt við“, sagði Kyler. „Jú, en þeir eru þó fleiri, sem hún getur ekki átt við. Allir háir menn, allir feitir, allir magrir. Allir ítalir. Allir svertingjar. Allir sem eru aldir upp hér í Gibbsville. Allir einfættir menn. FÓRNARLAMBIÐ Framhald af bls. 13. Kyler kom framan úr forstof- unni og settist stirðlega í eld- hús sjötta bekkjar kennarans síns. Meðan Kanzler sagði frá, greip Kyler fram í með spurn- ingum og gat ekki stillt sig um að líta á Leora Kanzler um leið. Hún kinkaði kolli og brosti með viðurkenningarsvip til gamla nemandans síns, en Kanzler varð ergilegur. „Tom, þú ættir að leyfa mér að segja frá þessu á minn hátt, ellegar tapa ég þræðinum", sagði hann. „Láttu mig segja sög- una til enda, og spurðu mig á eftir“. „Tom er sérfræðingur í þessu, Len. Vertu ekki að segja honum fyrir verkum", sagði Leora. „Heyrið þið mig nú bæði tvö, þið látið eins og ég geti ekki sagt frá þessu nema með ykkar hjálp. Þetta kom fyrir mig, ekki þig eða Tom. Gefið mér nú tíma til þess að segja frá því, meðan það er enn ferskt í hugá mér“. „Mig langar aðeins til að fá nokkur atriði, meðan þú manst þau“, sagði Kyler. „Þú sagðir, að náunginn virtist ekki vera af þessum slóðum. Hvað áttu við með því? Talaði hann Suður- ríkjamál eða eitthvað þvílíkt?" „Málfarið var hvorki úr suðri, SMITH-CORONA DROTTNING RITVELANNA, TROMPIÐ Á HENDI YÐAR. FULLKOMIN AMERÍSK RAF- MAGNSRITVÉL Á AÐEINS KR.12.600.oo.ÚRVAL LITA OG LETURGERÐA. SÍS VÉLADEILD XfNOHOJ - HIUNS 02 — VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.