Vikan - 28.05.1964, Qupperneq 37
tími hjá okkur, og þessi böll hjá
Armory voru sótt af allskonar
fólki, ekki alltaf jafnstilltu. Við
gátum samt ekki misst mann
þangað í eftirlit, nema þá ein-
hvern eins og Charley, en hann
reyndist sannarlega fullgóður í
kvöld“.
„Vegna þess að hann drap
mann?“ sagði Leora. „Var hann
þar til þess?“
Tom Kyler klappaði á vasa
sinn. „Ég ber þessa til þess að
nota, ef á þarf að halda, frú
Kanzler. Mér ber skylda til að
vernda líf og eignir".
„Ég hélt ég ætti ekki eftir að
heyra nemanda minn segja, að
það væri rétt í hans augum að
drepa mann“.
„Vertu nú sanngjörn, Leora.
Vertu sanngjörn", sagði Kanzler.
„Ég skil þig ekki heldur. Allt
sem þú hefur látið út úr þér í
kvöld“, sagði hún.
„Ég ætla þá að fara“, sagði
Kyler.
„Já, það er víst ekki um annað
fyrir þig að gera, ef þig lang-
ar ekki til að hlusta á fjölskyldu-
rifrildi, Tom. Góða nótt.
„Góða nótt, Len. Góða nótt,
frú Kanzler“, sagði Kyler og fór.
„Rétt áðan sagðirðu, að þú
mundir deyja, ef eitthvað kæmi
fyrir mig“, sagði Kanzler. „Ger-
irðu þér ljóst, að ef við hefðum
ekki menn eins og Tom Kyler og
Charley Paxton . . . .“
„Ó, ég hef svo oft heyrt þess-
ar röksemdir. En þú, allt í einu
skil ég þig alls ekki. Fyrst set-
urðu þig í spor ræningjans, það
var beinlínis óhugnanlegt hvernig
hugur þinn vann á sama hátt
og hans. Og nú ferðu að verja
fullan lögregluþjón fyrir að
drepa mann“.
„Jæja, það getur verið að ég
skilji ekki sjálfan mig heldur.
En ég hef aldrei fyrr verið rænd-
ur. Það hefur aldrei neinn áður
beint að mér byssu og tekið vesk-
ið mitt og hringinn. Slíkt kem-
ur ekki fyrir á hverjum degi“.
„Ég vona að það eigi aldrei
eftir að endurtaka sig, ef það
hefur svona áhrif á þig“.
„Fyrir hvað varstu vön að
flengja hann — Tom Kyler?“
„Til hvers viltu vita það?“
„Ég hef aldrei gert mér það
ljóst áður, en á vissan hátt hef-
ur þú Hka verið lögregluþjónn".
„Farðu að hátta. Þú og þínir
viðskiptavinir, lyfseðlar og
mannlegt eðli“.
„Nei. Ég ætla að vera dálítið
lengur á fótum. Það gerir þriðji
kaffibollinn. En þú þarft ekki
aö vera lengur á fótum, Leora“.
„Það hef ég heldur ekki hugsað
mér. Viltu muna eftir að slökkva
öll ljósin?“
„Já, já. Hvað skyldi hann hafa
heitið?“
„Hver?“
„Ó, náunginn í kvöld, sem ekki
vissi hvernig átti að bera fram
nafnið mitt“.
,,Þú ættir að reyna að gleyma
þessu sem fyrst“, sagði hún.
„Það ætti ekki að verða erfitt.
Það er ekki svo mikið sem ég hef
að muna“, sagði Leonard Kanzler,
borið fram með o-hljóði, í Gibbs-
ville, Pa. ★
GEORG IV. Frh. af bls. 22.
nóttina, löngu eftir að yfirritaður
var sofnaður, var hann hótt í 20
pundum ríkari. Og Vestureyjarmað-
urinn hafði gripið í þetta aftur af
rælni og bætt við sig rúmum 10
pundum.
Fleira er þarna skemmtilegt.
Sædýrasafn, sem lokkar til sín
marga skoðara, safn fornbíla, ein-
hverjar þær skemmtilegustu forn-
verzlanir (Antiques), sem finnast 6
nólægum breiddargróðum, og
þannig mætti lengi telja. Svo er að
sjólfsögðu það, sem nóttúran sjólf
leggur til, svo sem upplögð bað-
strönd, fallegir garðar og lands-
lag — og kalt vatn, sem er ógætt
til drykkjar.
Hótel eru þarna ó hverju strói.
Hótelið, sem við dvöldum ó, Metro-
pole er eitt það bezta og glæsileg-
asta, sem ég hef komið ó, og hef
þó eitthvað um 25 til að miða
við. Þó virðist mér eftir upplýs-
ingapésum, að hótel þarna séu ekki
sérstaklega dýr. Enda sagði mér
Jóhann Sigurðsson, forstjóri skrif-
stofu Flugfélags íslands í London,
að fslendingur, sem hyggðist
skreppa til Brighton sér til endur-
næringar f svo sem viku tíma og
dveldi svo í London í þrjó daga til
verzlunar, kæmist af með tæp tíu
þúsund í ferðakostnað, hótel og
mat, og var þó miðað við að hann
veldi sér gott hótel í Brighton, og
tæki þar alla þjónustu. Hjón ættu
jafnevl að sleppa með heldur
minna, eða um 17—18 þúsund krón-
ur. Og eitt fannst mér athyglisvert:
Það er gert ráð fyrir því, að fólk
vilji hafa börnin sín með, og mörg
hótelanna bjóða upp á ýmsa þjón-
ustu í sambandi við þau, svo sem
kvöldgæzlu o.þ.h. Þeim eru ætlaðir
sérstakir baðstaðir á ströndinni og
ýmislegt fleira gert fyrir þau.
Það er á ýmsan hátt heppilegra
— fyrir utan fjármálasjónarmið —
fyrir íslendinga að krækja sér í
sumarauka — heppilegast í maí eða
september, til þess að missa ekki
hásumarið heima — á suðurströnd
Englands en fara lengra suður á
bóginn. Til dæmis er sólin þarna
ekki sterkari en svo, að venjulegur
íslendingur þolir hana daglangt, í
stað þess að mega ekki nota sér
hana nema smástund á degi hverj-
um fyrst í stað, eins og gerist sunn-
ar. Maturinn er líkari því, sem við
eigum að venjast, svo óþarfi ætti
að vera að fá slæmsku í magann
út af matarbreytingunni. Og svo
má benda á það — í gamni þó —
að þarna er maður suður við Ermar-
sund, með Frakkland handan við
sundið, og sumir hafa ekki talið
eftir sér að svamla yfir, til þess
að komast í þetta samyrkjubú
Amors og Bakkusar.
Ég mundi hins vegar láta mér
nægja að snúa upp tánum f gul-
hvftum sandinum og reyna að
grynna í þessari furðulegu mál-
lýzku, sem sumir Suður-Englending-
ar bera sér f munn. ★
VIKAN 22. tbl. — gy
DAVÍD SIEFÁNSSON
Heyrið skáldið lesa upp nokkur af sínum
beztu kvæðum.
Til eru fjórar gerðir af hljómplötum. Tvær 45 snúninga,
ein 33 súninga 10 tommu og ein 33 snúninga 12
tommu, en ó hinni siðasttöldu hljómplötu eru öll kvæðin
af hinum þremur.
Hljómplötur Davíðs Stefánssonar halda á
lofti minningunni um hið ástsæla skáld.
FÓLKINN - hljómplötudeild
Laugavegi 24 — Simi 18670.
Á plötuumslaginu segir Steingrímur J. Þorsteinsson m.a.:
„Davíð Stefánsson frá Fagraskógi er eitt af höfuðskáídum íslands.
Auk þess er hann svipmikill og sérstæður upplesari. Þarf ekki að lýsa
skáldlegum og seiðmögnuðum flutningi hans fyrir þeim, sem hafa
i höndum þessa hljómplötu".