Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 28.05.1964, Qupperneq 39

Vikan - 28.05.1964, Qupperneq 39
Hvernig dæmir Þú? JÓN JÓNSSON I LÍFVERÐI KROSTJOFFS Jón Jónsson gekk í lögreglulið Reykjavíkurborgar. Vegna mannkosta sinna hlaut hann skjótt varðstjóratign. Nú bar það til tíðinda, að Nikita Krústjoff, forsætisróðherra Róðstjórn- arríkjanna kom í opinbera heimsókn til íslands ósamt fríðu föruneyti. Þessum tignu gestum var fenginn sama staður á HOTEL SOGU. í fylgdarliði forsætisróðherrans voru m.a. allmargir öryggislögreglu- þjónar. Þeir unnu í samvinnu við íslenzk lögregluyfirvöld að framkvæmd tilhlýðilegra varúðarróðstafana í sambandi við heimsóknina. Þessir rússn- esku lögreglumenn gerðu þó kröfu, að óvallt þegar Krústjoff dveldi ó hótelinu, þó skyldu a.m.k. 20 íslenzkir lögregluþjónar vera á verði fyrir utan hótelbygginguna. Skyldu þessir lögregluvarðmenn ekki einungis vopn- aðir kylfum, heldur skyldu þeir og bera hlaðnar skammbyssur utan klæða. Lögreglustjórinn í Reykjavík féllst á þessa kröfu. Fyrstu nóttina, sem Krústjoff dvaldi á Hótel Sögu, féll það í hlut Jóns varðstjóra Jónssonar að stjórna 20 manna lögregluvarðflokki fyrir utan húsið. Þetta sama kvöld, sem Jón Jónsson gegndi því mikilvæga hlutverki að vernda líf hins valdamik'.a stjórnmálaleiðtoga Austursins, var háður fjölmennur dansleikur í Þórskaffi. Þennan dansleik sótti m.a. Bella Ben, símamær. Hafði Bella komið á ballið í fylgd með fjórum öðrum síma- meyjum, en þegar líða tók á dansleikinn, þáði hún boð Hillaríusar Hjálm- arssonar, að taka sæti við borð hans. Að ballinu loknu bauð Hillaríus Bellu og ungum hjónum heim til sin vestur á Kvisthaga. Oll voru þau undir léttum áfengisáhrifum. Þetta fólk tók bifreið á leigu, og var nú ekið vestur á Hagana. Þegar bifreiðinni var ekið fram hjá Hótel Sögu, komu farþegarnir auga á Jón Jónsson og varðflokk hans. Bella þekkti Jón vel, og fannst henni mjög fyndið að sjá hann þarna vopnaðan skammbyssu. Hún bað því bifreiðastjórann að nema staðar, þar sem hún þyrfti að segja nokkur orð við varðstjórann. Eftir að Bella og Jón höfðu skipzt á kveðjum, beind- ist áhugi hennar að byssunni. Hún véfengdi þá staðhæfingu Jóns, að byssan væri hlaðin. í þeim tilgangi að sanna mál sitt hugðist Jón opna byssuna og sýna Bellu Ben skotin. Þessar aðgerðir Jóns tókust ekki betur en svo, að skot hljóp úr byssunni, og lenti það í hægri fótlegg Bellu, skammt fyrir ofan ökla. Brotnaði fóturinn mjög illa, og var Bella ávallt hölt síðan á fætinum. Þá skildi skotsárið eftir sig áberandi ör. Bella var óvinnufær í sex mánuði. Þegar slysið átti sér stað, var Bella símamær 22ja ára að aldri. Hún þótti lagleg og vel vaxin stúlka, enda hafði hún fjórum árum áður hlotið 3. verðlaun í samkeppni um titilinn: Fegurðardrottning Is- lands. Hún var ógift og barnlaus. Högum Jóns Jónssonar var þann veg farið, að hann átti fyrir þungu heimili að sjá, og hrukku tekjur hans tæplega til framfærslu heimilisins. Af þessum sökum taldi lögfræðingur Bellu engan akk í því að fá Jón dæmdan til greiðslu skaðabóta. Var kröfunum þvi beint gegn borgar- stjóranum í Reykjavík f.h. borgarsjóðs og fjármálaráðherra f.h. ríkis- sjóðs. Af hálfu beggja hinna stefndu aðila var aðallega krafizt sýknu á þeim grundvelli, að slysið hafi eingöngu átt rót sína að rekja til gá- leysis Jóns í meðferð skotvopna, svo og að skipti þeirra Bellu og Jóns hafi ekki verið með þeim hætti, að talið verði, að Jón hafi þá unnið að framkvæmd opinberrar sýslu. Af hálfu fjármálaráðherra var því til vara haldið fram, að enda þótt svo yrði litið á, að opinberir aðilar ættu að bera fébótaábyrgð á van- gæzlu Jóns varðstjóra í störfum, þá væri þar engum til að dreifa nema borgarsjóði, þar sem Jón tók að öllu leyti laun sín úr borgarsjóði. Af hálfu borgarstjóra var því haldið fram ti! vara að enda þótt svo yrði litið á, að opinberir aðilar ættu að bera fébótaábyrgð á vangæzlu Jóns varðstjóra í störfum, þá væri þar engum til að dreifa nema ríkis- sjóði, þar sem Jón hefði í starfi sínu lotið fyrirskipunar frá lögreglustjór- anum, en hann væri ríkisstarfsmaður. Borgarstjófi taldi, að þetta atriði væri þyngra á metunum en það, hver væri launagreiðandi. Spurning VIKUNNAR: FÆR BELLA BÆTUR? EF SVO ER, FRÁ HVERJUM? Svar á bls. 52. SÁ GALLALAUS! FRÁ FORD Framhald af bls. 9. þessar rennilegu samfelluhliðar, sem liafa orðið svo vinsælar. Corvair verður eftir sem áður með vélina aftan í en verður stællegri í útliti og stærri. Ply- mouth stækkar. American Motors kemur með 10 tommum lengri Ambassador og Classic með nýju útliti. Mercury kemur i nýrri myndi og aldrei þessu vant ger- ólíkur Ford. Standard Fordinn verður svipaður Lincoln Cont- inental ’(>0 með tvöföldum fram- ljósum í sama stíl og Pontiac. En svo við snúum okkur aftur að Mustang, er það liaft fyrir satt, að aldrei hafi verið svo almennur spenningur fyrir nein- um bíl hjá öllum starfsmönnum Ford i USA, en þeir eru aðeins rúmu tugþúsundi færri en allir Islendingar. Spurningin er, hvernig viðtökur Mústang fær, og livcr viðbrögð keppinautanna verða. Það þarf ekki að biðja menn um að vera á verði. Ný- lega kom einn starfsmanna Ford óbeðinn inn á skrifstofu Tacocca og rétti honum mynd, Þetta var ógreinileg mynd af farartæki, augsýnilega tekin með aðdráttar- linsu við óhagstæð Ijósskilyrði og þrælstækkuð. Þetta var mynd af 1965 módeli eins keppinaut- arins. Iacocca tók við myndinni, horfði lengi á hana og sagði svo: Nú, já. Svona ætla þeir að vera. Þeir eru þá ekki að hugsa um sportstilinn. Það voru góðar fréttir. En keppinautarnir hafa líka sitt að liugga sig við. Því Must- ang er alls ekki gallalaus. Og hvað tæki þá við, ef Detroit tæki upp á því að framleiða galla- lausan bil? En af öllum þeim, sem að Mustang unnu hjá Ford, tólc enginn eftir því, að lilaup- andi hesturinnð sem skreytir grillið, hleypur öfugt. Hann fer rangsælis, i stað þeirrar við- teknu bandarísku venju, að veð- lilaupahestar fari réttsælis. Hann hefur sem sagt fælzt. En þeir hjá Ford hafa ekki stórar áhyggj- ur af því. Þeir vita, að það er erfitt að ná fælnum liestum -— livað þá fara fram úr þeim! HEIMSENDIR ER Á NÆSTU GRÖSUM Framhald af bls. 11. — Bindindi á hvað? — Það felur í sér að við verð- um að gæta liófs í öllu. — Að gæta hófs er ekki sama og bindindi og þetta er slæm glufa í hinni helgu bók. Nú, en annars finnst mér þetta sem þú sagðir eiga við langflesta menn. Ekki lengnr tiiviljun Þúsundir kvenna um heim allan nota nú C. D. INDICATOR, hið svissneska reikningstæki, sem reiknar nákvæmlega út þá fáu daga í hverjum mánuði, sem frjóvgun getur átt sér stað. Læknavísindi 56 landa róðleggja C. D. INDiCATOR fyrir heilbrigt og farsælt hjónaband, jafnt ef barn- eigna er óskað sem við takmarkan- ir þeirra. Sendið eftirfarandi afklippu ósamt svarfrímerki til C. D. INDiCATOR, pósth. 1238, Rvk. Sendið undirrit. upplýsingar yðar. Nafn .............................. Heimili............................ (Vinsamlegast skrifið með bókstöfum) ÞAÐ ER SPARNAÐURf AÐ KAUPA GfNU Öskadraumurinn við heimasaum Ómissandi fyrir allar konur, sem sauma sjálfar. Stærðir við allra hæfi. Verð kr. 550,00 og með klæðningu kr. 700,00. Biðjið um ókeypis leiðarvísi. Fæst í Reykjavík hjá: DÖMU- & H ERRABÚÐINNI Laugavegi 55 og GÍSLA MARTEINSSYNI Garðastræti 11, sími 20672 VIKAN 22. tbl. —

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.