Vikan - 28.05.1964, Side 44
Quarrel klóraði sér í hausnum.
Hann leit útundan sér á Bond. —
Þú ert þó ekki að hugsa um að
reyna að koma þessari stelpu af
okkur? spurði hann. — Getum við
ekki . . . Hann þagnaði skyndilega.
Hann sneri höfðinu og hnusaði upp
í loftið eins og hundur. Hann rétti
upp höndina í bón um þögn og
hlustaði af öllum kröftum.
Bond hélt niðri í sér andanum.
Langt í burtu, í austurátt, heyrðust
lágar drunur.
Quarrel stökk á fætur: — Fljótur,
kapteinn, sagði hann ákafur. —
Þeir eru að koma.
9. KAFLI.
HURÐ N/ERRI HÆLUM.
Tíu mínútum síðar var ströndin
auð og ósnortin. Litlar öldur slett-
ust upp á sandinn, þar sem örlitl-
ar skeljar glitruðu eins og lakkaðar
táneglur. Skeljar stúlkunnar voru
horfnar og hvergi sáust fótaför.
Quarrel hafði skorið niður greinar
og sópað yfir öll ummerki eins
vandlega og hann gat. Þar sem
hann hafði sópað, var sandurinn
örlítið öðruvísi á iit en annnars
staðar á ströndinni, en það var
ekki svo mikill munur, að hann
mundi sjást að frá hafinu hinum
megin við rifið. Kanó stúlkunnar
hafði verið dreginn lengra upp milli
klettanna og hulinn rrteð þara og
rekaviði.
— VIKAN 22. tbl.
Quarrel hafði farið aftur upp í
skóginn. Bond og stúlkan lágu með
stuttu milli bili í gryfjunni, þar sem
Bond hafði sofið, og störðu þögul
út á hafið að skaganum þar sem
báturinn mundi koma fyrir.
Báturinn var ef til vill um mílu
fjórðung í burtu. Af hægagangi
dieselvélanna gat Bond sér þess
til að þeir gæfu sér góðan tíma
til þess að rannsaka ströndina mjög
vel. Þetta virtist vera kraftmikill
bátur. Hvað mundu vera margir
á? Hver var yfirmaður á þessari
fleytu? Dr. No? Það var ólíklegt.
Hann mundi ekki standa í svona
lögreglustörfum sjálfur.
Ur vestri kom hópur skarfa fljúg-
andi. Þeir flugu lágt yfir sjónum
innan við rifið. Bond fylgdist með
þeim. Þeir voru fyrstu fuglarnir
sem gáfu til kynna að það væri
dritvinnsla á hinum enda eyjarinn-
ar. Samkvæmt lýsingu Pleydell-
Smith, mundu þessir fuglar nú vera
að leita sér að ansjósum. Og með-
an Bond horfði á, stönzuðu þeir !
loftinu, eins og kríur yfir maðki,
og stungu sér svo niður í sjóinn,
eins og eldingar. Næstum í sama
bili kom ný röð úr vestri, svo önn-
ur og önnur og loks varð úr þessu
löng óstöðvandi röð. Þeir skyggðu
á sólina, svo stungu þeir sér ofan
í sjóinn, skiptu sér niður á stórt
svæði, görguðu og börðust og gófl-
uðu í sig ansjósurnar eins og hrafn-
ar kroppa augun úr hræi.
Bond fann, að stúlkan kom að-
eins við hann. Hún benti með höfð-
inu: — Hænur Kínverjans eru að
leita að korninu sínu.
Bond horfði á glaðlegt, laglegt
andlitið. Hún virtist ekki hafa nein-
ar áhyggjur af komu leitarmann-
anna. Fyrir henni var þetta aðeins
feluleikur, sem hún hafði leikið
áður. Bond vonaði, að hún kæmist
ekki of vel að hinu sanna.
Hljóðið í dieselvélunum varð há-
værara. Báturinn hlaut að vera rétt
að koma fyrir skagann. Hann svip-
aðist um á þessum friðsama flóa
og festi svo sjónar á skaganum úti
við rifið.
Hvítt stefnið kom í Ijós. Á eftir
því komu tíu metrar af skipssíðu,
þilfari, vindskermum. Þar var lág
yfirbygging með vælu og hátt loft-
netsmastur. Það glitti í manninn
við stýrishjól ið og á kinnungnum
var rautt merki. Var þetta gamall,
brezkur varðbátur?
Augu Bonds beindust að mönn-
unum tveim, sem stóðu í stafni.
Þeir voru negrar, en þó óvenju
Ijósir á hörund. Þeir voru í þokka-
legum kakibuxum og skyrtum með
breiðu belti með baseballhúfur úr
gulu strái. Þeir stóðu hlið við hlið.
Annar þeirra hélt á stórum hátalara.
Hinn var með vélbyssu á þrífæti.
Maðurinn með hátalarann sleppti
honum og lét hann dingla í bandi
um hálsinn á sér. Hann tók upp
sjónauka og grandskoðaði strönd-
ina. Bond heyrði lágar raddir þeirra
gegnum tilbreytingarlaust malið í
dieselvélunum.
Bond horfði á manninn með
sjónaukann, hvernig hann byrjaði
úti við skagann og lét sjónir líða
inn yfir sandinn. Hann staðnæmd-
ist við klettana og hélt svo áfram.
Svo kom hann aftur. Kliðurinn af
röddunum varð háværari. Maðurinn
rétti byssustjóranum sjónaukann og
sá síðarnefndi leit á land og rétti
svo sjónaukann til baka. Sá fyrri
kallaði eitthvað til stýrimannsins.
Báturinn nam staðar og tók svo
afturá. Nú var báturinn beint utan
við rifið, gegnt staðnum þar sem
stúlkan og Bond. lágu. Maðurinn
grandskoðaði klettana enn á ný,
þar sem kanó stúlkunnar lá falinn.
Aftur heyrðist hávært mannamál
á land. Og aftur tók byssumaður-
inn við sjónaukanum og leit í hann.
Að þessu sinni kinkaði hann kolli
samþykkjandi.
Bond hugsaði: Þá er það búið.
Þessir menn kunna sína vinnu.
Hann horfði á byssumanninn taka
öryggið af byssunni og hlaða hana.
Hann heyrði skellina yfir vélahljóð-
ið.
Maðurinn með sjónaukann lyfti
hátalaranum og setti hann í sam-
band. Málmkennt bergmál magn-
arans barst yfir vatnið. Maðurinn
lyfti honum upp að vörunum. Rödd-
in glumdi um allan flóann.
— Allt í lagi þið þarna! Gefið
ykkur fram og ykkur verður ekki
gert mein.
Framhald í næsta blaði.
Hafið hugfast að hárið er prýði konunn-
ar ef það er vel lagt og snyrtilegt. Látið
því okkur annast hárgreiðsluna og pant-
ið tíma í síma 14662.
KASTLJðS
EFTIR ED NELSON
í iljótubragði virðist SAAB vera
næsta fáránlegur bíll — með þrjá
strokka, enga ventla og í laginu eins
og ólöglegt páskaegg. En við nánari
kynni lærir maður smám saman að
meta hinn óhefðbundna smíðamáta,
og fer svo að lokum, að maður fer
að velta því fyrir sér, hvers vegna
flciri bílar séu ekki byggðir á svipað-
an hátt.
SAAB-inn er í hæsta máta óhefð-
bundinni. Þessi bíll er eftirstríðsfram-
leiðsla þotuvcrksmiðjanna Svenske
Aeroplan Aktiebolaget, og með til-
komu þessa bíls tóku flugvélaverk-
fræðingar að gerast jarðbundnari, auk
þess sem verksmiðjufólk fékk nóg að
starfa um Ieið og eftirspurn eftir þot-
um fór minnkandi. Augljóst er, að
teiknararnir voru enn smitaðir af
þotuforminu, því að SAAB-inn er í
laginu eins og straumlínulaga belgur
cða bjalla og ber það glöggt með sér,
að hann veitir sáralitla loftmótstöðu.
Bensínnýtingin er frábær um 7 lítrar
á 100 km jafnvcl þótt stíft sé ekið.
Þrásinnis má sjá SAAB-inn draga
uppi stærri bíla 1 brckkum, hámarks-
hraði er um 140 km, en þægilegur
ökuhraði er 100—110 km. Dálaglega
gert af þriggja strokka vél.
Að ytri byggingu verður sannarlega
að telja SAAB-inn smábíl, en far-
þegarýmið cr engu að síður mjög gott.
Framsætin eru tvö, mjög þægileg, og
bæði sætisbökin og sætin sjálf stillan-
leg. Fótarými er gott. Stærsti kostur-
inn við bilinn að innan er, að manni
finnst þar aldrei að sér þrengt. Þarna
cr pláss fyrir fjóra og hálfan farþega,
i baksætið komast tveir fullorðnir og
grannvaxinn ungiingur eða jafnvel
þrír fuilorðnir, smávaxnir þó.
EINKAR STÖÐUGUR.
Bíllinn hossast hratt og jafnt en
kastast hvorki tii né vaggast. Kaunar
er bíllinn ekki eins þægilegur og stór
bandarískur bíil. En ég myndi ekki
hika við að ieggja upp í langferð á
honum — þótt ég kysi e.t.v. síður að
aka í honum dögum saman. Hann
hallast hverfandi iítið á beygjum;
maður finnur einungis sjálfan líkam-
ann hallast örlítið með bílnum.
Þar scm vélin er staðsett yfir og
fyrir framan öxulinn (58% af þung-
anum er á framhjólunum), þolir
SAAB-inn vei hiiðarvind, sem kæmi
illa við allflesta innflutta bíla með
vélinni aftur í. Framhjóiadrifið út-
heimtir litlar breytingar á ökuvenj-
um.
Ef ckið er eftir hlykkjóttum vegum
með taisverðri hörku kemur fljótt i
Ijós, að beygjurnar draga Iítið sem
ekkert úr hraðanum. Hægt er að aka
SAAB-inum með meiri hörku og ör-
yggi en flcstum bílum með vélinni aftur
í. Á meðan hjólin grípa vel, þarf aðeins
að gefa bílnum vcl inn. Það er engin
tilviljun, að SAAB-inn hefur ávallt
verið framarlega í kapp- og þolakstri
yfir snjóþung Alpaskörð og eftir
hlykkjóttum vegum og vegleysum
Eini ókosturinn kemur í ljós, þegar
bílnum er gcfið vel inn I lægri gír-
unum og hjólin bcygð, eins og þegar
ckið er upp bratta innkeyrslu. Þá er
cins og eitthvert afl togi í stýrið og
kippi í það jafnt og þétt. Hér eru að
verki hverfiliðir (universal joints)
framdrifsins. sem ta.ka f stýrisspindl-
ana til að rétta þá við.
Fjaðrabúnaðurinn að framan saman-
stendur af gormfjöðrum, sem allar
verka sjálfstætt, svo og kúluliðum og
gúmmípúðum. En afturöxullinn er
óvenjulegur: flatt skeifujárn, er sveig-
ist í miðju með hjóltengi sitt hvorum
megin, en hvert þeirra hefur högg-