Vikan


Vikan - 28.05.1964, Síða 55

Vikan - 28.05.1964, Síða 55
Óviðjafnaniegur rakstur með rakbiaði, sem endist og endist SILVER GILLETTE: hin ótrúlega beitta og mjúka Gillette egg á rakblaði úr ryðfríu stáli, sem engin rakstursaðferð jafnast á við. • mýksti, bezti og þægilegasti rakstur, sem völ er é • ryðfritt stál, sem gefur yður flests rakstra á blað • gæðin alltaf söm við sig—öll blöðinfafnastáviðþaðsiðasta |H ^ "Stainless ‘ ‘—er frábær ryðfri stáltegund, sem tryggir yður verulega endingargott rakblað Gillette um við að fara þangað upp, sem þeir höfðu hrapað, og ná mynd- um af staðnum, og vorum á leið- inni þangað, þegar ég hrapaði niður í gjána . . — Já, þú sagðir mér einmitt af því í upphafi. En hvað seg- irðu að hafi skeð, þegar þið kom- uð niður . . . þá voru komnar myndir af ykkur í öllum blöðum, og þú hafðir þekkzt . . .? „Já, þeir sem höfðu séð mig í fylkingunni forðum og inni í musterinu, voru svo sannarlega ekki búnir að gleyma því, og nú þekktu þeir mig aftur, — og nú átti að ganga milli bols og höfuðs á mér. Þeir réðust inn í gistihúsið eina nóttina, og ætluðu að ná í mig, en bróðir minn gat aðvarað mig nógu snemma. Ég mátti eng- an tíma missa, svo ég stakk mér út um eldhúsgluggann á annarri hæð, með eina handtösku, og komst þannig út á flugvöll. Þar gat ég krækt mér í miða með því að setja myndavélina og film- urnar í pant, ásamt þeim verð- mætu myndum, sem í henni voru. Þannig komst ég undan og fór alla leið heim til Finnlands. Bróðir minn og vélamaðurinn komu svo á eftir nokkru síðar“. — Og hvernig komst hann heim? „Það er nú út af fyrir sig saga að segja frá því. Þeir voru komn- ir til Tyrklands, hann og véla- maðurinn, þegar vélamaðui’inn fékk svo slæmt malaríukast, að honum var vart hugað líf. Bróð- ir minn setti hann þá upp í bíl, og ók í loftinu heim til Finn- lands með hann. Hann stanzaði hvergi á leiðinni — nema nátt- úrulega til að taka bensín — og var kominn heim eftir 73 klukku- tíma. Það er ábyggilega met . . .“ — Já, mig skyldi ekki undra það. Þetta hefur verið geysimik- ið ævintýri. Og vafalaust hafið þið lent í mörgum svipuðum, síðan? „Já, mikil ósköp. Við vorum alltaf saman, bróðir minn og ég, þar til hann fórst í bílslysi fyrir um tveim árum síðan. Nú er ég alltaf einn á ferð“. •— Og ert hér til að taka mynd- ir af finnskum flugfreyjum. Verðurðu lengi hér . . . ? „Nei, ég fer í fyrramálið til New York. Er búinn að vera hér í 10 daga. Svo er ég að hugsa um að koma hingað aftur í sumar, því mér lízt svo vel á landið, — litina og annað, að ég ætla að taka kvikmynd af ýmsu í sumar. Þá ætla ég að vera í einn til tvo mánuði og ferðast hér um. Ég hlakka til þess“. — Ég er hræddur um að þú verðir fyrir vonbrgiðum, ef þú vonast til að lenda í einhverjum svipuðum ævintýi-um hér og í Teheran forðum. Hér eru engir villimenn að ráði. „Nei, það veit ég svo sannar- lega, en það getur verið gaman að taka rnyndir af öðru en villi- mönnum. Ég er búinn að fá nóg af því í bili. Sagði ég þér af því, þegar við fórum til Mexíkó og fundum þar alveg óþekktan kyn- stofn Indíána?“ — Nei, ekki gerðir þú það. „Við höfðum heyrt um það, að menn héldu að þar væri óþekkt- ur Indíánakynstofn, sem aldrei hefðu verið teknar myndir af. Þeiir höfðu sézt einhverntíma, fyrir mörgum, mörgum árum, en týnst aftur. Við ákváðum því að leita að þessum kynstofni og taka myndir af honum . . . en þú ert kannske búinn að fá nóg af ferðasögum í bili . . . búinn að fá nóg í eina grein, eða svo . . .?“ — Já, þakka þér fyrir. Þetta er nóg til að moða úr bili. En gott væri að eiga þig að síðar . . . G.K. HR. PIMM Framliald af bls. 17. Matilda frænka: — Jæja, August- us, þú ert búinn að fæla Peggy bui-t einu sinni, og ég vil ekki að þú komir með nokkrar athuga- semdir við þetta bréf. —■ Sú endemis vitleysa, að þykjast hafa séð Soames í ná- grenni Antibez í morgun, og hann sem er kominn alla leið til Sviss. — Þú mátt ekki vera að kvelja hana. — Jæja, jæja þá, sagði hann. — En þú mátt ekki verða vond þótt ég bendi henni vinsamlega á, að maðurinn gæti varla vei’ið á tveimur stöðum í einu. Nú leið þessi dagur að kvöldi. Daginn eftir var Peggy á eilíf- um þönum um húsið, miður sín, og hún var ennþá fulviss um, að hún hefði séð Julian daginn áður. Þeim Green lenti aftur sam- an við hádegisverðarborðið og þegar liðið var á daginn, grátbað Matilda hana að fá sér bók og lesa eða að reyna að sættast við Augustus og leika við hann tennis, eða jafnvel að taka bíl- inn og kaupa sér kjól — hvað sem er til þess að hafa ofan af fyrir henni. Peggy sagði, að ef einhver myndi reyna að selja henni kjól, myndi hún rífa hann í tætlur. En kannske var bezt, að hún færi eitthvað út, og hún ætlaði að reyna að vera rólegri, þegar hún kæmi heim. Hún ók niður hæðina, annað hvort í áttina til Myramar eða til Mont Chevalier. En þegar hún kom að Rue d‘Antibez var þar svo mikil umferð, að hún ákvað að aka heldur niður að strönd- VIKAN 22. tbl. — Pjg

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.