Vikan - 28.05.1964, Blaðsíða 56
UNGU STÚLKUR!
Þið getið brosað.
Áður var það vandi,
mí er það leikur að meðhöndla
húðina með
Lait de Traitant DEB.
og Fond de Teint.
Táninga
andlitsmjólk, sem
gerir allt i senn,
hreinsar, nærir
og verndar.
Táninga-make up
í tveimur litum,
þekjandi en glansar
ekki —
og maskinn
GRANALBA fyrir
óhreina
og feita húð.
inni. Hún lagði bílnum milli
pálmanna. Þetta var mjög nálægt
staðnum þar sem hún hafði verið
með Annabelle þarna um dag-
inn, mundi hún, þegar þau höfðu
séð stúlkuna með rauða hárið og
Soames. Henni var sama, hvert
hún fór og hvað hún gerði, alls
staðar var eitthvað, sem minnti
hana á hann. Hún varð að reyna
að gleyma þessum manni. En
hvernig gat hún það, á meðan
hún var í Villa Florentina og
meira að segja í Suður-Frakk-
landi? Hún skildi aldrei, hvað
hafði komið fyrir, þegar Soames
hljópst á brott með Annabelle
um kvöldið. Þetta var nóg til þess
að gera hana brjálaða. Hún vissi
bara það eitt, að hún hefði get-
að kyrkt Augustus Green með
ánægju við hádegisverðarborðið,
og ef hann opnaði aftur munninn,
mundi hún svo sannarlega gera
það.
Peggy sat þarna hugsi í hálf-
— VIKAN 22. tbl.
tíma. Skyndilega tók hún þá
eftir stúlkunni í opna bílnum.
Þetta var rauðhærða vinkonan
hans Julian og maðurinn, sem
hafði reynt að koma sér í mjúk-
inn hjá henni niðri við strönd-
ina, þau sátu þarna saman í bíln-
um. Og þau voru í bílnum hans
Mr. Pimms. Henni brá svo illi-
lega, að hún mundi varla, hvernig
hún átti að ræsa bílinn, en þeg-
ar það tókst ók hún á fleygiferð
upp hæðina.
Matilda frænka og Green hlust-
uðu á hana þegjandi. Og nú gat
Peggy ekki á sér setið. Hún sagði
alla söguna af Julian á Mart-
inique gistihúsinu.
— Jæja, Peggy, það er bara
eitt, sagði Green. — Þú sást
Soames fara inn í þennan bíl með
þeirri rauðhærðu, klukkustund
eftir að hann var hérna í leit
að vinnu. Hvernig stóð á því,
að þú kannaðist ekki við bílinn
þegar Timothy Pimm kom ak-
andi til okkar sama dag?
— Ég hafði farið til St. Tropez
með Annabelle. Ég sá hann ekki
aftur fyrr en daginn eftir. Og
■— ja — mér datt bara ekki í hug
að þetta væri sami bíllinn, úr
því að Mr. Pimm átti hann.
— Þetta er mjög skiljanlegt,
geri ég ráð fyrir. Jæja, við verð-
um að fá þetta á hreint. Þarna
höfum við Soames, þá rauðhærðu
og Mr. Pimm, og auk þess ná-
ungann sem var að angra þig
niðri á ströndinni. Og þú hefur
alltaf haldið, að hann væri ann-
ar af þeim sem réðust á ykkur
á Grand Corniche.
- - Mér svona datt í hug, að
hávaxni maðurinn Eddie Bell,
sem ekur fyrir Mr. Pimm, gæti
hafa verið annar þeirra.
— Og þá eru þeir allir vinir.
Jæja þá, hvað er númerið hjá
lögreglunni. Gendarmerie, undir
Qins. Green hringdi og þegar
svarað var, sagði hann: — Má ég
tala við inspector Malraux.
Klukkan var á mínútunni 9
um kvöldið, þegar Maleraux
kom, í þetta skipti í fylgd með
þrem einkennisklæddum mönn-
um í stað eins. Matilda frænka
var gjörsamlega miður sín, þeg-
ar þeir gengu inn í setustofuna.
Þau skiptust á kveðjum, og
Green sagði: — Ég hefi verið að
reyna að ná í ykkur síðustu tvo
klukkutímana. Hvað gengur eig-
inlega á?
Malraux rétti upp höndina. —
Monsieur, Madame, sagði hann,
— eitt í einu, ef þið viljið gera
svo vel.
Green sagði: — Eru þau sam-
an í Zúrich eða ekki? Inspector
Malraux sagði, að því miður
væru þau ekki þar. Þeir höfðu
haft samband við vini sína í
Sviss og ítalíu; Mam'selle hafði
ekki verið þar á ferðinni, og held-
ur ekki Soames. Hann tók upp
umslagið frá Denzel, rétti Mat-
ildu frænku það og bað hana að
segja sér, hvort Annabelle hefði
ekki skrifað utan á það; síðan
sagði hann — Madam átti að
vera við hinu versta búin — að
bréfið og fleiri skjöl hefðu fund-
ist í húsi vinar hennar, Mr.
Pimm..
Matilda frænka lét fallast í
stólinn og brá höndinni fyrir
munninn.
Malraux hélt nú sögunni
áfram. Honum hafði verið ljóst,
að bréfin hefðu verið sett í póst
til þess að breiða yfir hvarf
Mamselle, auðvitað, og þá lá
beinast við að fara til Villa
Marguerite. Þar höfðu þeir að-
eins fundið einn þorparann — já,
rauðhærða stúlku — Danielle
Buffet. Þeir höfðu spurt hana
margra spurninga. En hún vildi
ekki segja neitt. Þeir leituðu í
húsinu og fundu umslagið. Hún
sagði enn að hún vissi ekki neitt.
En póststimpillinn sagði auðvit-
að til um það, hvert þeir ættu
að halda næst. Mamselle var að
finna í Tangier. Þar voru yfir-
völdin þegar farin að leita við
höfnina og i borginni. Gripið
hafði verið til alls kyns neyðar-
ráðstafana — búist var við svari
innan næstu tveggja klukku-
stunda.
Auðvitað var búið að taka
þessa Danielle til fanga. Hvað
Mr. Pimm snerti, þá höfðu þeir
komizt að því, að hann ásamt
þremur manna sinna höfðu farið
til Tangier morguninn áður, með
viðkomu í Madrid. Hann var
vafalaust forsprakki þorparanna,
stórglæpamaður og mjög hættu-
legur. Slunginn, ósvífinn og
hættulegur. Verið gat, að þegar
væri búið að handsama hann í
Tangier, en á meðan var ekki
hægt að gera annað en að spyrja
stúlkuna spjörunum úr; annað
var því miður ekki hægt að gera
að svo komnu máli.
Og svo var enn önnur saga.
Carlo nokkur Castelotti hafði