Vikan


Vikan - 17.09.1964, Blaðsíða 2

Vikan - 17.09.1964, Blaðsíða 2
r I fullri alvöru Hrein frísk heilbrigö húö Það skiptir ekki máli; hvernig húð þér hafið! Það er engin húð eins. En Nivea hæfir sérhverri Irúð. Því Nivea-creme eða hin nýja Nivea-milk gefur húðinni allt sem hún þarfnast: Fitu, raka og hið húðskylda Euzerit. Og þess vegna getur húð yðar notið þeirra efna úr Nivea sem hún þarfnast helzt. Hún getur sjálf ákveðið það magn, sem hún þarfnast af fitu og raka. Þetta er allur leyndardómurinn við ferska, heilbrigða og Nivea-snyrta húð. Að lifa d hvittunuiD Þaö hefur lengi viðgengizt að kvarta undan sköttum og álög- um. Öllum finnst sjálfsagt að byggja brýr og skóla, gera veg- ina betur úr garði og þar fram eftir götunum. En hver og einn vill helzt vera Iaus við að bera jiessar byrðar. Nú hefur verið komið á fót nýju skipulagi við innheimtu á sköttum og skyldum til rikis og bæjarfélags með tilkonni skatt- heimtunnar. Vafalaust hefur innheimtan verið gerð mun öfl- ugri með þessu og ugglaust spar- ast einhverjar krónur með því að hafa þetta undir einum liatti. En ríkismaskínunni liættir til að taka hinar mannlegu hliðar ekki með í reikninginn. Skipu- lagið er vélrænt og innheimtan er vélræn. Samt er vélin enn svo ófullkomin, að menn verða misjafnlega fyrir barðinu á henni. Ýmsir aðilar fá greiðslu- frest á stórum upphæðum og sleppa gersamlega við vaxta- greiðslur af jjeim. Á sama tíma er gengið að því með allmikilli hörku að innheimta skattana af jm fólki, sem hefur fast kaup. Skattskráin er ekki fyrr lcomin út en fyrirtækjum eru sendar kröfur um greiðslur vegna starf- fólksins. Nú er jjað eins og flestir þekkja, að fyrri liluta ársins eru skattar teknir af launum manna eftir útsvari fyrra árs. Sýnist það út af fyrir sig vel geta geng- ið í meðal árferði. En svo kemur j)að fyrir eins og nú, að allmarg- ir jjurfa að greiða verulega liærri skatta og j)að jafnvel þótt Visir fullyrði að skattarnir liafi lækk- að og allir séu ánægðir. Fastlaunafólk, sem fengið hef- ur skattahækkun á árinu, lendir á köldum klaka. Á fimm mánuð- um á liað að greiða skattana upp að fullu. Þá fer svo, að sumir hafa tvö til fjögur jnisund eftir íil allra þarfa, en aðrir verða að gera sér j)að að góðu að lifa á kvittunum. Vel má vera að innheimtuað- ferð gjaldheimtunnar sé af- spyrnugóð frá sjónarhorni rik- isvaldsins, en frá sjónarmiði einstaklinganna og gjaldþegn- anna, j)á gengur hún ekki, hvað sem hver segir. Maskíiian verð- ur líka að finna einhver ráð lil jiess að jafna innheimtuna, svo lífvænlegt megi kallast fyrir jiað fólk, sem lifir af föstu kaupi. G 2 VIKAN 38. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.