Vikan


Vikan - 17.09.1964, Blaðsíða 12

Vikan - 17.09.1964, Blaðsíða 12
Dömur — og herrar líka — verða að fæð- ast. Það er ekki hægt að búa þau til, eins og hver önnur áhöld. Til þess að hægt sé að kalla þig dömu, verðurðu að göfga tilfinn- ingar þínar að því marki, að þú finnir þig knúða til að vera betri við aðra en þú gerir þér vonir um að þeir verði við þig. Prúð- mennska er sálarlegur eiginleiki. Hann fel- ur í sér meðaumkun með karlmönnunum, náungum þínum; meðfæddan góðleika. Að mínum dómi er Bella Barlay í sannleika sagt dama, þótt hún sé ein af helztu gaman- leikkonum okkar tíma. Það væri ekki henni líkt að koma klukkutíma of seint á stefnu- mót með hræsnisfullt og kæruleysislegt: „Ó, elskan, hefurðu beðið?“ á vörunum. Það, sem þú kannt að hafa lesið um „listamannaskap- ferli“, er ekkert annað en frásagnir af fólki, sem ekki kann að hegða sér. Svo sagði hún, móð og másandi: „Vinur kær, mér þykir þetta svo leiðinlegt. Ég er fimmtíu og fimm mínútum of sein. Tíminn er lífið. Óstundvísi er nokkurskonar morð. En, trúðu mér, það var nærri búið að drepa mig. Það skeði á Hótle Mirage. Það var troð- ið á mér og ég var lamin.“ „Af aðdáendum þínum?“ spurði ég. „Ekkert svoleiðis. Það vildi svo til að ná- ungi, sem kallaður er Hip-Hip Thomas, var staddur þarna — blóðríkur, ofvaxinn, dún- mjúkur piltungur, óþroskað eftirlætisbarn, sem syngur jafnvel eins og safaríkur skemmdur ávöxtur. Jæja, þessu fyrirbrigði er um það að kenna að tæplega gjafvaxta stúlkur í strigabuxum hrintu mér, umkringdu mig og — hvort sem þú trúir mér eða ekki — kölluðu mig „litlu mömmu“. Svo að ég verð að biðja þig innilega afsökunar." Ég sagði: „Það er alger óþarfi. Stúlkur verða alltaf stúlkur. Og það er ekki bannað að kreista neinn. Ég leyfi mér að segja, að þú hafir sjálf þjarmað þannig að hetjum æsku þinnar.“ „Þetta orð „kreistingar“ var ekki notað í mínu ungdæmi. Að vísu hvísluðumst við á um Á.M. Það er skammstöfun á Ástríðan Mikla. Það var þegar ég var í skóla. Þá höfðum við betri stjórn á ástríðum okkar en nú gerist. Amma mín, til dæmis, varð óbjarganlega ástfangin í Liszt, tónskáldinu mikla; allt til æviloka bar hún vindilstúf, sem hann hafði fleygt frá sér, í nisti um hálsinn, en hana hefði aldrei dreymt um að ávarpa hann án þess að þau hefðu áður ver- ið formlega kynnt hvort fyrir öðru. Einnig átti ég frænku, sem sór þess eið að giftast Rússakeisara eða engum ella. Hún hélt eið- inn, en aldrei mundi það hafa hvarflað að henni að slíta hnappana af jakkanum hans.“ Ég spurði: „Og þú sjálf?“ Hún svraði: „Mínar þrár voru alltaf af göfugra tagi, eins og listakonu sæmdi. Þrettán ára varð ég ástfangin af franska rithöfund- inum fræga, Guy de Maupassant. Ég segi þetta ekki af því að ég telji líklegt, að þú BELLA BARLAY BROSTI. „ÞETTA MINNIR SVO MIKIÐ A DRAUM, FINNST ÞÉR EKKI?“ SAGÐI HÚN. „KANNSKE ÉG HAFI GERT ÞESSU AUMINGJA HEIMSKA UNGA FÚLKI RANGT TIL. ÞAÐ ER DÁSAMLEGT AÐ VERA UNGUR OG HEIMSKUR ... BARA AÐ ÞAU HEFÐU EKKI KALLAÐ MIG „MÚMMU LITLU.“ menið. Að hugsa sér! Að vera neyddur til að lesa hinn mikla Maupassant! í mínu ungdæmi urðu mæður okkar stundum að læsa bækur hans niðri í skúffu, svo við næðum ekki í þær.“ Ég lét móðgun hennar sem vind um eyru þjóta og sagði: „Kæra frú, jafnvel þótt þú hefð- ir haft áhuga á hinum hundleiðinlega Racine, hefði þinn persónulegi áhugi á honum rifið hann upp í augum veraldarinnar. Ég segi ekki að fólk myndi endilega lesa hann, en það myndi segja: „Fyrst Bella Barley heldur upp á hann, hlýtur eitthvað að vera við hann.“ „Ljúgðu! Ljúgðu! Þú sefar taugar mínar með smjaðrinu í þér,“ sagði hún. „Komdu, við skul- um fá okkur glas af sherry.“ „En afsakið mig,“ sagði ég. „Guy de Mau- passant dó áreiðanlega meðan þér voruð aðeins barn.“ „Hvað kemur það málinu við?“ spurði hún. „Ást mín til hans var aðeins andleg.“ „Gott og vel, fyrst það var þannig," sagði ég, „gæti þá ekki hugsazt að ást nútíðar ungl- inga á rokkstjörnum væri svipaðs eðlis?“ Hún sagði þvermóðskulega: „Ég sé ekki sam- bandið." „Myndir af strákum eða stelpum, sem maður klippir út úr blöðum og festir upp á vegg, heyra ímynduninni til,“ sagði ég. „Er þá í rauninni nokkur munur á því að festa mynd af Hip-Hip Thomas upp á vegg hjá sér og því að ganga með vindilstubb eftir Liszt í nisti um hálsinn?“ „Jú, það er munur á því tvennu. En við vor- um að tala um einn mesta frásagnarsnilling allra tíma, Guy de Maupassant. Ég sá styttu af honum í Solferinogarðinum í Rouen, snemma árs 1908.“ „Þú hefur varla verið nema fimmtán ára þá, geri ég ráð fyrir.“ „Já. í Englandi og Ameríku voru sögur þessa mikla manns álitnar óheppilegt lestrarefni fyr- ir ungar stúlkur, því að hann var hvassyrtur, kaldur og ruddalegur í skrifum sínum um ást- ina, en á meginlandi Evrópu óð hann uppi í öllum beztu kventímaritunum. Ég held ég hafi verið búin að lesa allar sögur hans áður en ég varð fjórtán ára, og ég get ekki munað að ég hafi verið neitt verri fyrir það. Nema hvað ég lét það, sem þið mynduð kalla „kreistingar" ganga út yfir manninn sjálfan. Ég varð að fá að vita allt um hann, gott, vont og það sem engu máli skipti. Mest af því, sem ég heyrði, var annað hvort ljótt eða einskisvirði. En þeg- ar ég í einrúmi horfði á litla mynd af hon- um, sem ég hafði aflað mér, sagði ég stund- um við hana: „Æ, aumingja Guy minn! Ef þú hefðir kynnzt mér, hefðirðu ekki verið svona lauslátur; og vegna trúar minnar á þig, hefðirðu kynnzt þýðingu hinnar sönnu ástar!“ Með því átti ég við eitthvað sem minnti á vor, « blóm, rómantík — eitthvað sem minnti á sam- líf foreldra minna — en nú geri ég mér grein fyrir, að það hefði ekki hentað fyrir Guy de Maupassant. En það var einmitt út af þessu, sem ég lenti MADURINN i SMFERINOGJ hafir áhuga á því. Þitt erindi við mig er aðeins að forvitnast um fortíð mína, og það fólk, sem les þesskonar efni, sem þú skrifar, hefur varla einu sinni heyrt Guy de Mau- passant nefndan — þó svo að mér sé sagt að skólastúlkur séu neyddar til að lesa Háls- í rifrildi •— það kom annars sjaldan fyrir — við minn mikla sýningarstjóra, leynilegan trúnaðar- mann og vin allrar veraldar, Jean de Luxe. Hann hló að mér og sagði: „Ég þekkti Guy de Maupassant. Hann leit út eins og lítill tarfur — hálsdigur, bringubreiður, með hrokkið, brúnt — VIKAN 38. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.