Vikan


Vikan - 17.09.1964, Blaðsíða 25

Vikan - 17.09.1964, Blaðsíða 25
Ft OG ÆTT HANS - 2. HLUTI HARVEY BUEL SPELMAN. LUCY HENRY SPELMAN. VETRARHEIMIU JOHN D. ROCEFELLERS, ELDRA. um til kirkju á hverjum sunnudagsmorgni. Hún gekk einnig ríkt eftir því síSar aö fjöiskyldan læsi borðbænir sínar og kvöldbænir og af- rækti ekki kristilegt hugarfar. Þegar Cetti var veik og gat ekki sótt lsirkju hafði Jolin maSur hennar fyrir venju að hripá niður útdrátt úr ræSu prestsins og gera konu sinni grein fyrir orSum hans þegar heim kom. Þetta þótti enni ætíð mikilsvert. ATORKA — YFIRBOÐ AS öSru leyti átti oliuhrcinsunarstöSin hug Rockefellers allan. Hann var þar daginn út og inn. Hann var ákveSinn í aS gera fyrirtæki sit aS forystufyrirtæki. Honum var raunar ljóst aS oliuhreinsun varS fyrst arðhær, svo um munaSi, eftir að það hafði náð ákveðinni stærð, gat að ýmsu leyti þjónað sér sjáli't með minni tilkostnaði cn ella og fengið hlut- fallslega meiri afslátt á farmgjöldum en minni stöðvar vegna mikils framleiðslumagns. Að- fcrð Rockefellers var að draga úr kostnaði og taka lán til arðbærrar fjárfestingar. Hann spar- aði i smáu og stóru. Hann sparaði innsiglis- lakkiS og fastréði pípulagningamann til allra viðgerða í stað þcss að kaupa þá þjónustu ann- ars staðar þegar á henni þurfti að halda. Þá tók hann brátt upp eigin tunnuframleiðslu og sparaði á þvi mikiS fé. Hann leitaðist einnig við að stækka olíuhreinsunarstöðina. Meðeig- endum lians þótti Rockefeller fara of geyst í sakirnar. I hvert sinn, sem hann lagði fram tillögur um nýjar lántökur, reyndu þeir að maldá í móinn. Brátt var ekkert framundan nema vinslit. Clark-bræðurnir ákváðu að selja sinn hlut i olíuhreinsunarstöðinni. Þá var gert samkomulag um aS eigendurnir gerðu tilboð í stöðina og hún yrði síðan seld hæst- bjóðanda. Samuel Andrews stóð við hlið Rocke- fellers er boðin hófust en Clarkbræðurn- ir þrir buðu gegn þeim. Boðin hófust á fimm hundruð dollurum, en hækkuðu skjótt. Loks buðu ClarkbræSur 70 þúsund dollara. Rockefeller hækkaði sig um fimm hundruð. Sjötiu og tvö þúsund dollara, svaraði Maurice Clark. Sjötiu og tvö þúsund og fimm hundruS, ansaði Rockefeller og lét engan bilbug á sér finna. Clark fórnaði höndum og gafst upp. Þá var Rockefeller tuttugu og sex ára gamall. Kaupverðið gaf til kynna hve vel honum hafði gengið að afla fjárins og spara. HiS nýja fyrirtæki var skýrt Rockefeller og Andrews. „Ég benti ætíð á þennan dag, er ég sleit félagsskapnum, sem upphafið að árangri mínum í lifinu." Nokkru siðar hófst bygging annarrar olíuhreinsunarstöðvar í samvinnu við William, bróður Rockefellers. Jafnframt komu þeir á fót söluskrifstofu í New York. William reyndist vel liðtækur við útflutn- inginn, en Andrews sá um oliuhreinsun- ina en Rockefeller um skipulag rekstr- arins. STÆRST A SÍNU SVIÐI En vegna þess hve oliuhreinsunarstöðv- um fjölgaði ört tók fljótt að bera á of- framleiðslu. Stærstu oliuhreinsunarstöðv- arnar þoldu áfalliS en hinar smærri börð- ust i bökkum. Einasta leiðin til að hjara var að undirbjóða en geta samt náð hagn- aði. Rockefeller skorti brátt fjármagn til frekari útvikkunar. Hann ákvað þvi að taka í félag viðsigHenry nokkurn Flagler, og frænda konu sinnar, Stephen Hark- ness. Þ’eir lögðu eitthundraS þúsund dollara í fyrirtækið. Þetta var það sem þurfti við eins og á stóð. Fyrirtækið efldist óðum og árið 1869 var olíuhreins- unarstöS Rockefellers ekki aðeins hin stærsta í Cleveland heldur í öllum Banda- rikjunum. Þá framleiddi hún fimmtán hundruð tunnur á dag. Rockefeller gerði Flagler út af örkinni til að semja á nvjan leik við járnbrautar- félögin um aukinn afslátt á farmgjöldum. Hann lék hlutverk sitt vel. Þrjú járnbraut- arfélög slógust um flutningana. Hann heiinsótti hið fyrsta og fékk þaðan tilboð sem hann sýndi hinu næsta, en það bauð lægra fargjald, sem hann sýndi hinu þriðja, sem hann taldi geta boðið enn betur þar sem um mikið flutningsmagn var aS ræða. Brátt buðu öll félögin að flytja tunnuna fyrir fimmtán cent, en það var stórum lægra gjald en aðrar stöðvar urðu að greiða. Þá tók Rockefeller upp á þvi að ger- nýta öll þau efni, sem áður hafði verið fleygt við olíuhreinsunina. Þetta hafði enginn gert fyrr. VarS þessi framleiðsla tiltölulega umfangsmikil vegna þess hve stöðin var orðin stór. M. a. framleiddi stöðin úr úrgangsefnum paraffin og vase- lin, sem hægt var að selja i miklu magni á góðu verði. Aðrar oliuhreinsunarstöðvar stóðust ekki þessa djarflegu samkeppni. Starf- semi fjölmargra oliuhreinsunarstöðva lagðist með öllu niður. STANDARD OIL STOFNAÐ Oliulireinsunarstöðin hafði hingað til verið rekin sem sameignarfélag. Fjár- Framhald á bls. 44. VIKAN S8. U>1. — 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.