Vikan - 17.09.1964, Blaðsíða 30
UNGFRÚ YNDISFRÍÐ
býður yður hið landsþekkta
k'onfekt frá N Ó A.
HVAR E R ÖRKIN HANS NOA!
I>aS er allfaf saml lelkurlnn f hénnt Ynd-
IsfrlS okkar. Hún hefnr faliS örklna hans
Nóa einhvers staðar l blaðinu og hcitlr
góðum verðlaunum handa Jielm, scm getur
fundlð örklna. Verðiaunin cru stór kon-
fektkassi, fullur af hezta konfcktl, og
framlciSandinn er auðvltað Sælgætlsgerð-
ln Nól.
Nafn
Helmlll
örkln er t bls. .
Slðast er dreglð var hlaut verðlaunln:
HELGA JÓNSDÓTTIR,
Reykjalundi, Mosfellssveit.
Vinninganna má vitja á skrifstofu
Vikunnar. 38. tbl.
hann hefur líka átt slíkt tækifæri.
Nú sameinast þau í þessari nýiu
ást, en um leið eru þau hvort öðru
ókunnug vegna minninga sinna.
Þetta hefði getað verið gott hlutverk
fyrir Garbo, en hún hefur ekki,
fremur en veniulega, svarað þessu
tilboði. Þessi leyndardómsfulla kona
er og verður óleyst gáta.
En gömlu myndirnar hennar vekja
aftur mikla hrifningu í mörgum
löndum. Fólk líkir eftir Garbo á öll-
um sviðum. í New York, Róm og
París klæðast konurnar blússum
með háum kraga og síðum kvöld-
kjlóum með blaktandi ermum, sem
fær þær til að Iíkjast blómi eða
einhverri yfirnáttúrlegri veru. Eins
og Garbo var í myndum sínum.
Hún varð mesta stjarna heimsins,
hún Greta Gustafsson, sem kom frá
leigukumböldunum á Blekinggatan
í Stokkhólmi og vildi verða leik-
kona til þess að flýja fátæktina.
Milljónir manna hafa dýrkað hana,
af því að hún sýndi okkur mynd af
þeirri ást, sem allir þrá, þeirri ást,
sem leysir okkur frá einveru og
einangrun.
Samt er hún aðeins sem skuggi
á hvífa tjaldinu. Fegursta andlit ver-
aldar er listaverk, málað af Gretu
Gustafsson, viðkvæmri listakonu,
sem alltaf hefur verið varnarlaus
gegn örvum heimsins. Við elskum
öll Garbo. En sú sem skapaði hana,
fann aldrei ástina. E N D I R .
HEIMSKI, GAMLI ASNl
Framhald af lils. 17.
í öryggisreipið og létum öldurnar
brotna á okkur, sjórinn var ókyrr.
Efeir hvert öldubrot var ég and-
stuttur, svo sagði ég við sjálfan
mig: „Eg verð svona loftlaus, af
því að ég er orðinn gamall." En hún,
hamingjusöm eins og hægt var,
hrópaði til mín: „Hvað er að Luigi?
Veiztu að ég hef aldrei haldið, að
þú værir svona mikill sportmaður."
„Af hverju ekki?" spurði ég, „hvaða
manntegund hélztu að ég væri?"
„Nú," sagði hún, „menn á þínum
aldri fara yfirleitt ekki á baðstaði,
það eru ungu mennirnir ..." I sama
bili brotnaði stór og freyðandi alda
á okkur: Eg kastaðist á lole, og til
að stöðva mig, þreif ég um hand-
legginn á henni, sívalan handlegg,
holdið unglegt og f jaðurmagnað. Eg
kallaði til hennar, með munninn
fullan af söltum sjó: „Ég er nógu
gamall til þess að geta verið faðir
þinn." Hún hló, þar sem hún stóð
mitt í freyðandi löðrinu. „Ekki fað-
ir," sagði hún, „við skulum segja
föðurbróðir." Við lukum baðinu,
þvílíkt uppnám, þvílík skömm, ég
gat ekki einu sinni talað. Mér leið
eins og ég hefði gildru uppi í mér,
sem hefði fallið og lokað sjálfri
sér, og ég myndi þurfa verkfæri til
þess að spenna hana upp á ný. lole
gekk á undan mér, baðfötin strekkt-
ust yfir barm hennar og mjaðmir,
við það að blotna höfðu þau skropp-
ið ennþá betur saman; svo henti
hún sér niður og velti sér í sandin-
um, líkami hennar var svo fjaður-
magnaður, að sandurinn talldi ekki
við hana, heldur datt aftur niður
í rökum flyksum.
Ég settist niður magnþrota og
sljór, ófær um að hreyfa mig eða
tala. Það er mögulegt, að lole, sem
hefur lélegri skynjun en nashyrn-
ingur hafi skynjað vanlíðan mína,
vegna þess að hún spurði allt í einu
hvort mér liði ekki vel. „Ég var að
hugsa um þig," svaraði ég. „Við
hvern okkar á stofunni fellur þér
bezt — Amato, Jósep eða mig?"
Eftir að hafa hugsað sig um nokkuð
lengi, svaraði hún hressilega: „Mér
fellur vel við ykkur alla." En ég
hélt áfram: „Amato er ungur, það
veit ég vel." „Já," svaraði hún,
„hann er ungur." „Ég held að hann
sé ástfanginn af þér," hélt ég áfram
eftir nokkra stund. „Er það?" svar-
aði hún, „því hafði ég ekki tekið
eftir." Hún virtist utan við sig, eins
og hún hefði áhyggjur af einhverju.
Að lokum sagði hún: „Luigi, ég er í
vandræðum, það kom saumspretta
á bolinn minn að aftan . . . Lánaðu
mér handklæðið; ég verð að klæða
mig." Satt að segja var ég ánægð-
ur yfir þessu óhappi. Ég rétti henni
handklæðið og hún vafði því utan
um sig og hljóp að búningsklefan-
um. Eftir hálftíma vorum við í lest-
inni, í tómum vagni. Ég hafði hneppt
skyrtunni upp í háls, og mér flaug
í hug, að þessu væri lokið, að
minnsta kosti hvað mig snerti, og
að ég væri gamall maður.
Þann dag sór ég, að ég skyldi
aldrei líta á lole framar, né nokkra
aðra konu; og ég hélt heitið. Mér
virtist hún vera dálítið hissa, og að
hún horfði stundum á mig með
óánægjusvip, en það getur vel ver-
ið ímyndun. Mánuður leið, og á
þeim tíma áttum við fjórum eða
fimm sinnum orðaskipti. A meðan
hafði hún gert Jósep að sérstökum
vini sínum. Hann kom fram við hana
eins og hann væri faðir hennar,
á velviljaðan og alvarlegan hátt,
án þess að sýnast gefa henni nokk-
uð undir fótinn. Ég var eldri en
nokkru sinni fyrr. Ég hélt áfram að
klippa hár, raka hökur og taka á
móti þjórfé, án þess að segja auka-
tekið orð. En dag einn um lokun-
artíma, þegar ég var að ná í frakk-
ann minn í litla geymsluherberginu
innaf stofunni, tilkynnti eigandinn
okkur vingjarnlega, „Ef þið eruð
ekki upptekin í kvöld, þá skulum
við koma út að borða . . . Ég býð
ykkur öllum . . . lole og Jósep hafa
opinberað trúlofun sína." Ég leit
fram í stofuna; lole brosti í horninu
sínu, við snyrtiborðið; hinum megin
við það stóð Jósep og brosti meðan
hann hreinsaði rakvél. Allt í einu
létti mér ósegjanlega. Jósep var
eldri en ég, Jósep var ófríður, og
samt hafði lole tekið Jósep fram
yfir Amato. Ég þaut i áttina til
Jóseps með útbreiddan faðminn,
hrópandi: „Til hamingju, ég óska
ykkur hjartanlega til hamingju." Svo
faðmaði ég lole og kyssti hana á
báðar kinnar. Af okkur þremur var
ég áreiðanlega sá sælasti.
Næsti dagur var sunnudagur, og
um kvöldið fékk ég mér göngu-
ferð. Og ég tók eftir því, að eftir
því sem leið á gönguna, var ég
byrjaður aftur á því að horfa á
kvenfólk, eins og ég hafði áður gert;
ég leit á þær eina ( einu, bæði í
bak og fyrir. ★
VEÐURHORFUR
NÆSTA SÓLARHRING
Framhald af bls. 11.
— Það er samt ekki svo óskiljan-
legt. Kortin sýna okkur nokkurn veg-
inn, hvaða veðurs er von upp að
landinu, og þá þurfum við aðeins
að komast að því, hvaða áhrif land-
ið sjálft hefur á það, og það ger-
mu við sumpart eftir þeim athug-
unum, sem gerðar eru á hinum
ýmsu veðurathugunarstöðvum lands-
ins, og sumpart með því að vita,
hvaða áhrif landslagið hefur. í út-
synningi svonefndum, suð-vestanátt
að vetrarlagi, er til dæmis éljagang-
ur um allt Suður- og Vesturland, en
bjart á Norðausturlandi, og veðra-
skilin eru þá um miðbik Norður-
lands og Austfirði. í norðaustanátt
er aftur léttskýjað um Suðurland
og Faxaflóa, skýjað og úrkomulaust
um Breiðafjörð, en rigning eða snjór
eftir hitastigi um Vestfirði, Norður-
land og norðanverða Austfirði. Eftir
þessum og þvílíkum reynslureglum
gerum við spána fyrir einstök héruð,
eftir að vindáttin er fundin í stór-
um dráttum.
Við skulum nú líta á kortið, sem
Gísli var að gera núna eftir athug-
unum klukkan 21. Þá er búið að
loka flestum símstöðvum, svo að
við höfum færri mælingar að fara
eftir, en til þess að gera spána,
sem verður lesin núna klukkan 22,
styðjumst við þá líka við kortið frá
klukkan 18. Hér sjáum við fljótlega,
að yfir hálendinu, og þar sem loft-
straumurinn leitar réttsælis utan um
hæðirnar, er við að búast hægum
austan andvara hér sunnanlands,
— sem sagt samskonar veðri og nú
er. Loftvog hefur lítillega lækkað
vestur af lægðinni, sem er hér suð-
vestan við landið, þannig að hún
fjarlægist heldur, ef nokkuð er, og
með henni rakinn, svo að það ætti
kannski að verða heldur hlýrra til
dæmis hér við Faxaflóa á morgun
en er í dag, og minni hætta á, að
regnleiðingarnar nái upp að land-
inu. Það væri þá einna helzt um
Suðveesturmiðin.
Klukkan var nú farin að halla
langt í tíu, og veðurspáin, sem
lesa átti í útvarpinu á þeim tíma,
þurfti að fara að fæðast. Gísli hafði
farið út klukkan 9 — 21 á máli
Veðurstofunnar — og gætt á mæl-
ana, sem standa úti fyrir Veður-