Vikan


Vikan - 17.09.1964, Blaðsíða 43

Vikan - 17.09.1964, Blaðsíða 43
Fimleikabúningar - Fimleikabuxur Ird Fótéhúsinu Fjölbreytt úrval Ijósmyndavara, svo sem hinar heimsþekktu ZEISS IKON myndavélar og sýninga- vélar fyrir litskuggamyndir. Kvik- mynadvélar og sýningavélar fró BELL & HOWELL. I myrkraherbergið: Stækkarar, þurrkarar, hnífar, bakkar, tank- ar, fengur o. m. fl. Ljósmyndapappir í öllum stærð- um, þykktum, gerSum og gróS- um fró hinu þekkfa merki LEON- AR. FRAMKÖLLUN - KOPIERING SkrifiS — hringiS. Sent i póstkröfu. fðtö 11 GARÐASTRÆTI 6 | nusid Sfmi 21556 Innoxa heimur fegurðar í einu orði. Innoxa VARALITUR í tuttugu tízkulitum. VEL SNYRT KONA NOTAR Innoxa út. Hann kveinkaði sér og var næst- um dottinn aftur, því hann var a!I- ur svo aumur og illa ó sig kominn, að það var engu líkara en hann hefði verið að drykkju í marga daga. Annað augað var lokað af bólgu, hann fann að munnurinn var fullur af blóði, og allur ang- oði hann af mognri brennivíns- stæk:u. Hann gat skiögrað að dyr- um hlöðunnar, s:m hann var stadd- ur í, en þær voru harðlæstar að utan. Hann barði í hurðina í þeirri von að einhver mundi heyra til sín, en só brótt að það var til- gangslaust. Svo fór hann cð leita að öðrum útgangi. Hann þreifaði fyrst í vösum sín- um í leit að eldspýtu til að Ivsa sér og sígarettum til að styrkia taugarnar, en vasar hans voru t 'm- ir, jafnvel peningaveski hans var horfið. Hann bölvaði hátt og hranaleqa eins og aðeins siómenn kunna til hlitnr, og lagði af stað meðfram hlöðuveggnum, þreifandi fyrir sér eftir öðrum útgangi eða veikum stað í veggrum, en fann brátt að um a-nan útqang var ekki að ræða. Þeaar hann kom aftur að dyrunum, réðist hann á þær aftur í hálfgerðu æði. lamdi þær og sparkaði þangað til hann hné niður af mæði og þreytu. í fiarska heyrði hann að bifreið var sett í gang, fólk kallað- ist glaðlega á kveðjuorðum, bíl- hurðum var skellt og svo heyrði hann þegar bíllinn lagði af stað eftir veginum. Billinn nálgaðist hlöðuna óðum og hann heyrði fjörlegan sönginn í farþegunum sem barst út um opna bílgluggana. Hann staulaðist á fæt- ur og hamaðist á hurðinni, meðan bíllinn rann framhjá rétt fyrir utan með vléargný og glaðlegum söng. Svo fjarlægðist hann aftur og hvarf um leið og Kári hneig niður snökt- andi og með kreppta hnefa. Líklega um klukkutíma síðar heyrði hann mannamál fyrir utan. Svo var gengið að dyrunum, hesp- an tekin frá og dyrunum hrundið upp. Kári leit upp þaðan sem hann lá, en sá fyrst ekkert fyrir birtunni, sem skein í augu hans. Svo greindi hann að þarna voru tveir menn á ferð — einkennisklæddir. Það voru lögregluþjónarnir, sem höfðu verið fengnir til að vera í plássinu um kvöldið vegna dansleiksins. ,,Jæja, kunningi, ertu nú búinn að sofa þetta úr þér?" spurði annar þeirra vingjarnlega um leið og þeir gengu til hans. ,,Hvað er klukkan?" stundi Kári upp. „Klukkan er að verða níu og kominn nýr dagur. Þú verður víst að koma með okkur til sýslumanns- ins út af þessum látum í þér í gær- kvöldi". „Látum . . . hvaða látum?" „Nú, þú hefur verið svona langt leiddur. Þú manst bara ekkert. . . ha?" „Man? Jú, ég man allt, og gleymi því aldrei. Látið þið mig bara ná í helvítis manninn . . . eru sjálfboða- liðarnir farnir?" „Já, þeir fóru fyrir klukkutíma síðan, eða svo". „Fanney . . . fór hún líka?" „Fanney? Er það kærastan þín fyrrverandi, eða hvað? Já, hún fór með Ungverjanum, sem þú réðist á í gærkvöldi". „Réðist á? Ég? Hvaða kjánalæti eru þetta eiginlega . . . þið verðið að stoppa hann af . . . hann má ekki sleppa!" Kári æpti upp síðustu orðin og hljóp í hendingskasti til dyranna, en fyrr en varði lá hann kylliflatur í heyinu. Annar lögregluþjónanna hafði aðeins hreyft sig örlítið — með báðar hendur I vösum, og brugðið fyrir hann fæti. „Svona kunningi. Hættu nú þess- um bölvuðum látum, og komdu með okkur með góðu til sýslumanns- ins. Þetta er alveg tilgangslaust, og þú hefir ekkert nema illt af þvi". „Hverslags djöfuls óþokkar eruð þið eiginlega?" hrópaði Kári og lamdi báðum höndum vonleysis- lega í heyið. „Skiljið þið ekki að kvikindið má ekki sleppa — og ég verð að bjarga Fanney úr klónum á honum! Fanney . . . Fanney . . ." Síð- ustu orðin köfnuðu í hálfgerðum ekka. „Þú hefur ekkert við hana að tala meira, kunningi. Hún fór af fúsum vilja með manninum, eftir að hún sá hvernig þú réðist á hann í kirkjunni í gærkvöldi. Ég er líka hræddur um að þú eigir eftir að finna fyrir því hjá sýslumanninum, hvernig þú hagaðir þér". „Hagaði ég mér? Ertu vitlaus, maður! Það var Ungverjakvikindið, sem réðist á mig. Þeir voru tveir saman, — og bundu mig í þokka- bót!" „Hættu þessu kjaftæði. Var það ekki nóg fyrir þig að narra bækl- aðan útlending inn í sjálfan helgi- dóminn í kirkjunni, þó þú reynir ekki að Ijúga þig út úr því i þokka- bót? Það var raunar einasta bótin fyrir ykkur báða, hvað þú varst útúrdrukkinn, svo hann hafði í fullu tré við þig". „Ég skal drepa helvítið, ef ég næ í hann", hrópaði Kári æðis- lega. „Þér tekst það ekki héðan af, vinur. Þú gerðir heiðarlega tilraun til þess í gærkvöldi". „Það . . . það . . . Hvert í heitasta! Þið hljótið þó að hafa séð að það sá ekki á ræflinum?" „Nei, það heitir ekki! Hann var með glóðarauga, tréfóturinn brot- inn og'hann allur blóðugur, svo við urðum að fara með hann til læknis- ins um leið og við drösluðum þér hingað. Sem betur fer var hann ekki alvarlega meiddur — ekki eins og búast hefði mátt við eftir þig, fullhraustan sjóara og æfðan slags- málahund. Þú ert líklega ekki eins mikill jaki og þú vilt vera láta, þokkapilturinn. Svona — komdu nú með góðu — eða við verðum að binda þig". Kári starði alveg furðu lostinn VIKAN 38. tlil. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.