Vikan


Vikan - 17.09.1964, Blaðsíða 50

Vikan - 17.09.1964, Blaðsíða 50
Hún réði ekki við óttatilfinninguna, sem laumaðist eins og köld marg- fætla niður eftir hrygglengjunni á henni. Var Vardes að setja nýja gildru fyrir hana? Hún trúði honum til alls. Samt var að þessu sinni einhver nýr tónn í rödd hans. Allt í einu varð hún skelfingu lostin, vegna þess sem hann hafði sagt varðandi Florimond. 1 svip sá hún litla fallega drenginn, í rauðu skikkjunni sinni, með silfurhringluna i hönd- inni. Hvað yrði um hann ef hún hyrfi? Unga konan hætti að spila og stakk gullpeningunum í pyngjuna sína. Hún hafði fimmtán hundruð Uvres. Hún tók upp yfirhöfnina sína, sem hún hafði lagt á stól, hneigði sig fyrir Henríettu prinsessu, sem svar- aði henni með því að kinka kolli. Hikandi yfirgaf hún herbergið, þessa vistarveru ljóss og yls. Kaldur dragsúgurinn skellti hurðinni á eftir henni. Næðingurinn lék um kert- islogana, sem titruðu eins og í æðisgenginni skelfingu. Ljós og skuggar skiptust á. Svo varð ?illt rótt á ný, eftir að dyrunum hafði verið lokað sinni frá morðárás í göngum Louvre, að hún gæti sloppið öðru sinni. Að sjálfsögðu hafði Grande Mademoiselle ekki vitað, hvaða hættu hún stefndi Angelique i, með því að biðja hana að koma til Louvre. Ange- lique var viss um, að kóngurinn sjálfur hefði engan grun um hvað fór fram í hans eigin höll. En dulin návist Fouquet réði í Louvre. Skjálf- andi af ótta við að Angelique ljóstraði upp um leyndarmál hans, hafði skattstjórinn snúið Philippe d’Orléans, — Petit Monsieur — móti henni. Handtaka de Peyrac greifa var sviðsett, og það var aðeins eftir að láta Angelique de Peyrac de Morens hverfa. Hinir dauðu segja ekki frá. Hún lét augun hvarfla um herbergið í leit að einhverri undankomu- leið, sem ekki vekti of mikla athygli. Allt í einu glennti hún upp augun af skelfingu. Tjaldið beint fyrir framan hana hafði hreyfzt. Hún heyrði ískra í læsingu. Leynidyr i veggnum opnuðust mjög hægt og í Ijós komu menn- irnir þrír, sem höfðu veitt henni eftirför. Eff svo, þá er lausnín hér Framleiðum hina þekktu „1001“ skápa í þrem stærSum, 16, 24 og 32 skúffu. { Eigið þér I erfiðleikum með hirzlu undir skrúfur og annað smádót? VINNUHEIMILIÐ AÐ REYKJALUNDI ASalskrifstofa Reykjalundi, simi um Brúarland. Skrifstofa í Rvík, Breðaborgarstfg 9, sfmi 22150 og í löngum þögulum ganginum sást ekkert líf. Angelique spurði svissneskan varðmann, sem stóð utan við dyr Henri- ettu prinsessu, til vegar, og lagði svo af stað. Hún gekk hratt og vafði yfirhöfninni þétt að sér. Hún reyndi af fremsta megni að vera ekki hrædd, en hvert horn og hver kimi virtist dylja grunsamlegar verur. Hún nálgaðist beygju á ganginum og hægði á sér. ösegjanleg og óskilj- anleg hræðsla lamaði hana. — Þarna eru þeir, sagði hún við sjálfa sig. Hún sá engan, en skuggi lá yfir gólfið. Að þessu sinni gat ekki leikið nokkur vafi: Þarna lá einhver í leyni.... Angelique nam staðar. Eitthvað hreyfðist uppi við vegginn og likami, vafinn í dökka skikkju, með hattinn niður fyrir augu, kom fram og gekk í veg fyrir hana. Hún beit á vörina til að bæla niður óp, svo snerist hún á hæli og fór aftur sömu leið og hún kom. Hún leit i svip um öxl. Þeir voru þrír og þeir voru að elta hana. Unga konan herti á sér. En mennirnir þrír drógu á hana. Hún tók að hlaupa. Hún þurfti ekki að líta við til að vita, að þeir hlupu á eftir henni. Hún heyrði fótatak þeirra. Þeir hlupu á tánum. Þetta var hljóðlátur og óraunverulegur eltingarleikur; martröð, gegnum þögulan mikilleik hallarinnar. Allt í einu tók Angelique eftir hálfopnum dyrum til hægri. Hún hafði einmitt farið fyrir horn í ganginum. Ofsækjendur hennar sáust ekki i bili. Hún þaut inn i herbergið, lokaði á eftir sér dyrunum og rak slag- brandinn fyrir. Hún hallaði sér upp að dyrakarminum, fremur dauð en lifandi og heyrði hratt fótatak mannanna og öran andardrátt þeirra, er þeir hlupu framhjá. Svo varð allt hljótt aftur. Yfirkomin af tilfinn- ingum sínum gekk Angelique inn i herbergið og hallaði sér upp að rúm- stöplinum. Það var enginn í herberginu, en áreiðanlega -myndi ekki líða á löngu áður en einhver kæmi. Það var búið að búa um rúmið. Eldur logaði í arninum og varpaði birtu um herbergið, ásamt litlum olíulampa á náttborðinu. Angelique studdi hendinni á hjartastað og reyndi að róa hjartslátt sinn og kasta mæðinni. —. Ég verð að komast héðan burt, sagði hún við sjálfa sig. Hún hafði verið nógu fífldjörf til að álíta, eftib að hafa sloppið einu Hún þekkti undir eins þann, sem fyrstur kom: Monsieur, bróður konungsins. Hann fór hægt og rólega úr dularklæðunum og lagði þau frá sér. Hann leit ekki af henni á meðan og um varir hans lék kuldalegt bros. — Ljómandi! sagði hann með hvellri stúlkurödd sinni. — Dúfan hefur gengið i gildruna. En sá eltingarleikur! Þér eruð svo sannarlega tindil- fætt, Madame. Angelique reyndi að hrista af sér skelfinguna og hneigði sig fyrir Petit Monsieur, þótt henni fyndist hún vart geta staðið í fæturna. —• Svo það voruð þér, Monsieur, sem hrædduð mig svona? Ég hélt, að þetta væru einhverjir ræningjar eða vasaþjófar frá Pont-Neuf, sem hefðu komizt í höllina til að fremja ódæði sín. — Og ég hef svo sem haft tækifæri til að vera í sömu erindum í Pont-Neuf að nóttu til, sagði Petit Monsieur gráglettnislega. — Og það þarf enginn að kenna mér, hvernig á að hnupla úr vösum eða gegnum- reka lítilsverðan borgara. Er það ekki rétt vinur minn? Hann sneri sér að einum félaga sinna. Sá ýtti hattinum frá enninu og í Ijós kom að þetta var Chevalier de Lorraine, án þess að svara, steig þessi elskhugi Petit Monsieur fram og dró blikandi sverð sitt úr slíðrum. Angelique horfði með athygli á þriðja manninn, sem hélt sig í skugg- anum. — Clément Tonnel, sagði hún að lokum. — Hvað eruð þér að gera hér, vinur minn? Maðurinn hneigði sig mjög djúpt. — Ég er í þjónustu Monsieur, svaraði hann. Svo bætti hann við eins og af gömlum vana: Ég vona að Madame fyrirgefi mér. — Sva sannarlega skal ég fyrirgefa yður, sagði Angelique og var í sama bili gripin móðursýkislegri löngun til að hlæja. — En hvers vegna eruð þér með skammbyssu í hendinni? Brytinn fyrrverandi leit hálf ruglaður á vopn sitt. Svo kom hann nær rúminu sem Angelique hallaðist upp að. Philippe d’Orélans opnaði skúffu í náttborðinu, og úr henni tók hann glas, hálft af dökkum vökva. — Madame, sagði hann hátíðlega. — Þér eigið að deyja. ÖU réttindi áskilin — Overa Mundi, París. Frti í næsta blaöi. gQ _ VIKAN 38. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.