Vikan


Vikan - 17.09.1964, Blaðsíða 26

Vikan - 17.09.1964, Blaðsíða 26
— 22833? — Já. — Er hægt að fá aS tala viS konsertmeistarann? — Fer eftir því hver það er. — BlaSamaður Vikunnar. — Er hann skemmtilegur? — Nei, en hann langar til þess að lita til þín og rekja úr þér garnirnar. — Furðulegt hvað fátt er um skemmtilega menn í bænum á sumrin. — Vilja konsertmeistarar hara tala við skemtilega menn? — Já, helzt. — Má ég þá ekki koma? — Jú, ætli það ekki. Það verð- ur víst ekki á betra kosið i bili. En eitt skilyrði set ég. — Nú? — Þú verður að koma aleinn og ljósmyndaralaus með öllu. — Sjálfsagt. Símtalinu var lokið, blaða- maðurinn kallaði á Ijósmyndar- ann, og þeir lögðu af stað með hálfum huga til hins kumpán- lega konsertmeistara. Við erum á leiðinni til Einars Grétars Sveinbjörnssonar, fiðlu- leikara, Eskihlíð 22A liér í bæ. — Það varð að ráðast hvernig viðbrögðin yrðu, þegar ljós- myndarinn birtist. Að vísu höld- um við leikmennirnir, að lista- menn séu meiri tilfinningaverur en annað fólk og því hættara við geðvonskuköstum en öðrum, svo að það varð að teljast óvar- legt að ganga gjörsamlega á hak orða sinna — en við vorum alla- vega tveir á móti einum! Einar stóð úti á svölum og veifaði, þegar við gengum í garð. Við sáum að öllu var ó- hætt, og óttinn rauk út í veður og vind. Myndasmiðurinn lýkur sinu verki í snatri, tekur liatt sinn og kveður. Við Einar setj- uinst. Ég tek upp blokk og blý- ant og set mig í árásarstellingar, en áður en ég veit af er Einar farinn að spyrja mig i þaula: Hvernig er að vera blaðamaður? Hefurðu áhuga á tónlist? En nútímatónlist? Hvað hefurðu annars gert um ævina? Er blaða- mennskan skemmtilegt starf? Sitjiði yfirleitt ekki alltof lengi yfir fólki? Hvað ætlarðu að gera þegar þú er orðinn stór? Eftiv hálftíma tekst mér að snúa vörn upp í sókn, þegar smáhlé varð á spurningaregninu: Eigum við ekki heldur að tala um þig svolitla stund? — Jú það er eflaust skemmti- legra. (Ef þú endilega villt). — Hvernig stendur á því, að þú kannt á fiðlu? — Kannske hæfileikar eða mistök, en svo lief ég líka lært svolítið. — Hvernig hljóðar námsferill- pn — VIKAN 38. tbl. inn i stuttu máli? — Heldurðu að hægt sé að segja frá fjórtán ára námi i stuttu máli? — Reyndu. — Nú, ég byrjaði i Tónlistar- skólanum sjö ára gamall. Eftir fyrsta árið var komið að þvi, að ég skyldi velja mér hljóðfæri. í útvarpinu liafði. ég heyrt í hljóðfæri, sem mér þótti gefa frá sér undurfögur hljóð. Ein- hver sagði mér að þetta væri fiðla. Ég ókvað að læra á fiðlu. Seinna kom það í ljós, að ég hafði hrifizt af hörputónum í útvarpinu, svo að þú sérð, að þetta með fiðluna var eiginlega mistök! Ég var svo nær óslitið í læri hjá öðlingnum Birni Ólafs- syni til átján ára aldurs. Ljóm- andi maður og frábær kennari, Björn. Eftir hurtfararpróf í Tón- listarskólanum, fór ég til fram- haldsnáms í Bandaríkjunum. Þar var ég í fjögur ár við Curtis Institute í Fíladelfíu og kom svo heim aftur 1959. — Útlærður? -— Nei, biddu fyrir þér. Þótt ég væri alla ævi, yrði ég aldrei útlærður, enda ætti það hugtak eiginlega ekki að vera til i list- námi — ekki satt? — Lærir svo lengi sem lifir —- eða hvað? -— Þannig ætti það að vera. —- Hvað hefur reynslan kennt þér eftir að þú lcomst heim og fórst að spila með sinfóniuhljóm- sveitinni liér? — Að sitja í hljómsveit og verða fyrir vonbrigðum. — Með hvað? — Að þurfa að horfast i augu við þá staðreynd, að hljómsveit- in hér er enn ekki búin að slíta harnsskónum. í rauninni er hún enn í nokkurskonar millibilsá- standi, er ekki áhugamanna- hljómsveit, en getur varla heldur talist atvinnumanna- eða prof- essional-hljómsveit —• skelfing er annars „atvinnumannahljóm- sveit“ leiðinlegt orð. Á meðan slikt óstand ríkir, er ekki hægt að vænta árnngurs á borð við það, sem bezt gerist erlendis. Að vísu er ekkert því til fyrir- stöðu, að áhugamaðurinn í fag- inu sé bráðmúsíkalskur og spili ljómandi vel, og dæmin um slíkt eru mörg. Hitt getur lika komið fyrir, að geta einstaklinganna sé svo mismunandi, að samræmi fáist ckki milli hljóðfæranna. Því miður verður afleiðingin oft sú, að slakað er á hæfnis- kröfunum, annað hvort af illri nauðsyn eða bara gömlum vana. Svo lijakkar allt í sama farinu ár eftir ár. ■—• Er hægt að gera meiri kröf- ur til okkar fólks? Nú hlýtur hver maður að gera silt bezta. — Já, eflaust; cn við erum háð því að fá útlendinga hingað, svo við þurfum að reyna að fá það bezta, því nóg er af úrvals- fólki sem er hægt að fá. — En á þetta ekki að vera ís- lenzk hljómsveit? — Jú, að vísu. En ég sé ekkert á móti því að leitað sé út fyrir landsteinana til að fylla þau skörð, sem við erum ekki enn færir um að fylla sjálfir. Hingað kom fyrir tveimur árum ensk stúlka. Hún er flautuleikari í hljómsveitinni og hefur jafn- framt kennt við Tónlistarskól- HEIMSÆKIR EINAR SVEMRIÖRNSSON ann. Nú hefur hrugðið svo við, að flautudeildin hefur tekið stórt stökk fram á við, og allt útlit er fyrir, að við munum innan skamms eiga úrval ágætra flautu- leikara. Svona á það að vera. Með þessu móti verðum við sjálf- um okkur nógir. Það þarf enginn að segja mér annað en að efni- viðurinn sé til hér eins og ann- ars staðar. Á þennan hátt má með tíman- um gera inntökuskilyrðin í hljómsveitina hér ströng, þannig að þau samrýmist fyllstu kröf- um. Þá lætur árangurinn áreið- anlega ekki á sér standa. Hvað viðkemur niðurröðun í hljóm- sveitinni ætti að byggja á úrslit- um samkeppnisprófa. Annars staðar þykir það sjálfsagt, en íslendingar virðast þjást af sam- keppnishræðslu. Ef til vill sprett- ur liún af þvi, að hér þekkja allir alla. Þetta er mjög skaðlegt fyrir hljómsveitina. — En hvað um aðbúnaðinn að hljómsveitinni? — Iíannske er maður bara ó- forbetranlegur nöldrunarseggur, sem gerir úlfalda úr mýflugu. Samt held ég, að ekki sé ofsagt, að ýmislegt mætti þar að skað- lausu betur fara. Það fer til dæm- is hroðalega í taugarnar á mér að spila í „kulda og trekki“ á sviðinu i Háskólabiói svo ekki sé talað um algjöra nauðsyn þess að hljóðfærin hafi nokkurnveginn rétt liitastig,, því annars virka þau alls ekki eðlilega. en ef til vill er það bara óþarfa við- kvæmni i mér. Svo bráðvantar þar Green-room. — Green-room? — Afdrep fyrir einleikara á konsertstað. Orðið hefur ekki verið þýtt á íslenzliu, enda ó- þarfi, þar sem ekkert slíkt her- bergi er til hér. Það er hverjum einleikara eða einsöngvara nauð- synlegt að geta verið i friði, slappað af, hitað upp hljóðfæri Framhald á bls. 34. FIÐLULEIKflRK Faðir og sonur — lesa báðir sömu nót- urnar. Viðtal: Jakob Möller Myndir: Pétur Ö. Þorsteinsson Faðir og sonur — leika báðir á sömu fiðluna.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.