Vikan


Vikan - 17.09.1964, Blaðsíða 23

Vikan - 17.09.1964, Blaðsíða 23
essunnar Walewsku ó Napoleon. Þarð konan allt- af að sætta sig við óhamingju í óstum? Var ekki til einhver von? Þegar Garbo kynntist Stokowski, vildi hún allt í einu mótmæla þessum óham- ingjusömu óstum, sem hún sýndi í myndunum, og vildi losna úr þeirri einveru, sem hún hafði óður kosið sér. Þegar seinni kona Stokowski (en þau óttu þrjú börn saman) fór fram ó skiln- að, hélt fólk, að eitthvað yrði úr sambandi þeirra Gretu og Stokowski. Þegar Greta fór til Stokk- hólms til þess að halda jólin hótíðleg, veifaði Stokowski til hennar af bryggjunni. í febrúar hittust þau aftur ! Ravello ó Italíu, þar sem Stokowski hafði leigt gamla höll með dósamlegu útsýni yfir Miðjarðarhafið. „Villa Cimbrone" hét höllin, og nafnið ótti brótt eftir að verða þekkt af hverju mannsbarni, sem á annað borð las dagblöðin. Fletti maður dagblöðum frá því snemma vors 1938 kemur margt undarlegt í Ijós. Hvert smá- atriði úr daglegu lífi Garbo og Stokowski er dregið fram í dagsljósið. Þetta fræga par í Villa Cimbrone er vagtað dag og nótt. Þegar þeim tókst að komast framhjá fréttamönnum á leið sinni til að heimsækja hinn fræga lækni Axel Munthe á Capri, mátti lesa margar athuga- semdir í blöðunum. Þá var farið að rifja upp smáatriðin. Garbo hafði t.d. aðeins haft eina slitna ferðatösku meðferðis, þegar hún kom til Stokowski. Þjónarnir höfðu rekið upp stór augu, þegar þeir tóku dótið upp: ein náttföt, og nokkr- ar krukkur af sultu. Þessar krukkur áttu eftir að vekja mikið umtal, þegar lítið var frétt- næmt á öðrum sviðum. Hún hellti dálitlu af sultu yfir kornmatinn sinn á morgnana og síð- an kaffi yfir allt saman. Annars borðaði hún mest hrátt grænmeti, og Stokowski tók með ánægju þátt í þessu einfalda matarræði. Þau lágu saman í sólbaði og stunduðu ákaft leikfimis- æfingar undir vernd tveggja lögregluþjóna og þriggja hunda. Kvöldin enduðu með því, að Garbo fór að hátta og hafði með sér flösku af olivenolíu og ker með salti. Enginn vissi hvers vegna, og morguninn eftir var olían og saltið horfið. Matarræðið og leikfimin var í sjálfu sér skilj- anleg, því að bæði Garbo og Stokowski þurftu að hugsa vel um líkama sinn, þar sem þau þurftu að sýna sig fyrir fjölda áhorfenda. En eftir fréttum frá Villa Cimbrotie að dæma, virð- ist fólk hafa álitið að Garbo stundaði einhverj- ar leyndardómsfullar æfingar. Eftir að hafa reynt að komast að hinu sanna i næstum heilan mánuð og loks gefizt upp, náðu blaðamennirnir fundi Garbo með því skilyrði, að þeir hættu að sitja um hana. í bók sinni um Garbo, hefur blaðamaðurinn John Bainbridge sagt, að Stokowski hafi tekið á móti gestunum, siðan hafi hann farið sem fljót- ast þegar Garbo kom inn í salinn, náföl og hörkuleg í framan, með engan farða á andlitinu og án þess að henni stykki bros. — Hvað er það eiginlega, sem þið viljið? spurði hún þreytu- lega. Þeir vildu vita, hvort hún væri gift Stok- owski eða hvort þau mundu gifta sig bráðlega. Garbo hristi höfuðið, siðan horfði hún lengi á hendur sínar og sagði svo um leið og það vottaði fyrir örlitlu brosi á vörum hennar: — Það er til fólk, sem giftir sig, og svo eru aðrir, sem aldrei gifta sig. Ég er ein af síðar nefndu tegundinni. Hún þagnaði og leit út um glugg- ann yfir Amalfiflóann. — Ég á ekki marga vini, og ég hef ekki ferðazt víða. Vinur minn bauð mér að sýna mér einhverja þá fegurstu staði sem til eru, og ég tók því. Ég var svo heimsk að halda, að mér tækist að ferðast án þess að mér væri veitt eftirför. Hversvegna fæ ég ekki að vera í friði? Það er illa gert að þröngva sér inn á fólk, sem helzt vill fá að vera í friði. Það getur eyðilagt allt. . . Blaðamennirnir yfirgáfu Ravello, en Ijósmynd- ararnir urðu eftir. Garbo og Stokowski flúðu til Sviþjóðar og dvöldu um sumarið á herragarði hennar, Harby, rétt við Knesta hjá vatninu Siljan Þar lifðu þau einangruð og vakti það mikið umtal og út af því spunnust margar kjánalegar sögur. Öllum til undrunar fór Stokowski einn aftur til Ameríku í júlí. Garbo varð eftir nokk- urn tíma í Svíþjóð, og þegar hún kom aftur til Hollywood, var ferðasaga hennar eitthvað á þessa leið: — Enginn getur verið frjáls og glaður, fái hann engan frið . . . heldur ekki öðru vísi en að vera einn. Eftir þetta var Stokowski aldrei nefndur, þegar Garbo var viðstödd. Hún hafði öðlazt nýtt áhuga- mál. Vinir hennar undruðust gott skap hennar, en það kom til af því, að hún hafði fengið hlutverk í „Ninotchka". I mörg ár hafði Gretu langað til að leika f gamanmynd, en kvik- myndafélag hennar vildi ekki hætta á það. En „Maria Walewska" hafði ekki fengið sér- lega góðar viðtökur, svo að það var álitið, að Garbo ætti ekki, fyrst um sinn, að leika í fleiri myndum um óhamingjusama ást. Ernst Lubitsch, gamli snillingurinn við gamanmynd- ir, lofaði að sjá um Garbo, og þannig varð þessi gamanleikur að háði um kommúnism- ann í höndum Lubitsch. í myndinni er hún send vestur fyrir járntjaldið til þess að gæta nokkurra ringlaðra rússneskra sendimanna. En sjálf fellur hún fyrir freistinguum kapital- ismans, þegar hún mátar í fyrsta sinn hatt, eftir að hafa lifað innilokuð í langan tíma á hótelherberginu sínu. Altekin eftirvæntingu gengur hún að skáp og tekur fram forboð- inn hattinn. Þá gráta áhorfendur af gleði með Ninotchku litlu. Garbo var gjörbreitt manneskja meðan á töku myndarinnar stóð. Ernst Lubitsch var skemmtilegur maður, stöðugt með vindil í munninum. Hann bauð hana velkomna til vinnunar á hverjum morgni, og þegar klukk- an var fimm, óskaði hann henni góðrar skemmtunar um kvöldið. Þetta var óþekkt í Hollywood, og áhrifin á Gretu voru undra- verð. Þetta var eins og smyrsl á veikar taug- ar hennnar. — Hún er einhver mest inni- lokaða manneeskja, sem ég hef hitt, sagði Lubitsch — en takist manni að kynnast henni nánar, er hún glöð og vingjarnleg og þá er hún dásamleg. Þessi nýja Garbo yfirgaf nú einmanalegt hús sitt í Santa Monica, skyndilega hafði hún ekki lengur þörf fyrir að einangra sig. í gegn- um vinkonur sínar kynntist hún náttúrulækn- inum Gaylord Hauser, og brátt varð hann fastur fylgisveinn hennar. Mr. Hauser er um- deildur maður, en leiðbeiningar hans um matarræði og heilsugæzlu eiga marga lesend- ur. Hann vill að fólk samlagist sem mest náttúrunni, og þegar hann hitti Garbo var hann laglegur og glæsilegur maður. Hann var dökkur á brún og brá, hress og sterkur °g virtist alltaf vera nýstaðinn upp úr hress- andi svefni. Rétt fyrir frumsýninguna á „Ninotchka" sögðu dagblöðin frá því, að hann hefði gefið henni demantshring. Hún bar hann á réttum fingri. Eftir frumsýninguna fór Garbo til New York með Gaylord Hauser til að hvíla sig. Þau fóru á alla þá staði, sem frægt fólk venur komur sínar á, og þegar þau svo fóru til Palm Beach i Florida, voru allir vissir Franihald á bls. 29. Þessi mynd ríður mér að fullu sem leikkonu, sagði Greta Garbo örvilnuð, þegar verið var að taka myndina „Léttúðugi tvíburinn". Það kom í Ijós, að hún hafði rétt fyrir sér. Þegar Greta Garbo hætti að leika var hún aðeins 36. ára gömul.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.