Vikan


Vikan - 17.09.1964, Blaðsíða 17

Vikan - 17.09.1964, Blaðsíða 17
það veit ég, en ég er ekki svo gamall, að ég geti ekki staðið í hálftíma eða svo." Ég hálfvon- aði, að hún myndi svara: „Luigi . . . ! Þú — gamall . . . ? Hvað áttu eiginlega við?" En í stað þess svaraði þessi dauflega mannvera engu,- svo ég var sann- færður um, að ég hefði sagt sannleikann. I | í Ostia var hún á undan mér að fara í baðfötin, þau voru þröng nærri því um of, líkam- inn var hvítur, ferskur og þéttur, svo æskulegur, að ég reiddist. Ég snerist á hæli og fór inn í baðskýlið, og það fyrsta sem ég gerði var að gægjast í spegil- brotið, sem hékk á veggnum. Ég var raunverulega orðinn gamall. Hvernig í veröldinni hafði það farið fram hjá mér? í einni svipan sá ég augu, sem voru daufleg og umkringd hrukkum, grásprengt hár, húð, sem hékk niður á kjömmunum, og gular tennur. Skyrtan mín, opin í hálsinn, var svo unglings- leg, að ég skammaðist mín. Hún sýndi hálsinn á mér, með tusku- legu skinninu, sem hékk niður yfir barkann. Ég klæddi mig úr. Þegar ég beygði mig niður, til þess að fara í skýluna, lyftist vömbin á mér og datt svo niður aftur, eins og sprunginn poki. „Heimski, gamli asni", endurtók ég fokreiður, með sjálfum mér. Það sem ég sá endurspeglast kom mér svo sannarlega á óvart. Fyr- ir einni klukkustund hafði mér fundizt ég vera nógu ungur, til þess að vera stimamjúkur við lole. Núna, og það var þessum þrem orðum að þakka, sá ég, að ég gat hæglega verið faðir hennar. Og ég skammaðist mín fyrir að hafa glápt svona mikið á hana á stofunni, og fyrir að hafa boðið henni út. Hvað skyldi hún eiginlega hugsa um mig, það þætti mér gaman að vita; eins og hvað fannst henni ég vera? Seinna fékk ég að vita, hvað hún hugsaði. Við héldum fast Framhald á bls. 30. vikan 38. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.