Vikan - 17.09.1964, Blaðsíða 34
Poittevin, svo að þegar þær gift-
ust, gaf gamli Monsieur le Poitte-
vin henni myndarlegan heiman-
mund, ágætan búgarð. Og örlög-
unum þóknaðist að haga því
þannig til, að við Guy de Mau-
passant fæddumst sama daginn.
Þess ber að geta, að Madame
Cavalier var stór og hraust eins
og dráttarhryssa, en Madame de
Maupassant mjög veikbyggð.
Og þó — þetta ætti að vera
TÍZKULITIR
VARALITI R
NAG LALÖK K
MAK E- U P
AVOn
Einkaumboð:
J. P. Guðjónsson h.f.
Skúlagötu 26-Box 1189 - Simi 11740
eitthvað fyrir Darwin! — var
Guy litli hraustlegur og rjóður
eins og epli, en afkvæmi Cavali-
ers mesta veimiltíta, eða svo seg-
ir sagan. Og það var síður en
svo að skapi hins ágæta nor-
mannska bónda. Hann var vanur
að scgja: „Hver er tilgangurinn
með þessu? Við eigum ágætis
jörð, og á næstu tuttugu árum
ættum við einnig að geta krækt
í spilduna hennar Madame Pic-
hegrues, ef við höfum vit fyrir
okkur. En hver á að vinna á
jörðinni? Þú hefur mig ekki að
fífli. Krakkinn okkar verður
aldrei nothæfur í bónda.“
Mamma var þá vís til að hreyta
í hann: „Hvað vill maðurinn?
Elskan okkar litla kemur til.
Láttu hann vera.“
„Ó, æ, hann kemur ekki til
með annað en að fylla út eyðu-
bíöð á póststofu. Hann verður
skraddari, eða skóari."
„Er maðurinn vitlaus?" æpti
mamma þá. „Það er eins og bless-
uð börnin séu fiskar — hentu
þessum, hann er of lítill!"
Pabbi muldraði þá niður í
bringu sér: „Ekki getur það ver-
ið fæðunni að kenna, þar eð þú
hefur þá báða á brjósti."
„Cavalier, þegiðu, þú þreytir
mig!“
En pabbi, sem fengði hafði
flókna, undirfurðulega hugmynd
inn í sinn harða Normannahaus,
gat ómögulega komið henni út
þaðan aftur. Svo var það dag
einn, að Madame de Maupassant
lá í rúminu með hálsbólgu, sem
hún var hrædd um að Guy henn-
ar litli og dýrmæti gæti fengið
og heimsótti hann því ekki; ann-
ars sleppti hún honum varla úr
augsýn. Þá sagði pabbi: „Líttu
nú á. Bara til gamans. Maupass-
anthvolpurinn er dúðaður í heil
auðævi af silki og satíni, en sá
litli okkar er aðeins í ullarskyrtu
og prjónasokkum. Nú skaltu —•
bara til gamans — klæða de
Maupassant litla í fötin hans son-
ar okkar, en punta Cavalier yngri
með allri dýrðinni utan af hin-
um.“
Mamma sagði: „Þú ert fullur."
En hann gafst ekki upp og hafði
sitt fram að lokum. Hann var
vanur því, gamli múlasninn sá
arna! Mamma klæddi Guy í mín
föt, hrein en óbrotin að allri
gerð, en færði mig í skrautklæði
Guys. Og sem hún stendur og
dáist að umskiptunum, veit hún
ekki fyrr en Laura de Maup-
assant læðist á tánum inn í barna-
herbergið og tekur mig upp, kyss-
ir mig allan utan, vatnar mús-
um og kjökrar: „Ó, elsku litli
Guy minn, ó, elsku litli Guy
minn! Hefur hann saknað
mömmu ósköp mikið? Voða er
hann fölur, o.s.frv. o.s.frv.
Þetta kom mömmu Cavalier í
vandræði, því hún var sem eldri
systir Lauru de Maupassant, og
þessi óhaminjgusama, nærsýna og
móðursjúka kona var í mjög
slæmu ásigkomulagi, hvað taug-
arnar snerti. Svo að hún — grip-
in hræðilegu úrræðaleysi — hafð-
izt ekkert að.
Svo tók hún mig að sér án
þess að segja orð. Cavalier
klappaði henni á bakið og sagði:
„Svona góða mín. Gráttu ekki.
Unginn þinn er ekki skapaður
til erfiðisvinnu; þau veita honum
uppeldi, sem honum hentar. En
það verður bóndi úr þessum
hérna!“ Og þar með basta. Hins
vegar missti Maupassantsfólkið
alla sína peninga og strákurinn,
sem haldinn var vera Guy, gerð-
ist skriffinnur. Alveg þróttlaus.
Dó ungur. Og hvernig finnst yður
sagan, herra minn?“
Jean de Luxe leit á hann með
miklum furðusvip og fékk honum
gullnaflajóninn. „Hvar í fjand-
anum lastu þetta?“ spurði hann.
„Fyrst var það búgarðurinn,
svo herinn, og svo framvegis. Ég
hef aldrei haft tíma til að læra
að lesa og skrifa."
„Og Cavalier?“ spurði Jean de
Luxe.
„Ó, hann villtist í Súezskurð-
inum og missti skyrtuna."
„Fáðu þér annan vindil," sagði
Jean de Luxe og hló. „Sagan þín
er góð.“
Garðvörðurinn virtist hissa.
Hann sagði: „Og hvers vegna
skyldi ég ekki segja góðar sögur,
herra minn? Þegar allt kemur
til alls, þá er ég Guy de Maupass-
ant!“ Og hann sneri upp á asna-
lega yfirskeggið sitt.
Á leiðinni út úr garðinum
spurði Jean frændi: „Jæja, er
pílagrímsferðinni þá lokið?“
„Já.“
„En meðal annarra orða — ef
það er ekki of mikil framhleypni
—• af hverjum var þessi mynd,
sem þú varst að henda niður í
göturæsið?"
Ég svaraði eftir beztu vitund:
„Ef satt skal segja, Jean frændi,
þá veit ég það ekki.“
„Og er þér ekki sama?“
„Jú.“
„Þá vitum við að maðurinn er
ekkert; list hans er það, sem máli
skiptir?“
„Já, Jean frændi.“
„Til hamingju. Þú ert orðin að
konu.“
Svo fórum við öll í sirkus og
og skemmtum okkur dásamlega."
Bella Barlay brosti. „Þetta
minnir svo mikið á draum, finnst
þér ekki?“ sagði hún. „Kannski
ég hafi gert þessu aumingja
heimska, unga fólki rangt til. Það
er dásamlegt að vera ungur og
heimskur ... Bara að þau hefðu
ekki kallað mig „mömmu litlu“.
ENDIR.
VIKAN HEIMSÆKIR
EINAR SVEINBJÖRNS-
SON, FIÐLULEIKARA
Framhald af bls. 26.
sitt eða æft sig, áður en hann
fer inn á sviðið. Undir sviðinu
í Hóskólabíói er engum slikum
„lúxus“ til að dreifa. Þar standa
allir upp á endann í einni bendu,
að minnsta kosti einstök heppni
að ná i sæti. Þetta lilýtur mörg-
um erlendum „stór“-gestum að
hafa fundizt óþægilegt. Vonandi
stendur þetta þó allt til bóta.
— En hvernig er andinn inn-
an liljómsveitarinnar?
—• Það verður sennilega á
engan logið, þótt fullyrt sé, að
hann mætti vera stórum betri.
Hljómsveitin kemur saman til
æfinga og hljómleikahalds og
búið — ekkert félagslíf af neinu
tagi, ekki einu sinni lialdin árs-
hátíð, sem þykir frumskilyrði
þess, að lifsmark megi teljast
með félagsskap! Ef til vill hefur
það lika áhrif að þegar æft hef-
ur verið kannske 7—8 sinnum
fyrir einn konsert eru menn oft
orðnir uppgefnir á verkefnun-
um, sérstaklega þar sem liljóm-
sveitarstjórinn er kannske lika
búinn með sitt „Pep“!
— Svo við snúum okkur að
öðru, Einar. Nú ætlar þú að
venda þínu kvæði í kross og
heimsækja Sviaríki.
Já? Nei?
Hvenær?
Þúsundir kvenna um heim allan nota
nú C.D. INDICATOR, svissneskt reikn-
ingstæki, sem reiknar nákvæmlega út
þá fáu daga í hverjum mánuði, sem
frjóvgun getur átt sér stað. Lækna-
vísindi 56 landa ráðleggja C. D. IND-
ICATOR fyrir heilbrigt og farsælt
hjónaband.
Skrifið eftir bæklingum vorum, sem
veita ailar upplýsingar. Sendið svar-
frimerki.
C. D. INDICATOR. Deild 2.
Pósthólf 1238 Reykjavík.
Sendið eftirfarandi afklippu til C. D.
INDICATOR, Pósthólf 1238, Rvik, og
vér sendum yður að kostnaðarlausu
allar upplýsingar.
Nafn ...............................
Aldur ..............................
Heimilisfang .......................
— Já, ég datt í lukkupottinn.
Konsertmeistrarstaðan við sin-
fóniuhljómsveit Málmeyjar var
auglýst til umsóknar, og fyrir
milligöngu umboðsmanns míns
í Kaupmannahöfn fékk ég til-
boð um það, frá þeim Málmeyj-
arskeggjum að koma út til við-
tals og prófunar, ef ég hefði á-
huga á. Nú, það var annaðhvort
að hrökkva eða stökkva. Tilboð-
ið var svo sannarlega freistandi
og ekki átti að saka, þótt maður
reyndi. Að vísu var ég ekki mjög
bjartsýnn áður en ég fór út, enda
var litill tími til að undirbúa
það sem ég valdi til að spila
fyrir þá.
Allt fór þetta þó betur en ég
hafði þorað að vona. Mér var
stillt upp fyrir framan átta
manna kviðdóm og látinn spila
(kafla lir) Brahms-sónötu og
— VIKAN 38. tbh