Vikan


Vikan - 17.09.1964, Blaðsíða 5

Vikan - 17.09.1964, Blaðsíða 5
NÝ FRAMHALDSSAGA EFTIR IAN FLEMING HEFST í NÆSTA BLADI nnT JAMESBOND Það er langt síðan að VIKAN hefur átt því láni að fagna að geta birt jafn spennandi og skemmtilega framhaldssögu og DR. NO, sem lauk fyrir rúmum mánuði síðan. Lesendur fylgdust flestallir með henni frá upphafi en æ fleiri bættust við, og varla leið sá dagur, að ekki hringdi einhver eða hefði samband við ritstjórnina til að forvitnast um söguna á ein- hvern hátt. Við áttum að vísu von á því að sögunni yrði vel tekið, því hún hafði lengi verið metsölubók á erlendum bókamarkaði, og þess vegna vorum við svo forsjálir að afla okkur einkaréttar til birtingar á sögum höfundarins — lan Fleming hér á landi. Og eftir að hafa séð vinsældirnar, sem „DR. NO" fékk, skoðum við ekki hug okkar um að hefja þegar í stað aðra sögu eftir sama höfund, ekki síðri, og sem einnig hefur verið kvikmynduð nú nýlega: Með ástar- kveðju frá Rússlandi Sagan er geysispennandi, hefur hraða atburðarás, og segja má að hver setning sé hlaðin spennu. Hún fjallar að sjálfsögðu um söguhetjuna James Bond, njósnara brezku leyniþjónustunnar no. 007, og nýjustu ævintýri hans. Sagan hefst á því að rússneska leyniþjónustan ákveður að koma honum fyrir kattarnef, og þar er ekki reiknað með neinum vett- lingatökum. Ung og yndisfalleg stúlka er þjálfuð til að freista hans á ýmsan hátt, en síðan send til Istambul og agni beitt fyrir James Bond þar. Það er ekki rétt að rekja söguþráðinn hér, því þá eyðileggjum við mikinn hluta ánægjunnar fyrir lesendum, en við ábyrgjumst að James Bond lendir í ótrúlegustu ævintýrum — sumum lífshættu- legum, öðrum skemmtilegum — og að söguhetjan hreinsar sig þokkalega af þeim öilum. Nema kannske því síðasta . . . En það kemur i Ijós, þegar þið lesið söguna, sem hefst í næsta tölublaði. Þeir, sem fylgdust með DR. NO, eru þegar búnir undir þau ótrú- legu ævintýri sem kvennagullið og njósnarinn James Bond lendir ávallt í — hinir eru þessu alls óviðbúnir, því Bond-brjálæðið hefur ekki ennþá náð tökum á þeim. En verið róleg! Enn er tækifæri til að sökkva sér niður í ævintýraheim njósnaranna, sem annað veifið eru í vandræðum með að losna úr örmum fegurstu kvenna — en verða á næsta augnabliki að berjast fyrir lífi sínu. Fylgizt með sögunni: „MEÐ ÁSTARKVEÐJU FRÁ RÚSSLANDI". frá byrjun — í næsta blaði! VIKAN 38. tbl. — g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.