Vikan


Vikan - 17.09.1964, Blaðsíða 10

Vikan - 17.09.1964, Blaðsíða 10
VEÐURHORFUR NÆSTA SOLARHRING að hefur löngum verið talin æskileg nóttúra, að s|á fyr- ir um óorðna hluti, en fá- um gefin. Þeir, sem hennar njóta, hafa gjarnan leyft öðrum afnot af henni með sér, en þeir eru líklega fleiri, sem hafa kroppað fé út úr auðtrúa fólki með því að segja því einhvern lygaþvætting um framtíðina, þar sem spádómsgáfa var ekki fyr- ir hendi. Og sumir hafa lagt í langskólanám til að læra fram- skyggni. Þeir hafa lært að lesa um framtíðina úr stjörnunum, úr spilum, úr lófum manna og svo framvegis. Það er vafasamt, að sá fróð- leikur um óorðna hluti, sem fæst út úr svona löguðu, komi nokkr- um að gagni. Hið góða kemur aldrei of á óvart, og það er engin bót að vita um hið illa fyrirfram. Þess eru jafnvel dæmi, að slíkt hafi valdið geðtruflun- um. Það er því vafasamt, að spámenn séu heppilegir þjóð- félagsþegnar, nema því aðeins, að þeir noti spádómsgáfu sína sparsamlega og ausi henni ekki yfir aðra. Ein tegund spádóma er þó und- anskilin, og það svo rækilega, að ríkisvaldið hefur menn í þjónustu sinni til þess að sjá um þá. Þetta eru veðurspádómar. Þeir hafa reynzt harla nauðsynlegir ýmissa hluta vegna, svo sem vegna fiski- veiða, öryggis skipa og flugvéla, landbúnaðar o. s. frv. Að vísu þykja spár Veðurstofunn- ar ekki alltaf sem ábyggilegastar, og ákveðinn tilhneiging virðist vera hjá mönnum til þess að hnussa við þeim og gera grín að þeim. Svo láta menn, sem þeim komi á óvart, ef spáin reynist nú rétt svona eins og einu sinni. En samt er spá veður- fræðinganna okkar byggð á vís- indalegum athugunum, og fer oft- ast nær glettilega nærri lagi, en það er varla von til þess, að þær geti alltaf staðizt, því duttlungar höfuðskepnanna eru ekki ævinlega auðskiljanlegir. Þegar sumarfríið mitt var búið, og aðeins hafði séð til sólar fjóra daga, þótt Veðurstofan gæfi oftar bjartar sólarvonir, fór mig að langa til að kynnast því, hvernig veður- spár eru gerðar, Er þetta eitthvert kukl, svipað því, þegar spáð var í garnir og gor í gamla daga, eða hafa veðurfræðingarnir í raun og veru eitthvað til að fara eftir, eitt- hvað, sem byggir undir spádóma þeirra með verulegum líkum — eða hvernig í ósköpunum er þetta allt saman? Ég veit ekki, hvort menn hafa almennt gert sér grein fyrir því, við hvernig aðstæður veðurfræðing- arnir okkar — þeir sem spá — vinna. Hér áður fyrr hafði ég óljósa hug- mynd um, að á veðurstofunni væru margir glerkassar, sinn með hverju veðrinu, og ein gríðarstór loftvog. Þessari hugmynd hafði ég að sjálf- sögðu kastað fyrir löngu, en samt hafði ég ekki ímyndað mér, að það væri jafn rólegt og kyrrsælt á Veður- stofunni og raun bar vitni, þegar við kvöddum þar dyra ,,einu sinni á ágústkvöldi". Þeir sátu þarna inni, í mestu ró, Páll Bergþórsson, .yeðurfræðingur, og Gísli Sigurbjörnsson, aðstoðar- maður. Auk þess var þar að þessu sinni ungur aðstoðarmaður, Berg- þór Pálsson, sem hafði fengið að fara með pabba í vinnuna. — Hvernig við búum til veður- spár? át Páll eftir mér og brosti lítillega. — Og útskýra það þannig, að lesendur Vikunnar skilji? — Já, það er nú það. Hann tyllti sér á borðbrún og varð hugsi. Gísli sat við stórt teikni- borð. Fyrir framan hann var kort yfir Atlantshafið, Vestur-Evrópu, meginhluta Norður-Ameríku og Grænlands. Inná það færði hann ýmiskonar tölur og tákn, svipaðan • hóp á mörgum stöðum. Samskonar kort lá á borðinu, sem Páll hallaði sér upp að. — Aðalatriðið er, að fá veðurlýs- ingar sem allra víðast að. Ekki að- eins innanlands, heldur frá öllum heiminum. Og frá sem flestum stöðvum. Þessar upplýsingar verð- um við að fá sem allra nýjastar, og athuganir verða allar að fara fram samtímis. Það er einmitt at- hugunin núna klukkan 18, sem Gísli er að færa inn á kortið. — Hvernig berast ykkur þessar upplýsingar? — Langmest í prentsíma. Máli sínu til stuðnings sýndi Páll okkur inn í loftskeytaklefann, þar sem Jón Lárusson, loftskeytamað- ur, var önnum kafinn við að líta 10 VIKAN 38. tbl,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.