Vikan - 17.09.1964, Blaðsíða 18
„Þér vitið sem sagt hvar hann
ó heima?"
„Jó — Rileystræti 1620, í gömlu
húsi og ó annarri hæð. Judson F.
Foley — Helena kallaði hann Jud.
Ég held að hann hafi unnið sem
gjaldkeri í einhverjum fjárhættu-
spilaklúbbnum."
Judson F. Foley. Nafnið kom heim
við fangamarkið á hattgjörðinni.
Þættirnir í vefnum voru farnir að
stefna saman . . . Og þó að mér
yrði það ekki Ijóst fyrr en nokkru
seinna, hafði ég annan þráð milli
fingranna, þar sem ég sat í þotunni
á leið til Reno seinna um daginn.
Þar sem ég hafði ekki annað fyrir
stafni, fór ég að fletta skólaheft-
inu, sem Hoffman varðstjóri hafði
stungið í vasa minn. Þar rakst ég
enn á kvæði, undirritað upphafs-
stöfunum G.R.B.
Myrkvist sól
sumur týnist
frjósi fold og sær
verður þó ást þín
eldi heitari
skini skærari.
Það var komið sólarlag þegar
þotan lenti í skugga fjallanna. Ég
tók leigubíl af flugvellinum þangað,
mitt rjúkandi ráð. Svo heyrði ég til
ferða ykkar, og þá missti ég alla
stjórn á mér. Þér verðið að trúa
því, sem ég segi . . ."
„Hvers vegna verð ég að trúa
því?"
„Það kemur ekki til mála að ég
hafi farið heim til hennar í þeim
tilgangi að myrða hana. Ég unni
henni, þó að mér yrði lítil gæfa
að henni . . ."
„Hvað meinið þér með því?"
„Ég missti vinnuna hennar
vegna." Það var beiskja í rödd-
inni. „Ég var gjaldkeri í einu spila-
vítinu hérna, og þegar menn þurfa
á spilafé að halda, ber gjaldker-
anum að sannfæra sig um inneign
þeirra í bankanum, sem þeir benda
á, en Helena taldi mig á að njósna
um bankainnistæðu Bradshaw án
þess, og það komst upp. Mér var
sagt upp vinnunni, og svo kom
þetta í ofanálag . . ." Rödd hans var
klökk af sjálfsmeðaumkunn.
„Hvers vegna vildi hún vita um
bankainnistæðu hans?"
„Ég hef grun um að hún hafi
ætlað að þvinga af honum fé," svar-
aði hann, en flýtti sér að bæta við:
„Vitanlega hafði ég ekki grun um
„Möggu Gerhardi væri trúandi
þó að þögnin geti kostað þig f
6. hluti
Efftir Ross Mc. Donald
Þýðingi Lofffup Quðmundsson
Telknlngs Þórdls Tryggvadöttip
Jg — VIKAK 38. tl>l.
sem Jud átti heima og hann kom
snöggklæddur til dyra.
„Foley?" spurði ég. „Archer
heiti ég."
„Höfum við sézt áður?"
„Við rákumst hvor á annan — í
bókstaflegri merkingu — um níu-
leytið síðastliðið föstudagskvöld, í
brekkunni fyrir neðan hús ungfrú
Haggerty."
Leiftursnöggt brá fyrir skelfing-
arsvip á andliti hans. „Hver eruð
þér?"
„Leynilögreglumaður, sem vinnur
að rannsókn morðmálsins."
Hann hleypti brúnum. „Brads-
haw kvaðst trúa sögu minni. Hvern-
ig stendur þá á því, að hann setur
yður til höfuðs mér?"
„Eigið þér við Roy Bradshaw?"
„Auðvitað. Hann hitti mig að
máli í morgun; hafði borið kennsl
á mig um kvöldið, eða hélt það
að minnsta kosti. Ekki sá ég á
hverja ég rann þarna í myrkrinu; ég
hugsaði um það eitt að komast sem
fyrst og lengst í burtu."
„Hvað voruð þér að gera heima
hjá Helenu?"
„Hún bað mig um að koma. Ég
var staddur í Los Angeles í atvinnu-
leit. Hún hringdi til mín um hálf-
átta og bókstaflega sárbændi mig
um að koma og vera hjá sér kvöld-
ið og nóttina. Ég ók því rakleiðis
þangað, og kom að henni, þar sem
hún lá í blóði sínu með kúlu í höfð-
inu og að sjálfsögðu vissi ég ekki
það þá, enda hefði ég þá ekki kom-
ið nálægt þvi."
Ég notfærði mér hve óttinn gerði
honum laust um málbeinið. „Hvað
var það, sem hún vissi um hann og
ætlaði að beita til fjárkúgunar?"
spurði ég.
„Það minntist hún ekki á."
„En þér eruð svo glöggur mað-
ur, að eflaust hafið þér gert yður
einhverja hugmynd um það?"
„Kannski var það eitthvert leynd-
armál í sambandi við fortíð hans.
Hann dvaldizt hér sumarlangt og
lézt vinna að vísindastörfum við
Nevadaháskólann. En ég held að
það hafi verið til að fá lögskiln-
að . . ."
„Lögskilnað — við hverja?"
„Veit það ekki, en ef það gæfi
eitthvað í aðra hönd, gæti ég
kannski komizt að raun um það.
Ég á kunningja, sem vinnur hjá
fógetanum hérna."
„Ekkert liggur á," sagði ég.
„Bradshaw er ókvæntur. Hann býr
með móður sinni. Og hún kvað hann
hafa verið á ferðalagi um Evrópu
í sumar."
„Nei, fjandinn hafi það. Hann
dvaldizt hér hluta af júlí og ágúst
allan. Ég hitti hann niðri hjá Helenu
svo að segja á hverjum degi."
„Var náin vinátta með þeim?"
„Ekkert í líkingu við vináttu okk-
ar Helenu," svaraði hann og glotti.
„En það leyndi sér ekki að þau
þekktust frá gamalli t!ð."