Vikan - 17.09.1964, Blaðsíða 13
SMÁSAGA
EFTIR
GERALD KERSH
hár. Við vorum vanir a‘ð kalla hann Þung-
lynda tarfinn. Honum hefði ekki geðjast að
stúlku eins og þér. Honum dauðleiddust litl-
ar, hugmyndaríkar stúlkur. Hafðu sögurnar
hans í huga eins og hver önnur meistara-
verk, en hættu að hugsa um Guy sem mann-
lega veru. Það var hann ekki.“
Ég varð öskuvond og svaraði: „Ég skal
elska hann til dauðans!“
Jean de Luxe sagði: „Ó, þú sérð nú til.
Eitt er víst, að vesalings Guy hefur verið
dauður og grafinn nú í nokkur ár.“
„Ekki í mínu hjarta!" öskraði ég. „Ég hata
þig!“
„Ónei, það gerirðu ekki,“ sagði hann.
Og ég vissi að ég gerði það ekki.“
Bella Barlay brosti dapurlega, saup lítil-
lega á víninu og hélt áfram:
„Jæja, þá um vorið fór pabbi með okkur
mömmu í eina af þessum menntandi sumar-
leyfisferðum um Austurríki, Þýzkaland,
Sviss, ftalíu og Frakkland, og svo framvegis.
Glossarauðu leiðsögubækurnar okkar voru
vandlega bundnar inn í blátt silki til að losa
okkur við það, sem kallað er túristasvipur,
og sagt er að sé svo dónalegt að láta sjást
í listasöfnum og dómkirkjum, og sé auk þess
móðgandi fyrir leiðsögumennina. Ég þarf
varla að segja þér að þessháttar pakk þekk-
ir betur útlit slíkra bóka en innihald, svo
að blátt silkiband hefur þau ein áhrif að
örva ránfýsn þeirra. Vonandi þarftu aldrei
að burðast með annað eins drasl og við kom-
um með til baka! Feneyskar skálar, alabast-
urslíkön, Borgiastóla, glugga með máluðu
gleri, buhlklukkur — verk meistarannna,
eins og sagt er í Ameríku.
Samt sem áður gátu foreldrar mínir ekki
vakið lifandi áhuga hjá mér fyrir allri menn-
ingunni, hvorki með skakka turninum í Písa
né neinu öðru. Allt sem ég vildi, var að kom-
ast til Rouen ,þessarar gömlu Normannaborg-
ar. Hvers vegnar? Vegna þess að þar var
stytta af hetjunni minni, Guy de Maupass-
ant, og ég varð að leggja dálítinn blómsveig
að fótstalli hennar. Ég þarf varla að segja
þér, að ég var ekki sá asni, að afhjúpa þessa
fyrirætlun mína: Ég sagði bara blákalt að
ég yrði að fara til Rouen.
Mamma hvíslaði að pabba: „Jóhanna frá
Örk leið píslarvættisdauðann í Rouen. Getur
það verið að Bella vilji fara pílagrímsferð
þangað?"
Faðir minn togaði í annan eyrnarsnepil
sinn, eins og hann gerði alltaf, þegar hann
vissi ekki hvað segja skyldi, og það skeði
álíka oft og hið gagnstæða, guði sé lof. Nú
sagði hann: „Elskan mín, ég veit það ekki.“
Svo talaði hann til mín, eins og í gamni:
„Ó, Bella, það er þetta með Rouen. Alltaf
þetta Rouen, Rouen, Rouen! Þú er þó ekki
að hugsa um að verða einhverskonar píla-
grímur?"
Við Barlaysfólkið hagræðum kannski sann-
leikanum lítilháttar stundum, en við ljúgum
aldrei. Ég horfðizt í augu við pabba og sagði:
„Já. Nokkurskonar pílagrímur.“
Þetta sló hann út. Hann gat aðeins spurt:
„Þú hefur þó ekki heyrt raddir, eða hvað?“
Ég svaraði: Jú, ég hef heyrt raddir." Ég
sá enga ástæðu til að skýra það út fyrir hon-
um, að það væru raddir þeirra mömmu, sem
ég átti við.
„Það var og, það var og,“ sagði hann, og
bætti við á báðum áttum: „ ... eh?“
Ilonka, barnfóstran mín gamla, sagði að
bezta ráðið við hávaða í höfðinu væri að
leggja soðið kál að eyrunum. Það var gert
samvizkusamlega við mig og ég send í rúmið,
með krukku af lyktarsalti í nesti. Og þá um
kvöldið sendi aumingja pabbi Jean de Luxe
langt símskeyti. De Luxe var þá farinn til
Parísar í leikhúserindum, en pabbi bað hann
nú leggja lykkju á leið sína og dveljast um
eins dags skeið í Rouen.
Þegar við svo náðum til þessarar sögu-
frægu borgar, leigðum við tvö herbergi á
hóteli, sem kennt var við Vilhjálm sigur-
vegara.. Þangað kom Jean de Luxe með hið
sanna leikhúsloft með sér, skegg hans ilm-
andi af smyrslum og hatturinn öðru megin
á höfðinu. Hann og foreldrar mínir ræddust
við í hljóði, og var ég í engum vandræðum
með að gizka á innihald samræðnanna. Þá
kom Ilonka til mín og sagði með sinni ströng-
ustu rödd: „Þú átt að fara í te með herra
Jean de Luxe. Klæddu þig, barn!“
„Koma mamma og pabbi líka?“ spurði ég.
„Mamma þín er með höfuðverk af áhyggj-
um út af þér, og pabbi þinn er með magaverk.
Komdu þér í fötin!“
Ég svaraði drembilega: „Ég er í fötunum.“
Ilonka sagði: „Vel uppalin ungfrú myndi
að minnsta kosti skafa kálið úr eyrunum á
sér.“ Blessunin sú arna, altlaf tilbúin með
vota dulu til að lemja úr manni mesta
montið.
Svo gekk ég til tedrykkju með Jean de
Luxe, lyktandi eins og lambaspað með ilm-
olíu — ógeðslegt samsull það. Hann var
óheillavænlega þögull, sló um sig með löng-
um göngustaf og sagði að lokum: „Þú nærist
ekki, heyri ég.“
„Ég hef ekki mikla matarlyst, Jean frændi,“
sagði ég.
„Gæti ég ef til vill freistað þín með svo-
litlu sætabrauði?"
Ég sagði: „Ég segi það satt, að ég er ekki
svöng.“
„Sorglegt," sagði hann. „Arminio er einn
af fjórum mestu sætabrauðsbökurum í
Evrópu. Hann hefur ítölsku kunnáttuna, en
sitt bezta deig lærði hann að hnoða í Vín
og sykurkökur í París. Hann er listamaður.
Hann er maðurinn sem gerði chocolate éclair
svo létt, að dansmey gat haldið því á lofti
með því að veifa blævæng.“
Munnur minn var þegar orðinn fleytifull-
ur af vatni, en samt hafði ég enn nægilegt
viljaþrek til að segja: „Bolla af veiku tei,
Jean frændi. Ekkert annað.“
„Látum svo vera,“ sagði hann. „Arminio
var sætabrauðsbakari hjá Napóleon þriðja.
En Arminio var rammur byítingarseggur.
Hann var sekur fundinn um þátttöku í sam-
særi gegn keisaranum. En Evgenía keisara-
drottning sagði við eiginmann sinn: „Lúð-
vík, nú skulum við haga okkur eins og fólk
með viti. Ekkert í veröldinni er eins frábært
og Carbonari-tertan hans Arminios. Með
snilli sinni getur hann aflað okkur meiri vin-
sælda á alþjóðavettvangi en margur annar.
Þú verður að vægja honum!“ Og aumingja
Frakklandskeisarinn — á báðum áttum, eins
og venjulega — sneri upp á sitt hlægilega
yfirskegg ojg sagði: „Madame, Arminio má
ástunda samsæri sín gegn okkur á mánudög-
mu og þriðjudögum, gegn því að hann baki
carbonaritertu það sem eftir er vikunnar."
... Hún samanstendur af eplum, hunangi og
rjóma, auk — en hvað er ég hugsa? Þú ert
í pílagrímsferð og hefur enga matarlyst."
Ég sagði dauflega: „Kannski ég fái eina
af þessum kökum, sem frúin hélt á lofti með
blævæng."
Þá sneri Jean de Luxe sér að mér og sagði:
„Litla leiðindaskjóðan þín, réttast væri að
Framhald á næstu síðu.
VIKAN 38. tbl. — Jg