Vikan


Vikan - 17.09.1964, Blaðsíða 31

Vikan - 17.09.1964, Blaðsíða 31
stofunni. ÞaS þurfti ekki að gó í úrkomumælana; það hafði ekki komið dropi úr lofti allan daginn, svo það var lótið nægja að líta ó hitamælinn. Hann sýndi 13 stiga hita, og sá niðri við grasið var á sama máli. Annars sagði Gfsli, að það gæti verið allt að 10 stiga munur á hon- um og þeim, sem hærra stendur. Nú vantaði klukkuna 15 mfnútur í tíu, og Páll var jafn knúsrólegur og fyrr, ekki farinn að skrifa staf af spánni, sem átti að lesa í útvarp- inu eftir stundarfjórðung. Jón loft- skeytamaður var farinn að hita kaffi handa okkur og Gfsla varð tíðlitið til hans. Þá fyrst sótti Páll spádóma- bókina og skrifaði upp spána, hægt og rólega: Suðvestur mið: Austan kaldi, dálítil rigning . . . o.s.frv. Þegar hann hafði lokið spánni, tók Gísli við henni og sendi hana með prentsíma til útvarpsins. Því var lokið 8 mínútur fyrir tíu. Og ég, sem hélt, að þeir sætu við sveitt- ir allan sólarhringinn, og spárnar fæddust með stunum og þrautum, eftir mikið naglanag. En forvitni minni var enn ekki svalað til fulls: — Maður heyrir oft f veðurlýs- ingum ykkar, Páll, að skyggni sé þetta og þetta mikið. Hvernig mæl- ið þið það? — Við höfum kort eða töflu yfir fjarlægðir kennileita á hverri stöð. Ef til dæmis, að við sjáum Esjuna héðan yfir Kjalarnesið, vitum við að skyggnið er minnst 15 kílómetr- ar. Páll tók fram kort yfir Reykjavík og nágrenni, og sýndi mér hvernig hringir voru dregnir á það í ákveð- inni fjarlægð frá flugvellinum. Sá yzti var um 20 kílómetra frá mið- punkti. — En ef þið sjáið nú lengra en út fyrir þennan yzta hring, segið þið þá „skyggni ágætt"? — Já, við segjum það í útvarp- inu. En fyrir okkur höfum við fleiri skyggnismörk. Til dæmis ef við sjá- um Snæfellsjökul, vitum við að skyggnið er að minnsta kosti 120 kílómetrar. Ósjálfrátt leit ég út um gluggann í vesturátt. Ég sá ekkert nema grá- an flugskýlisvegg, fáeinar flugvélar og nokkra skúra. Ég leit hærra: Þar var aðeins blár himinninn. — Þið verðið að fara eitthvað burt, til að sjá skyggnið. — Já. Það sést ekkert hér, nema flugskýlið hérna megin og Öskju- hlíðin hinum megin. — Er þetta nógu gott? — Nei, alls ekki. Enda er þetta aðeins til bráðabirgða, vonar mað- ur. Veðurstofan hefur nú fengið lóð, en þá er enginn peninugr til. Við borgum sjálfsagt ekki nóga skatta til þess. Samt hefur staðið til, frá þvt að Veðurstofan tók til starfa, að byggja yfir hana „eins fljótt og auðið yrði". í þessu bili kom gestur inn í Veð- urstofuna. Maður á bezta aldri, ró- legur í fasi. Hann spurði um horfur 3TUHHCM | (3TUHHCH) I H - jj - | I izka! LUCAS - C.A.V. - GIRLING Notið ávallt orginal varahluti: LUCAS varahlutir í rafkerfiS. C.A.V. varahlutir í olíukerfiS og stærri rafkerfin. GIRLING varahlutir ( hemlakerfiS. Höggdeyfar. AÐALUMBOÐ FYRIR JOSEPH LUCAS (EXPORT) LTD. R. SÆMUNDSSON umboðs- og heildverzlun Laugavegi 176 — Slmi 37456. Söluumboð: BLOSSI S.F. Laugavegi 176 — Slmi 23285. 1234567890 ABCDEFGHIJKL VIKAN 38. tbl. — gj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.