Vikan


Vikan - 17.09.1964, Síða 9

Vikan - 17.09.1964, Síða 9
gengur í bílum yfirleitt, en smur- ljós og rafmagnsljós er ekki nóg. Hvorugt kviknar, fyrr en í óefni er komið, og þegar það kviknar, heldur maður, að nú hafi eitt- hvað bilað í ljósasysteminu, en trúir því ekki að eitthvað hafi komið fyrir smurninginn eða raf- magnið. Mér finnst það alltaf jafn argvítugt og ræfilslegt, að láta sig muna um að setja þessa tvo mæla í bílana. Þeir gætu margri vitleysunni bjargað í tæka tíð — áður en alvarleg bil- un hefur orðið. Hægra megin í mælaborðinu er svo allgóður öskubakki, en galli á gjöf Njarðar er sá, að yfir honum gnæfir fyrirferðar- mikill vindlakveikjari, sem reyk- ingamönnum hættir áreiðanlega til að reka reykfæri sín í, og sáldra þannig öskunni og jafnvel glóðinni niður um allan bíl. Og yzt er sæmilegt hanzkahólf. Bíllinn er heldur rúmgóður að innan, bæði á breidd og lengd, en ég get ímyndað mér, að há- vaxnir menn eigi í erfiðleikum með hattana sína. Framsætin hef ég þegar talað um; þau er að sjálfsögðu hægt að færa nokkuð fram og aftur, og eins hægt að stilla hallann á bakinu. Aftur- sætið er sófatýpa, allgott sæti, og það er gott að vera aftursætis- farþegi í NSU Prinz 1000. Stokk- urinn í gólfinu er lágur og eng- um til ama. Aftan við aftursætið er örlítil skrankista í Fólksvagns- stæl, og önnur undir setu aftur- sætisins. Aftursætisbakið er hægt að leggja niður, og fá þar all- sæmilegt farangursrúm, þegar tveir — tvær — tvennt — er á ferð. Og í hliðum hússins, sitt hvorum megin við aftursætið, eru tvær þokkalegar ruslagjótur, svo sæmilega er séð fyrir þörf þeirra, sem þurfa að hafa sitthvað smá- legt með sér. Að framan er svo allrúmgóð farangursgeymsla, miðað við það sem gerist á skott- mótorsbílum. Því vélin er aftur í NSU Prinz 1000, og það þykir mér nokkur galli. Það kann að vera tilfinn- ingalegs eðlis, en ég er alltaf heldur á móti því, að hafa mót- orinn fyrir aftan allt. En þar er hann eigi að síður, og snýr þvers- um, og virðist allsæmilegt að komast að helzta pilliríi. Mótor- inn er lágvær inni, nema þegar miðstöðin er á, þá heyrist tölu- vert inn. Hjá honum er að sjálf- sögðu gírkassinn, sá ómissandi hlutur, en þessir hlutir ná nokk- uð langt niður, svo stutt er eftir í veginn. Hæð undir botn á NSU Prinz 1000 er gefin upp 19 sm, en hræddur er ég um, að gír- kassinn og pannan séu nokkru neðar. En Ómar sagði mér, að til stæði að setja stálhlíf undir allt þetta dót, og hygg ég það vel ráðið. Á Prinzinum, sem ég reyndi, tók kúplingin full ofarlega, en þegar ég hafði sætt mig við það, líkaði mér allvel að aka honum. Hann lá prýðisvel, og þoldi vel beygjur á nokkurri ferð, gírskipt- ingarnar léttar og nákvæmar og náttúrlega allir gírar samstilltir. Stýringin létt og nákvæm, og skyggni aftur úr og fram úr ljóm- andi gott. Vinnslan í hestunum 51 þarna aftur í skotti ljómandi góð og þá ekki síður þanþol gír- anna í báðar áttir. NSU Prinz getur státað af einhverju mesta Framhald á bls. 29. ULTRfi+LftSH Mascara TIL AÐ LENGJA OG LENGJA ENNÞA IVIEIR SILKIMJÚK AUGNAHÁR. ULTRA*LASH er fyrsti augnháraliturinn sem lengir og þéttir augnahárin án þess að gera þau stíf. Þessi einstaka efnablanda lengir án gerviþráða. Allt sem þér þurfið að gera er að bera ULTRA*LASH á með hinum hentuga TAPER-BRUSH sem byggir upp um leið og hann litar hvert augnhár. Ekkert auka erfiði og ekkert ergelsi út af gljáalausum og klístr- uðum augnhárum. ULTRA*LASH hleypur ekki í kekki, né skilur eftir klessur eða bletti. Þetta er fyrsta skaðlausa efnið sem lengir og þéttir augnhárin, þolir vatn og er lyktarlaust. Sér- staklega auðvelt að hreinsa á nokkrum sekúnd- um með Maybelline Mascara Remover. Kemur í þrem góðum litum: VELVET BLACK, SABLE BROWN og MIDNIGHT BLUE. JlwfÆm cilltaf það hreinasta og bezta fyrir fegurð augnanna: um CHÍUSIGTl BÍLABÚÐ Sb ÁRMÚLA VIKAN 38. tW. — 0

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.