Vikan - 17.09.1964, Blaðsíða 33
á því að fljúga sjónflug til Kópa-
skers í fyrramálið.
— Það er hugsanlegt um miðjan
daginn á morgun, svaraði Páll. —
Það liggur þokubelti yfir Norður-
landi núna. Að vísu var sæmilega
bjart hér yfir í kvöld — hann benti
með blýantinum á norðurströndina
allt að Skjálfandaflóa — en hér
frammi á Tjörnesi var töluverð þoka,
og hún berst inn yfir landið í nótt.
— Ég hafði hugsað mér að fara
snemma.
— Mér lízt ekki á það. Ég held
að þú verðir að bíða til hádegis og
sjá til, hvernig þá verður.
Flugið stendur og fellur með
spám ykkar? spurði ég, þegar mað-
urinn var farinn.
— Já, við verðum að gera veður-
spár fyrir flugið, áætla vindinn,
meta skýjahæð og skyggni.
— Ekki er veðurspáin alltaf jafn
einföld og nú, né hægt að gera
hana jafn rólega?
— Kemur svo ekki ýmislegt
spaugilegt fyrir í samskiptum ykkar
við almenning?
— Það gengur nú árekstralítið.
Jú, það er sumt spaugilegt. Ég man
til dæmis eftir einum, sem hringdi
hingað á hverjum morgni, og spurði
hvort loftvogin myndi fara hækkandi
eða lækkandi ( dag. Við skildum
ekkert í þessum spurningum lengi
vel ,en svo komumst við að því, að
hann hafði enga trú á veðurspánum
okkar, en hins vegar var hann sann-
færður um, að ef loftvogin færi
lækkandi, kæmi vont veður, en gott,
ef hún færi hækkandi. Svo hann
þurfti ekki að vita annað en í hvora
áttina hún stefndi, til að vita
hvernig veðrið yrði. En við létum
ekki snúa á okkur, í góðu útliti
sögðum við bara hækkandi loftvog,
en í vondu: Lækkandi.
Og svo var það skipstjórinn á
Isafirði. Hann gerði það nokkrum
sinnum að róa, þótt Veðurstofan
spáði vondu. Þar kom, að hann
var spurður að því, hvernig á þessu
stæði. Þá svaraði hann:
— Jú, ég hef tekið eftir því, að
það kemur alltaf gott veður, þegar
stúlkan les.
Það var nú það. Eftir þessa heim-
sókn er mér Ijósara en áður, á
hverju er von, þegar lægðin er á
ákveðnum stað og hreyfist í
ákveðna átt. Þá þarf ég ekki annað
en rýna í loftvogina mína og berja
á hana með fingurgómunum. Svo
get ég sjálfur sagt með spámanns-
legum svip: Veðurhorfur næsta sól-
arhring: Sami bölvaður ruddinn og
venjulega. ★
MAÐURINN f
SOLFERINOGARÐ-
INUM
Framhald af bls. 14.
ir að sjá um Solferinogarðinn,
en ekki fyrir að tala.“
Jean de Luxe tók fram skín-
andi Napóleonspening úr gulli
- Stillið á lit og saumið -
Það er þessi einfalda nýjung, sem
kölluð er „Colormatic", sem á skömm-
um tíma hefur aukið vinsældir
HUSQVARNA 2000 til stórra muna.
HUSQVARNA heimilistæki, saumavélar o. fl.
eru þekkt hér á landi í yfir 60 ár. Hafa nafninu
hér sem annarstaöar stöðugt vaxið vinsældir.
Kynnið yður þessa nýjung á sviði sauma-
véla, og þér munuð komast að raun um að
Husqvarnai er í fremstu röð enn. sem fyrr.
Beinn saumur, hnappagöt, blindfaldur og úrval
mynztursauma er hægt að velja með einu hand-
taki. Þar sem það er sýnt á greinilegan hátt,
í litum, á „saumveljara".
og lét hann vega salt á fingur-
gómi sínum. „Segðu okkur bæði
af réttindum þínum og rangind-
um.“
„Hvaða rangindum?“ spurði
Cavalier og gaut augunum á pen-
inginn.
„Hvar réttindin eru röngu meg-
in,“ sagði Jean de Luxe.
Ég galaði fram í: „Guy de Mau-
passant. Segðu okkur frá Guy
de Maupassant."
„Hvað honum viðvíkur,“ sagði
Cavalier, „get ég einnig sagt
ykkur allt af létta. Allt af léttal"
Jean de Luxe hampaði gull-
peningnum og sagði: „Segðu frá.“
Þá sagði þessi maður: „Jæja,
eins og þið kannski hafið heyrt,
var Laura, móðir Guys, af Le
Poittevinættinni. Nú var Le
Poittevinfólkið af góðum og
gömlum Normannastofni, —
kaupmenn, sjáið þið, og milljón-
erar — en blóðið þó farið að
þynnast."
„Hamingjan sanna, þetta er
framför!" hrein Jean de Luxe.
„Það er sannkallaður hamingju-
dagur, þegar einn garðvörður tal-
ar á þennan hátt!“
„Já, er það ekki?“ spurði
Cavalier og strauk yfirskeggi
sínu eins ástúðlega og það væri
kjölturakki. „Ég held þá áfram.“
Hann var — gæti maður sagt —
að kjassa yfirskeggið, tala það til
svo að það móðgaðist ekki af
go'tunum, sem hann gaf gullpen-
ingnum. Hann hélt áfram. Mau-
passantarnir voru hefðarfólk.
Höfðu kórónu stimplaða á bréf-
in sín og svo framvegis. En voru
auðvitað bláfátækir.“
„Hvers vegna „auðvitað“?“
spurði ég skipandi.
„Vegna þess að það liggur í
hlutanna eðli að hefðarfólk sé
ónytjungar — veiði, skjóti, fiski
og svo framvegis — tylft rétta á
borðum og vín eins og vatn. Og
þegar maður notar góðan hest til
að veiða ref, eða gráhund til þess
eins að hremma kanínu, hvernig
á manni þá að haldast á pening-
um? Jæja, Laura le Poittevin
færði eiginmanni sínum þokka-
lega fúlgu í búið, það held ég nú,
og jafnskjótt og hún var orðin
Madame de Maupassant, settist
hann um kyrrt til að njóta heima-
mundarins. Ég býst nú við að hún
hafi ekki skemmt sér eins vel
fyrir þá peninga. En þegar Guy
litli fæddist, varð hún æðislega
hamingjusöm. Maður hefði mátt
ætla að hann hefði verið fyrsta
barnið, sem fæddist í heiminn!
Ó, móðurást, móðurást, hve þú
ert furðulegt fyrirbrigði!
Jean de Luxe urraði: „Reyndu
að halda áfram með söguna mað-
ur!“
„Já, herra minn, það skal ég
gera,“ sagði mannskepnan og
flírði. „Nú hafði mamma mín,
kona Cavaliers bónda, verið
þerna og vinstúlka Lauru le
VLKAN 3i.tW.-gJ
HUSQVARNA 2000