Vikan


Vikan - 17.09.1964, Blaðsíða 8

Vikan - 17.09.1964, Blaðsíða 8
• § • Avallt fyrstir í íramíörum nútfma form VANDIÐ VALIÐ ÆuxaH" siónvarpstæki Sameina allt þaS bezta, sem sjónvarp hefur uppá að bjóða. Luxor verksmiðjurnar hafa yfir 40 ára starfsreynslu í radíótækni. ÞJÚNUSTA Á EIGIN RADfÚVERKSTÆÐI. It^rfHHI Laugaveg 96 — Sími 22600. MIÐAÐ VIÐ VERÐ: ★★★★★★★ FRÁBÆR ★★★★★★ MJÖG GÓÐUR ★ ★ ★ ★ ★ GÓÐUR NSU RRINZ lOOO ★ ★ ★ ★ ALLGÓÐUR ★ ★ ★ S/EMILEGUR ★ ★ VIÐUNANDI ★ LÉLEGUR NSU Prinz 1000. Dyrnar opnast að vísu vel, en það er svo stutt frá fremri dyrapóstinum að fram- sætinu, að innsetningin er í þrengsta lagi. Hins vegar er til- tölulega auðvelt að komast inn og út fyrir aftursætisfarþega, miðað við, að þíllinn er aðeins tveggja dyra. En þegar inn er komið, og und- ir stýri setzt, fer fremur vel um mann. Mér finnst framsætin ágæt, og stjórntæki öll liggja vel við. Stýrið liggur eðlilega við hendi, gírstöngin stutt og á góð- um stað, í miðjum bílnum, milli sæta, en var á reynslubílnum full- langt til vinstri, svo óþægilegt var að komast að honum í fjórða fyrir framsætinu. Á lágri bungu milli sætanna, aftan við gírstöng- ina, er innsogið og miðstöðvar- BILAPROFUN VIKUNNAR NSU PRINZ lOOO Ég held, að ég fari rétt með það, að Ómar Ragnarsson hafi verið fyrsti eigandi bifreiðar af gerðinni NSU á íslandi. Þetta var pínulítil púta, gul að lit, og svo létt, að tveir menn gátu auð- veldlega reist hana upp á end- ann með handafli. Síðan hefur Ómar, að því er virðist, verið fast- ur áskrifandi að NSU bílum, og nú hefur hann nýlega fengið ann- an tveggja nýjustu NSU bílanna, sem futzt hafa hingað til lands: NSU Prinz 1000. Allir kannast við fyrirrennara Prinz 1000, Prinz 4. Prinz 4 er bíll í allra minnsta lagi, en þó heldur stærri en fyrsta pútan hans Ómars. Prinz 1000 er nokkru stærri, — og reyndar orðinn við- unanlega stór bíll, með flestum einkennum slíks farartækis. Og vel þokkalegur bíll, þótt nokkrir vankantar séu á — en hvaða bíll er vankantalaus? Það þarf svolítið lag til að smeygja sér inn i framsætið á rofinn, og þar fyrir aftan hand- bremsan. Þetta er allt saman að- gengilegt. Mælaborðið er látlaust og snot- urt. Yzt til vinstri er gúmmí- hnappur stór. Sé ýtt á hann, sprænir vatnið upp á framrúð- urnar (að utanverðu), en sé hon- um snúið, fara þurrkurnar í gang, og fer ganghraði þeirra eftir því, hve ákaflega er snúið upp á hnappinn. Næst hægra megin við þetta handfang eru fjórir rofar af smellugerðinni, þeir eru fyrir parkljós og aðalljós, og svo tveir fyrir stöðuljós sitt hvorum meg- in. Næst kemur svo klukka, þá mæliskifa, sem segir til um hrað- ann í kílómetrum, svo og hve langt hefur verið ekið. Efst á þessari skífu kviknar gult ljós, ef gleymzt hefur að taka innsogið af, svo og blátt ljós sé ekið með hærri ökuljósum, en að neðan kviknar grænt ljós, ef vélin hætt- ir að smyrja sig, en rautt, ef ein- hver kengur kemur í rafmagnið. Og hægra megin við þessa stóru skífu er svo bensínmælir. Þetta lítur ósköp þokkalega út, og er ekki mælafærra en gerist og — VIKAN 38. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.