Vikan


Vikan - 17.09.1964, Blaðsíða 45

Vikan - 17.09.1964, Blaðsíða 45
stofu, sem vissi út að verönd og búin var gömlum húsgögnum, sem minntu mig talsvert á húsgögnin í dagstofunni heima hjá frú Deloney. Þar inni bar mest á olíumálverki miklu yfir arninum; virðulegur eldri maður með mikið, hvítt yfirvara- skegg, festu í svip og snör, tinnu- dökk augu, sem störðu athugandi á mig, þegar ég tók mér sæti í gamla armstólnum, sem frú Brads- haw benti mér á. ,,Þér þurfið ekkert að óttast um líkamlegt öryggi hans," varð mér að orði. ,,Ég hitti hann að máli í Reno í kvöld er leið, og hann var við beztu heilsu." ,,Hvað er það eiginlega, sem hann hefur fyrir stafni þarna í Reno?" spurði hún. ,,Hann situr þar ráðstefnu, eins og þér gátuð um, og um leið var hann að athuga náunga, sem hann hafði grunaðan í sambandi við morðið á ungfrú Haggerty." ,,Honum hlýtur að hafa verið meira en lítið hlýtt til þeirrar stúlku, fyrst hann leggur á sig allt þetta ferðalag." „Hann var að vissu leyti bund- inn henni, þó að ekki væri það ástarböndum. Það var ekki fyrir hendingu, að hann útvegaði henni starf við háskólann — hún mun, með öðrum orðum, hafa beitt hann fjár- kúgun." „Hvernig gat hún það? Roy hef- ur lifað grandvöru, heiðarlegu lífi. Ég sem móðir hans ætti bezt að vita það." „Það má vel vera. Kröfur, sem gerðar eru um líferni manna, eru misstrangar — maður, sem ætlar sér mikinn frama á sviði skólamála, verður ekki einungis að vera vamm- laus sjálfur, heldur getur miður heppilegt kvonfang orðið honum þröskuldur í götunni að rektorsem- bættinu. Kannizt þér nokkuð við konu að nafni Letitia Macready?" „Alls ekki." Hún sagði ósatt. Svipdrættirnir í andliti hennar hörnuðu og herptust, hvarmarnir kipruðust saman, svo að rétt sá í tinnudökk sjáöldrin. Hún kannaðist áreiðanlega við þá konu. Hataði hana. Ef til vill óttaðist hún hana líka. „Það má merkilegt heita, ef þér kannist ekkert við hana. Hún sem var tengdadóttir yðar." „Þér hljótið að vera genginn af göflunum. Sonur minn hefur aldrei kvænzt." „Menn geta þó því aðeins fengið lögskilnað, að þeir séu kvæntir. Roy fékk lögskilnað við konu þessa í Reno fyrir nokkrum vikum; hann dvaldizt í Nevada í júlí og ágúst til að koma því öllu í kring." „Þá fæ ég þó sönnun fyrir því að þér eruð ekki með öllum mjalla; hann var þá á ferðalagi um Evrópu, það verður ekki vefengt!" Hún reis með erfiðismunum á fætur, gekk þunglamalega yfir að skrifborði fornu, sem stóð út við vegg og kom þaðan aftur með allþykkt kneppi sendibréfa og póstkorta í titrandi höndum sér. „Þarna getið þér sjálf- ur séð," mælti hún sigri hrósandi. „Hann sendi mér þessi póstkort og bréf úr ferðalaginu." Ég athugaði póstkortin lauslega. Þau voru um fimmtán talsins, og póststimpijlinn sýndi, að þau voru send frá ýmsum borgum og lönd- um Vestur-Evrópu, mánuðina júlí og ágúst. Á bakhlið eins þess gat að lesa hástemmda lýsingu á Arn- arhreiðri Hitlers að Berchtesgaden; ég spurði frú Bradshaw hvort hún væri viss um að þetta væri rithönd sonar síns. „Já, það er ekki neinum vafa bundið, og nú vona ég að þér hafið fengið sönnun fyrir því, að Roy hef- ur ekki getað verið í Nevada um þetta leyti," sagði hún — en þó var nánast spurnarhreimur í röddinni. „Hefur hann ferðazt um Evrópu áður?" spurði ég. „Auðvitað. Ég fór með hann þangað skömmu eftir að stríðinu lauk; þegar hann var við nám í Harvard háskóla." „Þá hefur það verið auðvelt fyr- ir hann að leika ferðalagið. Hann hefur haft einhvern samsekan á ferðalagi um Evrópu, sem hann sendi póstkortin og sendibréfin í umslagi, og þvínæst hefur hann póstlagt þau í viðkomandi borgum." „En ég skrifaði honum, og hann svaraði." „Þá hefur sá meðseki hirt fyrir hann bréf yðar, sent í flugpósti til Reno, þar sem Roy skrifaði svarið og sendi honum um hæl í fIugpósti til endanlegrar fyrirgreiðslu." „Mér fellur ekki að heyra orðið „samsekur" í sambandi við son minn. Þegar allt kemur til alls, er þarna ekki um neitt glæpsamlegt athæfi að ræða — hafi hann beitt þessum blekkingum." „Ég vona ekki, frú Bradshaw." Hún skyldi bersýnilega hvað ég meinti, því að sársauka brá fyrir í svip hennar. „Það væri sannarlega hörmulegt, ef smávægileg æsku- léttúð yrði til þess að loka honum öllum framaleiðum. Slíkt hefði aldrei orðið, ef faðir hans hefði lifað og getað séð til með honum." Og hún leit þangað, sem málverkið af manninum með hvíta yfirvara- skeggið hékk yfir arninum. „Þessi æskuléttúð hans í sam- bandi við Letetiu?" ,,Já." „Þér kannizt þá við hana?" „Hún átti tal við mig einu sinni, skömmu áður en við fluttumst frá Boston á stríðsárunum, og bað mig um fé til að standa straum af lög- skilnaði í Nevada. Hún hafði blekkt blessaðan drenginn minn til að kvænast sér, hafði alla aðstöðu til að eyðileggja framtíð hans og ég lét tilleiðast ag fékk henni tvö þús- und dollara. Þeim hefur hún eflaust eytt í eigin þarfir, að minnsta kosti reyndi hún ekki neitt til að fá skiln- að." „Vissi hann að þér komuzt að þessu." „Nei, og þar sem hann minntist ekki á neitt, hélt ég að honum hefði tekizt að kaupa hana af sér. ( þetta vilja allir í nýja húsið. Umboðsmenn á Islandi: Þorsteinsson & Co. UMBOÐS- OG HEILDVERZLUN Tryggvagötu 10 - Slmnefnl: Thorexlm Pósthólf 1143 - Reykjavlk - Slml 19340 VIKAN 38. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.