Vikan


Vikan - 17.09.1964, Blaðsíða 7

Vikan - 17.09.1964, Blaðsíða 7
/ að, að litirnir líkjast helzt fyrsta flokks abstrakt málverki. Svo er eitt enn, sem væri mikil blessun fyrir barnafjölskyldur, það eru sumarhús til leigu. Þetta fyrirkomulag hefur mikið rutt sér til rúms í útlöndum á seinni árum og það væri víst hægt að kynna sér þetta nánar þar sem reynslan í þeim efnum hefur fengizt. Ég hef veitt því athygli, að barnafjölskyldur geta ekki verið lengur í einu en 2 eða 3 daga. Hvernig gætu þær verið það, þegar hótelverðið fyrir hvern mann á dag er 400 kr.? Og með smábörn er ekki hægt að liggja í tjöldum lengri tíma. Ég hef séð að fólk kemur inn á hótelið og biður um næturstað vegna þess að það er of kalt í tjöldunum fyrir börnin. Væri ekki heppilegt, að fjöl- skyldur gætu leigt sumarhús fyr- ir 100—150 kr. á dag í viku eða lengur? En, góða kona, ætlar þú að leggja til þessar milljónir, sem þarf til þessa alls? Það get ég ekki, en ég get bent á leið sem mundi gera þetta allt mögulegt smátt og smátt. Það er að láta hvert herbergi, sem leigt verður og hvert tjald borga smáupphæð, segjum 50 kr. fyrir hverja nótt sem gist verð- ur á þessum stað. Með þessu móti mundu fjölskyldur ekki borga meira en einstaklingar. Þetta kallast ,,kurlage“ á megin- landinu. Fyrir þetta gjald verð- ur gert allt, sem þarf til að gera einhvern stað að reglulegum hressingarstað: Leggja og slétta vegi, setja upp bekki hér og þar, halda í lagi þessum tröppum, sem ganga yfir girðingarnar og margt fleira. Ég skrifa þessar línur í þeirri von, að áhugi gestanna á þessum fallega stað muni verða hvatn- ing fyrir viðkomandi aðila til að endurbæta og byggja upp eitt horn í sínu góða föðurlandi. Gabriele Jónasson. Réttlæti á báða bóga Kæra Vika! Mig langar til að skrifa þér til að fá góð ráð. Svo er mál með vexti, að ég er 14 ára og á versta aldri eins og sagt er. — Ég á mjög góða foreldra, sem vilja flest fyrir mig gera. En þó það sé nú svona, þá get ég ekki annað en farið á bak við þau með ýmislegt. Eitt af því fáa sem foreldrum mínum er illa við, er að ég sé seint úti á kvöldin. Ég á marga góða vini. Sérstaklega erum við fimm krakkar, 3 stelpur og 2 strákar, sem halda hópinn. Við höfum stofnað nokkurs konar félag, þar sem við erum að reyna að hjálpa einum bekkjarfélaga okkar, sem er farinn að drekka og reykja mikið, —- en þó mikið til í laumi. Við höldum fundi hjá einni vinkonu minni á kvöldin. Á daginn er það ekki hægt, því þá erum við í vinnu. Tíminn líð- ur ótrúlega fljótt á kvöldin, svo sem margir kannast við þegar margt þarf um að ræða. Ég ranka kannski við mér korter yfir ellefu og þá á ég eftir að labba heim, sem er 20 mín. gangur. Og svo þegar ég kem heim er ausið yfir mig skömmum. Ekki bætir það úr þegar strákarnir vilja labba með mér heim og við mætum mömmu og pabba svo á miðri leið. Það hefur ekki svo sjaldan komið fyrir. Og þá segir pabbi: „Ég held þú ættir að skamm- ast þín, að vera úti með strákum, og það svona seint á kvöldin." En það er ekki gaman að þessu. Ég get ekki beðið strákana að láta mig ganga eina heim. Þeir halda þá að ég sé eitthvað reið út í þá, og ég get heldur ekki sagt foreldrum mínum frá félags- skap okkar, því við viljum ekki, að neitt komizt upp um þennan vin okkar. Kæra Vika, hvað á ég að gera? Ég vona að þú gefir mér góð ráð og það fljótt. Að minnsta kosti áður en ég leggst undir græna torfu af áhyggjum. Með fyrir þökk. Ein í miklum vanda. Ps. Hvernig er skriftin og staf- setningin? --------Settu þig í spor foreldra þinna. Þeir vita ekki hvað þú ert fórnfús, og hvað þú ert að gerá á kvöldin, þegar þú kemur heim rétt fyrir miðnætti. Ef þú ætlast til skilnings og réttlætis af þeim, þá verður þú líka að sýna þeim skilning og réttlæti. Segðu þeim allt af létta, hvað þú ert að gera, og í hvaða tilgangi þú ert úti. Þá — vertu viss — færðu leyfi til þess, virð- ingu þeirra og það réttlæti og skilning, sem þú bíður eftir. Skriftin er óvenju falleg og stafsetningin góð. Notaðir bílar og nýir f miklu úrvali og við allra efni Öll þekktustu merkin á markaðnum Seljum gegn: staðgreiðslu, afborgunum, tryggum skuldabréfum og vel tryggðum víxlum. Komið, skoðið og kaupið Gamla Bílasalan Rauðará Skúlagötu 55 — Sími 15812. VIKAN 38. tW. — rj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.