Vikan


Vikan - 17.09.1964, Blaðsíða 41

Vikan - 17.09.1964, Blaðsíða 41
„Hver djöfullinn stendur eigin- lega til? Hvað haldið þið að þið grasðið ó þessu? Lótið þið ykkur detta í hug að þið getið hagað ykkur eins og ótíndir glæpamenn og farið með Fanney nauðuga með ykkur?" „Það hefur aldrei komið til mála, herra Kári", svaraði Ordneszky um leið og hann settist á kirkjubekk- inn. Hann brosti svo skein í mjalla- hvítar postulínstennur, „en ég full- vissa þig um að hún kemur til þess af fúsum vilja. Og svona til þess að gera þetta aðeins léttara, þá fullvissa ég þig líka um það, að ég mun verða henni einstaklega kær- leiksríkur eiginmaður — jafnt á nóttu sem degi, og að hana mun aldrei skorta líkamlega þjálfun, jafnvel þótt á mig vanti einn fót- inn. En til þess að koma þessu í framkvæmd á þeim stutta tíma, sem ég hef til umráða, varð ég að grípa til örþrifaráða". Hann opnaði handtösku, sem lá á bekknum við hlið hans og dró upp úr henni fulla flösku af ís- lenzku brennivíni. „Má ég ekki bjóða þér örlitla hressingu, Kári? Það styrkir taug- arnar og auðveldar alla fram- kvæmd, ef þú færð þér dálítinn skammt af þessu". Hann sneri tappann af flöskunni með æfðum handbrögðum og bar hana upp að Ijósinu. Síðan beygði hann sig niður og bar stútinn að vörum Kára, en hann sneri höfð- inu snögglega til hliðar, svo vínið skvettist á hann út úr opnum stútn- um. ',,Þú getur farið til helvítis með allt þitt brennivín. Þú færð mig ekki til að drekka með þér, hversu þyrstur sem ég verð. Viljið þið leysa af mér böndin undir eins, eða ég æpi svo hátt að það skal heyrast um allar sveitir". „Það er algjörlega tilgangslaust, Kári minn. Þú veizt að það stóð til að dansa í samkomuhúsinu í kvöld, og halda þar smá kveðjustund okk- ur til heiðurs. Þar eru nú staddir hreint allir, sem hér búa, og hljóm- sveitin hefur eins hátt og hún getur. Það mun því enginn heyra til þín. En þér er auðvitað velkomið að reyna . . ." Hann hagræddi sér betur í sæt- inu og teygði makindalega úr fæt- inum um leið og hann strauk lóf- anum yfir stútinn. Svo bar hann flöskuna aftur við Ijósið, andvarpaði feginsamlega, setti hana við munn sér og teygaði drjúgan sopa. Síðan gretti hann sig ferlega, hikstaði og ropaði svo undir tók f kirkjunni. „Andskotans eitur er þetta, sem þið Eskimóarnir hérna sullið í ykkur. Það er engum heiðvirðum manni sæmandi að setja þetta innfyrir sín- ar varir . . . O-jæja. Það hefur það þótt ég kasti grímunni nokkur augnablik. Ég er jafnmikill heiðursmaður í aug- um Fanneyjar fyrir það. Annars bið ég þig að fyrirgefa að ég fékk mér sopa, því þessi flaska var keypt fyrir þig einan . . Og hann skvetti úr flöskunni framan í Kára. „En Boris", hélt hann áfram, „við verðum víst að fara að flýta okk- ur, því ég vil alls ekki missa af þvi að dansa nokkra vangadansa við Fanney áður en ég fylgi henni svo heim í bólið". „Allt í lagi. Maður verður víst að vinna fyrir kaupinu", svaraði Boris, beygði sig niður að Kára, tók utan um hann og reisti hann á fætur. Kári var óstöðugur vegna fjötranna og var næstum dottinn af+ur. þegar Ordneszky tók utan um hann aftan frá og hélt honum uppi. Svo tók Boris til ópsilltra mál- anna og lét hnefahöggin dynja á Kára. Hann reyndi eftir fremsta megni að forða sér undan högg- unum ,en Ordneszky hélt honum föstum, svo hann gat sig ekki hreyft. Honum tókst þó í nokkur skipti að snúa höfðinu undan, og tvisvar varð það til þess að Ordneszky fékk þau framan í sig, en hann bara hló við. Loks skipaði Ordneszky honum að hætta og lét Kára falla máttlausan og hálf meðvitundarlausan á gólfið. „Þessu er nú senn að verða lok- ið, Kári", heyrði hann að Ordneszky sagði um leið og hann beygði sig yfir hann með brennivínsflöskuna og bar hana að vörum hans. „Fáðu þér nú einn sjúss til að styrkja þig. Það gerir þér aðeins gott". Kári vissi varla hvað var að ger- ast, og áður en hann gæti áttað sig, var hann búinn að kyngja drjúgum slurk úr flöskunni, og fann hvernig það brenndi hann langt niður í maga. „Þetta dugar alveg, held ég", sagði Ordneszky. „Við þurfum bara að dreifa örlitlu meira ilmvatni á þig, svona til frekari sannfæring- ar". Og hann hellti víni niður á Kára svo skyrtan rennblotnaði á brjósti hans. Síðan lagði hann flösk- una við hlið hans og sparkaði í bakið á honum um leið og hann sagði: „Jæja, Boris. Nú er aðeins eftir að deyfa herrann dálítið betur og svo getur þú tekið til við mig. Náðu nú í sandpokann og klappaðu honum frá mér í kveðjuskyni — með kveðju frá Gregory!" Hann hló hátt og stórkarlalega og sneri sér undan, en Boris tók upp lítinn poka, vafalaust fullan af sandi og beygði sig yfir hann . . . svo vissi hann ekki meir. Það var rökkur umhverfis hann, þegar hann vaknað', en hann fann strax að hann lá ekki lengur á kirkjugólfinu, því cað var mjúkt undir honum, og þegar hann fór að athuga það nánar, fann hann að það var hey. Sólarljósið þrengdi sér inn um göt og rifur á einstaka stað í veggj- um og lofti, svo það hlaut að vera komin dagur, þótt rökkur væri inni. Hann fann sér til furðu að hann var ekki lengur bundinn, og skjögr- aði á fætur í heyinu til að komast Haustið nálgast og vetrartízkan er glæsi- leg að vanda Nýjar sendingar af hollenzkum haust- og vetrarkápum vikulega Bernhard Laxdal KJÖRGARÐI - LAUGAVEGI 59 - SÍMI 1-44-22. VIKAN 38. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.