Vikan

Tölublað

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 6

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 6
C O N T E X REIKNIVÉLARNAR fara sigurför um heiminn og vekja alls staðar athygli og aðdáun fyrir formfegurð, ótrúiegt notagildi, fyllstu gæði og mjög hagstœtt verð. C O N T E X GETUR ALLT C O N T E X ER KOSTAGRiPUR + leggur saman — dregur frá X margfaldar : deilir ★ formfögur og falleg ó litinn ★ léttur óslóttur ★ hnappar formaðir fyrir blindandi óslótt ★ eldfljót samlagningar- og frádráttarvél, sem jafnframt margfaldar og deilir sjálfvirkt ★ búnaður fyrir endurtekna margföldun með sömu tölu ★ tekur 10 stafa tölu og gefur 11 stafa út- komu ★ eins einföld í notkun og hugsast getur — vinur við fyrstu kynni ★ jafngóð fyrir hægri og vinstri hönd ★ lipur og létt, aðeins 3 kg. ★ fyrirferðarlítil á borði: L 25,6 — B 20,5 — H 10,0 cm. ★ auðflutt ★ kemst í skjalatösku, en fer ennþá betur ( hinni hentugu CONTEX burðartösku ★ traust og sterk ★ 5 ára ábyrgð ★ örugg varahluta- og viðgerðaþjónusta. CONTEX er' REX-ROTARY framleiðsla in, þar sem Hringið, skrifið eða komið, og við munum veita yður nánari upplýs- ingar. — Sendum um allt land. O.KOR1ERUPH4MSEM $ F REX-ROTARY blek- og spritt- FJÖLRITAR hand- og rafknúnir eru löngu landskunnir, enda jafn- an fyrstir með tæknilegar framfar- ir og bera af um útlit, hagkvæmni, gæði og verð. Framleiddlr af stærstu fjölritaverksmiðjum álfunnar. REX-ROTARY efni og áhöld til blek- og sprittfjölritunar. ELECTRO-REX stensla-þjónusta. REX-RECORDER hljóðritar. « DÓNAR í KVIKMYNDAHÚSUM. Kæra Vika! Ég er mikill kvikmyndaunn- andi og var jafnan tíður gestur í bíóunum, en nú upp á síðkastið hef ég neyðzt til að bregða þeim vana vegna þess, að mér sem sæmilega siðuðum manni var það algerlega óbært að horfa á fólk troða þessu hænsnafóðri, sem kallað er popkom, í andlitið á sér. Þessu fylgdi svo mikið skrjáf í pokum að úr varð hár niður og þó var það allt saman hátíð á móti fýlunni, sem lagði jafnt yfir rangláta sem réttláta. Þetta var alltaf að versna og að lok- um kvað svo rammt að þessu, að ég gekk út af sýningu og hef ekki farið í bíó síðan. Og geri ekki fyrr en þessi dónaskapur hefur verið afnuminn. Það hlýt- ur að verða gert fyrr eða síðar. Ég veit til dæmis ekki betur en eitt bíóið sé rekið á vegum Tón- listarfélagsins, sem er menning- arfélag og alls góðs maklegt. Það á að ríða á vaðið og neita þess- um pophænsnum um fóður. Ég skora hér með á það að verða fyrst til þess að auglýsa, að pop- korn verði ekki selt innan veggja kvikmyndahússins. Viljið þið nú koma þessu á framfæri fyrir mig. Með beztu kveðju, Kolskeggur, ----Þessu er hér með komið á framfæri, bæði við Tónlistar- félagið og aðra þá, sem reka kvikmyndahús. Við tökum ein- dregið undir það með Kolskegg, að pop-át í kvikmyndahúsum er einfaldlega dónaskapur og furðu- legt er það tillitsleysi ráðamanna þessara húsa, að Ieyfa vansiðuðu fólki að verða skemmtunarspillir á þennan hátt. ÞEIR GÖMLU GÓÐU TÍMAR ERU LIÐNIR. Kæri Póstur! Þar sem ég veit, að svo margir lesa Vikuna, og þá ekki sízt Póst- inn, langar mig að biðja þig að koma eftirfarandi á framfæri: Eins og þú veizt, vaða uppi ógrynnin öll af bítlahljómsveit- um núna um þessar mundir. Nú er ég ekki að segja, að ég sé á móti bítil-lögum almennt. En það eru nú, sem betur fer, til fleiri tegundir dægurtónlistar. En eins og þú veizt eflaust veizt, saman- standa þessar hljómsveitir nær eingöngu af gíturum. „Hinar gömlu, góðu hljómsveitir1,, aftur á móti, voru ekki kallaðar hljóm- sveitir nema í þeim væru einnig saxófónn og píanó. Og nú er ég kominn að kjarna málsins, og hann er í stuttu máli sagt: Fleiri hljómsveitir, sem samanstanda af fleiri hljóðfær- um, en bara gíturum. Ég vona, að þessar línur kom- ist til réttra aðila, því að ekki er seinna vænna, að eitthvað sé gert í þessu máli. En fleiri eru vandamálin, eins og t.d. það, að varla er hægt nú- orðið að fara á „nýju dansana' án þess að vera „eldklár" bæði í „shake“ og „twist“, því að yfir- leitt er ekki hægt að dansa ann- að eftir þeim lögum sem leikin eru. T.d. er orðið mjög sjaldgæft að sjá menn „tjútta", eins og það er kallað, hvað þá að dansa „Cha-cha-cha“ svo ekki sé fleira nefnt. Ég vil Ijúka bréfi mínu þannig: Betri hljómsveitir og fjöl- breyttari dansa. — Það eru tak- mörk fyrir öllu, og þar með bítl- unum. Með beztu kveðju og fyrirfram þakklæti fyrir birtinguna. Sveinn. — — — Það er fátt sem er eins fljótt að ganga sér til húðar og dansar. Hver einasti maður á hvaða aldri sem er, getur talað um dansana, sem dansaðir voru í þá gömlu og góðu tíma, þegar hann var ungur. Þér er óhætt að trúa því, að unglingarnir, sem í dag hlusta á bítlana og dansa eftir bítlamúsíkinni eiga eftir að minnast þess alls með söknuði síðar, þegar þeir eru orðnir ráð- sett fólk og nýir dansar og ný músík eru komin í tízku. --------Svar til Austra: Eins og sagt var frá í Vikunni nýlega, þá er Árni Björnsson, læknir, sér- fræðingur í plastiskum andlits- aðgerðum og hann mun einnig framkvæma húðslípun. Leitaðu til hans sem fyrst. EÐLI ALHEIMSINS. Kæra Vika! Ég hrópa hér með húrra fyrir Gísla Halldórssyni, verkfræðing, og óska blaðinu til hamingja með g VIKAN 9. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.