Vikan

Tölublað

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 27

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 27
MIDOMAR MLEIKANS Lgnar Þórðarson ICl TexH: G. K. MyndlPs Kristján Magnússon allt eins hreint í pokahorninu hjá áhrifamanninum eins og hann vill vera láta, og það svo að um mun- ar. Starfsmaðurinn kemst í þá aðstöðu, að hann verður að taka ákvörðun um það, hvort hann á að þegja um þetta misferli, eða skýra frá því opinberlega. Hann getur ekki lokað augunum og lát- ið sem hann viti ekkert um þetta, hvorki samvizku sinnar vegna né af öðrum ástæðum. Vinur hans býr norður í landi. Sá er þekktur viða fyrir heiðar- leik og kristilegt líferni til orðs og æðis. Að vísu er hann gamall elskhugi eiginkonu vinar okkar, en um það veit hann ekkert, enda er því lokið fyrir löngu. Hann skrifar nú þessum vini sínum bréf, þar sem hann útskýrir málið fyrir honum og biður hann um ráð. Nokkru síðar kemur þessi vinur hans svo suöur og þeir ræða sam- an málið. Hann ráðleggur honum að fara varlega í sakirnar og rasa ekki um ráð fram, því það kunni að reynast honum erfitt að standa i opinberu máli og uppljóstrunum, sem fólk kynni að leggja honum sjálfum til lasts. Inn í þetta tvinn- ast svo ýmislegt smávegis, sem kannske hefur ekki beint þýðingu i sambandi við atburðarásina, en er þó nauðsynlegt annarra hluta vegna. Svo fer að vinur okkar tekur þá ákvörðun að skýra frá misferli vinnuveitanda síns opinberlega, og smátt og smátt kemur í ljós að sannleikurinn í málinu er ekki jafn einfaldur og í fyrstu virð- ist. Þarna kemur ný persóna til sög- unnar, lögfræðingur, sem ekki læt- ur mikið á sér bera opinberlega, en hefur puttana víða inn á milli, hlédrægur en slóttugur. Hann er raunar höfuðpaurinn í þessu öllu saman, en ílækir aðra í málið, ger- ir þá samseka og meðábyrga, þó aö allt virðist fellt og slétt á yfir- borðinu." „Og svo.... ?“ „Maðurinn er flæktur inn í ó- sýnilegt net án þess að hafa hug- mynd um það sjálfur. Þetta er megininnihald leiksins, og á að lýsa því hvernig mér koma fyrir sjónir ýmsir þættir í samskiptum manna nú á tímum. Á þessu er raunar ekkert upphaf og enginn endir, — aðeins spurning, sem ég set frEim.... óbein lýsing á aldar- farinu, viðhorfum manna og sjálfs- róttlætingu. Hver og einn verður svo að gera Það upp við sjálfan sig hvort hann viðurkennir þessa lýs- ingu og hvernig hann svarar spurn- ingunni, sem felst í leiknum: Hvað er raunar sannleikurinn á bak við orð okkar og æði?“ „E'r þetta sorgarleikur, skemmti- leikur eða spennandi glæpaleikur — á yfirborðinu?" „Það er eiginlega svona sitt lítið af hverju. Inn í þetta eru fléttaðir léttir og broslegir atburð- ir, sonur, dóttir og tilvonandi tengdasonur kóma þar við sögu ásamt fleira fólki. Misferli, græðgi og valdahneigð eru undirrót at- burðanna. Þeir, sem ætlast til of mikils af lifinu, standa þar vissu- lega verr að vígi en þeir, sem sætta sig við minna hlutskipti.“ „Hefurðu einhverja fyrirmynd að leikritinu i daglegu llfi ?“ „Nei, enga sérstaka. Kannske samansafn af ótal fyrirbrigðum, sem komið hafa í dagsins ijós á undanförnum árum.“ „Þú flytur engan sérstakan boð- skap, ert ekki að skammast út í neitt ákveðið, heldur aðeins að benda á og varpar svo fram spurn- ingum. Segðu mér, Agnar. Vegna hvers skrifar þú heldur leikrit en sögur?“ „Mér finnst leikritsformið mik- ið frjálsara að sumu leyti. Mér er á móti skapi allskonar bollalegg- ingar, ívöf og málalengingar, spek- úlasjónir og svoleiðis. sem algengt er að sjá í sögubókum. 1 leikrit- inu er persónum ekki lýst með orðum og málskrúði, heldur koma þær þar fram ljóslifandi, skapaðar af leikaranum með aðstoð og und- irbúningi höfundarins. Þar þarf ekki að segja — eins og gert var i gamla daga fyrir börn og gam- almenni: Ríki maðurinn var ljót- ur og vondur, en fátæki maðurinn var fallegur og góður. I leikritinu verður áhorfandinn að skapa sér sínar eigin skoðanir á persónunum og málefninu, eftir skarpskyggni og eigin reynslu. Mér finnst líka mikið atriði, að í leikritinu þarf höfundurinn aldrei að koma fram, hvorki beint né óbeint. Hann er algjörlega hlutlaus — eins og hann sé ekki til. I sögum er ávalt ein- hver, sem segir frá, annaðhvort í fyrstu eða venjulegast í þriðju persónu. Þar er annaðhvort sagt frá því sem „ég“ gerði eða því sem „hann“ gerði. Sögumaður er ávalt höfundurinn sjálfur. Snmir reyna að koma sér hjá þessu með því að láta i>riðju persónu segja söguna: „Jakob hagræddi sér í stólnum og hóf frásögnina.... “ en það eru aðeins undanfærslur, sem sýna að höfundar eru margir þreyttir á að nota hið hefðbundna frásagnarform. 1 leikritinu gætir þess ekki. Ég er heldur ekki stíl- isti. Þótt ég geti kannske sagt mönnum um það hvernig þeir eigi að haga sér á leiksviðinu og hvað þeir eigi að segja, þá er mér ekki gefið um það að setja það í sér- stakan frásagnarstíl, sem rithöf- undum er nauðsynlegur." „Vissulega hlýtur að þurfa stíl við leikritasamningu?" „Já, en það er öðru vísi. Þar hef- ur hver persóna sinn eigin stíl, sem höfundinum kemur í raun og veru ekkert við. Leikritahöfundur- inn segir aðeins frá því hvaða talsmáta hann notar, hvernig hann lítur út, en lýsir honum ekki nán- ar.“ „Þú varst um tíma í Bandaríkj- unum, var það ekki, til að kynna þér samningu leikrita?" „Jú, ég var þar I tæpt ár og kynnti mér ýmsar hliðar á slíku. Þar var mikið samankomið af fyrr- verandi kvikmyndarithöfundum, sem voru orðnir leiðir á því starfi og vildu snúa sér að leiksviðinu. Þar kynnti ég mér um leið samn- ingu leikrita íyrir sjónvarp, o. fl.“ „Það verður þá gott að leita til þín, þegar þar að kemur. Ertu með eitthvað fleira í deiglunni.. þessa dagana — kannske fyrir út- varpið?“ „Já, — O-já. Það má segja það. Ég er t. d. langt kominn með upp- köst að framhaldsleikriti, sem mun vera áformað að flytja seinna I útvarpinu. „Þú hlýtur að hafa gaman af því að skrifa leikrit....?“ „Já, það er ekki því að neita. Ekki geri ég það vegna pening- anna, sem ég hef upp úr því. Það er nú einu sinni svona, að flestir hafa sitt áhugamál, sem þeir vinna að í frístundum — sem því miður eru allt of fáar. Ekki svo að skilja, að það er hægt að hafa gott upp úr leikriti, ef það heppnast vel. Ég tala nú ekki um ef það kæmist á sölumarkað." „Hér heima er vafalaust litið upp úr því að hafa?“ „Já. Það eru þá undantekningar, ef svo er. Það er svo margt, sem kemur til greina, alveg fyrir utan það hvernig leikritið er í raun- inni.“ „Eins og.... ?“ „Til dæmis hvenær árs það er flutt. Sömuleiðis hvaða stykki eru flutt á sama eða svip'uðum tíjna. Líka hvernig fjárhagur fólks er. Hvort vertSðln hefur verið góð. Hvort eitthvað sé í því, sem laðar stóra hópa að því, t. d. unga fólkið og svo mætti lengi telja." „Þú lést liggja að því áðan, að frístundirnar væru allt of fáar. Nú hefur þú verið bókavörður á Landsbókasafninu í fjölda ára.. . . hve mörg?...." „Það eru bráðum tuttugu ár síðan ég byrjaði þar sem aukamað- ur.“ „Já. Er ekki næði þar til að vinna að slíkum hlutum? Og jafn- vel óvenju góð aðstaða? Og fritím- ar rúrnir?" „Það verður hverjum manni erfitt að vinna að slíkum hlutum milli starfa á daginn og raunar ógerningur. Til þess að skrifa leik- rit — eða hvað sem er annað, þarf að vera algjört næði, og timi til að sökkva sér niður í viðfangs- efnið. Jafnvel þótt „næði“ sé að jafnaði gott á safninu fyrir gesti, þá er það ónæðissamt fyrir bóka- verði. Að öðru leyti er aðstaðan góð, þvi þar fær maður ótakmark- aðan aðgang að öllum þeim bók- um og hjálparritum, sem til eru hér, — en frítímar.... ? Jú, Þeir eru þar góðir eins og við hverja aðra vinnu. En jafnvel þótt manni virðist það, þá er það einhvern- veginn svo, að „fritímarnir" verða að engu nú til dags. Það er svo mikið að snúast í ýmsu, að maður á raunverulega sjaldan frí. Margir vinna fram eftir öllum kvöldum. Þetta er orðið króniskt í þjóðfél- aginu, að þótt menn hætti aö vinna klukkan fimm eða sex, þá halda þeir áfram einhversstaðar annars- staðar til miðnættis. En það þarf tima bæði til að skapa og njóta bókmennta. Tíma- leysið er okkar versti óvinur. Við höfum lífsþægindi meir en nokkru sinni fyrr og peninga, — bílar og flugvélar þeysast með okkur hvert sem við viljum — við erum ríkir af öllu nema af tíma. Af homim er-‘ um vio fátækir, — og Það bitnar ekki sbct á bókmenntunum. Þess- vegna er Það engin furða aö sum af frægusíu verkum nútímans eru sköpuð af mönnum, sem af ein- hverjum ástæðum lentu útaf á breiðstrætum lífsins — I fangelsi eða á hæli, svo sem Brendan Behan eða franski dramatikerinn Genet, svo nokkrir séu nefndir. I velferðarríkjum framtíðarinn- ar verður það eitt af stærstu vandamálunum, að kenna fólki að nota frístundirnar sínar á iipp- byggilegan hátt — að öðrmi kostj geta þær orðfð til ta’óns." G.K. VIKAN 9. «bl. 2q

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.