Vikan

Tölublað

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 26

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 26
O Gunnar Eyjólfsson og Guðbjörg Þor- bjarnardóttir sem leika tvö aðalhlutverkin. Höfundurinn, Agnar Þórðarson, horfir á íbygginn á svip. i> O o Gísli Alfreðsson, leikstjóri, stjórnar æfingum. Þeir Róbert Amfinnsson og Gunnar Eyjólfs- son ræðast við á sviðinu. 2(J VIKAN 9. tbi. „Sannleikurinn er ekki alltaf það, sem manni sjálfum sýnist," sagði Agnar Þórðarson, höfundur leikritsins „Sannleikur í gifsi“, sem Þjóðleikhúsið hefur sýningar á núna á næstunni. „Flækjur og fláttskapur í nú- tíma þjóðlífi er orðið svo algengt fyrirbrigði, að oft og tíðum veit maður ekki hvað er réttan eða rangan á hlutunum. Þú ert að spyrja um leikritið mitt, og um hvað það fjalli. Það má líklega segja að þetta sé eitt aðalinntak þess." „Áttu kannske við að maður geti verið í vafa um það, hvort maður sé að segja sannleikann, einungis sannleikann og ekkert nema sannleikann, jafnvel þótt maður sé allur af vilja gerður?“ „1 mörgum tilfellum er það svo. Sannleikurinn er óhlutlægt hug- tak, og hann má segja á margan hátt og öllu má snúa á marga vegu ef viljinn er fyrir hendi.“ „Viltu útskýra málið aðeins nán- ar.... gefðu mér dæmi.“ „Þú ert t. d. vafalaust nýbúinn að skila skattskýrslunni þinni, og hefur útfyllt hana eftir beztu sam- vizku, þykist ég vita. Samt reikna ég með að hægt sé að teygja þær tölur á marga vegu. Svipað verð- ur líklega uppi á teningnum með þina andlegu skattskýrslu, ef út í það væri farið.... “ „Við skulum taka upp léttara hjai, Agnar, og ekki dvelja öllu lengur við þetta umræðuefni. Viltu ekki segja mér eitthvað nánar um leikritið? Hver er aðalþráðurinn í því ? Atburðarásin?" „Það er dálítið erfitt að útskýra það. Því þó að atburðarásin sé ekki flókin, fléttast þó saman við hana ýmis atvik sem of langt mál yrði að rekja. Annars gerist leikurinn hérna einhversstaðar inni í Háaleitis- hverfinu eða á svipuðum stað í úthverfi Reykjavíkur. Þar býr óskðp venjuleg fjöl- skylda á ósköp venjulegum stað við ósköp venjuleg kjör. Það gæti allt eins vel verið ég eða þú, sem við sjáum sem aðalpersónuna í leik'num. Það er maður á miðjum aldri, heiðarlegur og grandvar, eins og þú — eða ég! — Kona hans og börn. Þessi maður vinnur hjá ríkum áhrifamanni í þjó'ðfélaginu, sem laetur mikið á sér bera og hefur ýmis umsvif. Svo skeður það að venjulegi maðurinn okkar kemst að því fyrir hreina tilviljun, að ekki er 4

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.