Vikan

Tölublað

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 43

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 43
orðstír, að nú koma áhorfendur víða að, og er það eitt af mörgu, sem gerði bæinn að borg. Strax og ferðum bæjarbúa'fækk- aði í atvinnu utan bæjarins hefur mikil gróska orðið ( allri verzlun. Er nú vöruval mikið og gott — en allt er þetta til þess, að bærinn verður fyrirmynd, einnig á þessu sviði. Þá hafa hótelin og ferðamenn, erlendir sem innlendir haft hér mik- ið að segia. Hér hefur verið stiklað á stóru. Æskulýðsstarfsemin er til fyrir- myndar og íþrótfamenn bæjarins hafa borið orðstír hans utan lands og innan. Alls staðar sést þessi ný|a stefna — nýi andi — samvinn- an — samhugur fólksins. Það er nýi tíminn. Bæjarbúar hafa kunnað að meta hvað hugsiónamennirnir gerðu fyrir þá á sínum tíma. Núna er það viðburður ef maður les í Bæjarblaðinu, sem kemur út alla daga — um illdeilur manna á milli. Náttúrlega eru ýmis verk og athafn- ir gagnrýnd — en það er gert af góðvild og skynsemi og rauði þráð- urinn er alltaf sá sami — hugur fólksins og bæiarins kemur fyrst — þó víkur hann alltaf fyrir þjóðar- hag. Þetta er sagan um bæinn, sem varð að borg, þegar fólkið vakn- aði af dvala andvaraleysis. Þegar pólitíkin varð að víkja fyrir sam- hug og samvinnu um velferðarmál- in. Þetta er skrifað ( desember 1964 _ ( svartasta skammdeginu. Tákn- rænt um margt. Okkur finnst svo mörgum, margt miður farið í mál- efnum þióðarinnar og stundum er- um við bölsýnir um of — og lík- lega þó sérstaklega ( skammdeginu. En nú fer sólin bráðum aftur að hækka — þá koma senn bjartir dag- ar — þeir koma líka f þjóðlíf okkar áður en varir. Gísli Sigurbiörnsson. Á stuttbuxum í þágu frigarins Framhald af bls. 22. starfandi ótal klúbbar og félög, jafnt fyrir þá sem eru með ólæknandi bdadellu og svo háspeki- lega sinnaða menn. Þarna er gefið út blað í dagblaðsformi, sem kem- ur út á hálfs mánaðar fresti, það er unnið af nemendum, sem hyggja á blaðamennsku sem lífsstarf. — Hver virtist þér vera heizti munur á Bandaríkjamönnum og (s- lendingum? — Bandarfkjamenn eru yfirleitt ákaflega kurteist og alúðlegt fólk og auðvelt að kynnast því. Þó vil ég ekki meina, að þeir séu alger andstaða (slendinga á þann hátt, en íslendingar eru ef til vill frem- ur lokaðir. Bandaríkjamenn eru Iftið trúaðri en íslendingar, en mjög kirkjuræknir. Ég fór í kirkju næst- um því hvern einasta sunnu- dag. Þarna er mikið um klúbba, svo sem „country clubs" þar sem nokkrir menn taka sig saman og kaupa álitlegt landsvæði, þar sem þeir geta notið lífsins, stundað veiði, verið á sjóskíðum o.fl. ( frí- tímum. [ bandarískum skólum ríkir mjög mikil samheldni, nemendur vinna mikið saman og virðast hafa öllu meiri félagsþroska en ég minnist úr skólum hér heima, og er það áreiðanlega þvh að þakka, hve mikla og góða aðstöðu skólarnir veita þeim til félagslífs. íslending- ar gætu mikið af Bandarfkjamönn- um lært varðandi skóla og kennslu- mál. — En svo við víkjum nú að kven- þjóðinni, hver er einna helzti mun- ur á fslenzkum stúlkum og banda- rískum? — Þótt bandarískar stúlkur hugsi ekki eins mikið um útlitið og þær íslenzku (þær eru jú kroppar á heimsmælikvarða), þá eru þær, þótt skömm sé frá að segja, ólíkt skemmtilegri viðræðufélagar en flestar kynsystur þeirra á Fróni. Eða það finnst mér. — Rifust þið mikið um pólitík í skólanum? — Stjórnmálakerfi Bandarfkjanna gefur ekki beint tækifæri til flokka- drátta eða deilna milli Demókrata og Republikana. Hins vegar deildu menn oft um ýmis mál, sem ofar- lega voru á bugi, t. d. Viet-Nam, skattalækkunina og mannréttinda- frumvarpið. Þessar deilur fóru samt aðallega fram á málfundum. — Hvernig gekk þér að að laga þig að enskri tungu? — Það kom furðufljótt. Að vísu gerði ég ýmsar villur fyrst f stað, eins og til dæmis þegar við komum inn á matsölustað og mér fannst þjónninn svo líkur spænskum nauta- bana, að ég hafði orð á því. En eitthvað var framburðurinn ekki hundrað prósent, og samferðafólk mitt varð steinhissa, þegar ég lýsti því yfir, að mér fyndist þessi þjónn minna mig á spánskt þrumuský. Annars er geysimikill munur á ensku og „amerfsku", það er meira að segja munur á amerísku ensk- unni eftir landshlutum, t.d. tala suð- urríkjabúar yfirleitt talsvert hægar en norðurrfkjamenn. Til er sagan um suðurrfkjastúlkuna, sem vildi koma norðurríkjastráknum í skiln- ing um að hún væri alls ekki „svo- ieiðis stúlka", en áður en hún hafði komið því út úr sér var hún orðin „svoleiðis stúlka". — Hver eru viðhorf manna vestra til mannréttindalaganna? — Kynþáttavandamálið er vanda- mál, sem verður að leysast, en það verður að gerast með gætni og VIKAN 9. tbl. ££

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.