Vikan

Tölublað

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 33

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 33
LILfJU L1L*JU LILUU e,Lr\\ &r* i ^£líja dö'm-aS.LrLcLL (:ást nxcA- o-g- áa Lgir(ij.a- 3 jael fiœö-L aatt og. Só-tnaLL og. sLLK.Lmjil.fi. aoS.- SCLLja fxLrui e-ra ja.aL se.rstaKLe.ga [aœgLLeg.. SÍÍLÖ.jiA am jiaftKa aj! 3ÍLj.a K. LncLam ncest, jð.eg.at’- jaér- ja.ar(L&. a&. K.aa]xa jaessa aö-ra. i.Lja KLacLL eLg.a aS- (ast L ncesta faáS-_ MÚILALUNDUR Ármúla 16 — Sími 38-400. halda þessu áfram, færi svo að þeir rússnesku gerðust vinir okk- ar. Ég býst við, að mér hafi ekki fundizt það viðeigandi, að ganga þannig stöðugt í skrokk á þeim. Þess vegna fann ég upp SPEC- TRE, alþjóðlegan glæpahring, sem beitti starfsaðferðum SMERSH, Gestapo og Mafíunn- ar. Sp. Dulreyfarahöfundurinn, Raymond Chandler, hefur sagt um yður: „Hann hefur fullkomn- ari, rökréttari og lífrænni frá- sagnarstíl en flestir „alvöru- skáldsagnahöfundar okkar“. Aft- ur á móti kemst gagnrýnandi New York Times, Anthony Bou- cher, þannig að orði um yður, að þér ritið „frámunalega illa“. Hvað segið þér um þessa and- stæðu dóma? Fleming. Ég geri fastlega ráð fyrir að Ray Chandler hafi sagt þetta vegna þess að hann var vinur minn. Hvað Anthony Bou- cher snertir, þá hefur honum aldrei fallið við bækur mínar, og það sannar hve snjall gagn- rýnandi hann er, að hann skuli komast þannig að orði. Sp. Þér hafið sagt, að þér skrifið eingöngu vegna pening- anna, er það satt? Fleming. Já, já, það er satt: Ég skrifa vegna peningajina, — en líka mér til gamans. Það gleð- ur mig því mjög, þegar bókum mínum er hrósað — því að væri þeim ekki hrósað, fengi ég auð- vitað ekki neina peninga fyrir þær, og þá hefði ég ekki heldur viðlíka ánægju af að skrifa þær. En hitt er satt, að ég gæti gert betur — eða það ímynda ég mér að minnsta kosti. Ef ég tæki sjálfum mér tak í fullri alvöru, og ákvæði að skrifa einskonar „Stríð og frið“ reyfarabókmennt- anna, ef ég lokaði sjálfan mig inni og héti því að helga mig þessu og engu öðru, þá held ég að mér mundi takast það, ef það er þá á annað borð mögulegt. Ég nýt þess að ýkja og færa hlut- ina í stílinn, miðað við veruleik- ann. Ég hef gaman af að láta þorparana vera tröll að vexti og höfuðstóra, en eins og þér vitið eru þeir yfirleitt litlir menn vexti og ekki að neinu leyti sérkenni- legir í útliti. Ég er líka hræddur um að mig mundi skorta dýpt- ina, sem með þyrfti til þess að slíkur reyfari gæti orðið sígildur. Sp. Hvers vegna? Fleming. Ég hef of mikinn áhuga á því, sem gerist á yfir- borðinu, ég hef of mikinn áhuga á að ná sem mestum hraða í frá- sögnina. Ég er hræddur um að mig mundi bresta þolinmæði til að kanna hinn sálfræðiega grund- völl og sögulegt baksvið. Og loks vil ég taka það fram, að ég er harðánægður með að skrifa eins og ég skrifa. Og það gleður mig mjög, að vita að menntaðir og vel gefnir menn hafa skemmt- un og ánægju af að lesa bækur mínar. En mér kemur það raun- ar ekki á óvart, því að ég hef gaman og ánægju af þeim líka. Attabarningur Framhald af bls. 13. — Það er heldur andskotann og ekkert eftir, sagði Jói. Þeir stóðu í vatni upp i hné. Við gengum heim mýrina. Hann hélt áfram að rigna, ekki eins mikið og í fyrstu en jafnt og þétt. Regnið var smágert og hlýtt. Það draup af elftingu og fjöður, leirkeldurnar höfðu blotnað upp og horblaðkan sýndist dekkri en um morgun- inn. Pabbi og Jói gengu á undan með hendurnar á bakinu, ég rétt á eftir þeim. Þrasi rak lest- ina. Þegar við komum heim und- ir túnið, nam pabbi staðar. — Ætli það sé ekki bezt, að þú takir kýrnar heim með þér, sagði hann og sneri sér að mér. Ég leit á hann og spurði snöggur upp á lagið: — Getur Þrasi ekki drullast eftir þeim? Hann hefur ekkert gert í dag. Pabbi sagði ekki neitt en horfði á mig nokkur augnablik, kyrrlátu og eins og eilítið spyrj- andi augnaráði. Vætan draup af börðunum á hattinum hans. Ég leit undan og á Þrasa. Hann nálgaðist okkur hokinn og eymd- arlegur með tvo fingur annarrar handar uppi í sér. Ég sá ekki betur en liann væri liálf skæl- andi. Allt í einu fannst mér bjána- legt, að vera að þrefa þetta út af beljunum og stráknum og hálf skammaðist mín fyrir að hafa byrjað á því. Ég sneri því af leið og hélt i átt til kúnna, þar sem þær lónuðu niður með tún- girðingunni. Er mér var litið um öxl, sá ég, að pabbi hafði tekið þá hönd Þrasa, sem laus var og leiddi hann heim túnið í rigningunni. VntAN D. ttxL £0

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.