Vikan

Tölublað

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 31

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 31
um leiðréttingum undanskildum. Sp. Hvað hafið þér svo fyrir stafni, það sem eftir er ársins? Fleming. Ég dvelzt öðrum þræðinum í Lundúnum — þar sem við eigum mjög skemmtilegt hús — og við Pegwellfjörð í Sandwich, það er í Kent, þar sem ég á lítinn en mjög þægilegan bústað. Sp. Hvað hafizt þér að í sveit- inni? Fleming. Jú, ég fer seint á fætur, klukkan hálf níu eða níu, snæði árbít, kaffi og soðið egg — í þrjár og hálfa mínútu, ekki þrjár og tvo þriðju úr mínútu. eins og James Bond — og les síðan blöðin og athuga póstinn; fer að því búnu út á golfvöllinn. Ég held svo heim aftur undir kvöldið, fæ mér sterka, ískælda blöndu af bourbone, les um stund, snæði svo kvöldverðinn, sem kona mín hefur búið okkur, og fer svo beint í háttinn. Sp. En þegar þér eruð í Lund- únum? Fleming. Eins og ég sagði, þá eigum við skemmtilegt einbýlis- hús hér í Lundúnum — en það eru ekki nein tré í kringum það, sem ég kysi þó heldur, og ég kysi líka heldur að það stæði á hærri stað, eins og Hampstead, í hæðunum hjá Lundúnum, með trjágarði í kring og fuglum. En konunni minni, sem hefur yndi af að halda samkvæmi, finnst að það væri of langt frá þing- húsinu, of löng leið að fara fyrir vini mína þar, en samt eins og í úthverfi. En hvað um það, ég fer ekki mjög árla á fætur, eða um sama leyti og í sveitinni, snæði samskonar árbít, og um hálf tíuleytið ek ég til skrifstofu minnar, þar sem ritarinn minn hefur sundurgreint póstinn fyrir mig, sem ég athuga og les síðan fyrir nokkur bréf. Að því búnu les ég yfir eitthvað af próförk- um, eða lýk öðru því, sem ég hef við að fást, og snæði morg- unverð með einhverjum kunn- ingjum mínum — alltaf karl- kunningjum; mér fellur ekki að snæða morgunverð með konum — kannske skrepp ég í klúbbinn minn, þar sem ég get setið og lesið í þeirri siðfáguðu ró og næði, sem er aðalsmerki nokk- urra enskra klúbba. Það sem eft- ir er dagsins les ég prófarkir, held síðan heim, fæ mér tvisvar eða þrisvar í glasið, stundum koma einhverjir gestir eða við förum í kvöldverðarboð, en þó er það oftast að við hjónin snæðum ein kvöldverð og förum svo í rúmið. Sp. Bækur yðar voru oft á náttborðinu heima hjá Kennedy forseta, sem lýsti opinberlega yfir því, að hann væri mikill að- dáandi James Bond. Það er jafn- vel sagt, að hann hafi talið Jam- es Bond helztu skáldsöguhetju sína. Sagði hann yður nokkurn- tíma hvers vegna? Fleming. Nei, það gerði hann ekki. Og hvað sem því líður, þá held ég að Bond hafi ekki verið sú skáldsöguhetja, sem hann mat mest, heldur reyfarahetja. Ég geri ráð fyrir, að James Bond hafi verið honum einskonar persónu- gervingur dirfsku, þreks og þols og mætt mannraunum og þján- ingum á þann hátt, sem Kennedy kunni að meta. Sp. Eigið þér aðdáendur meðal helztu framámanna á sviði heimsstjórnmálanna? Fleming. Það veit ég ekki í rauninni. Nema hvað ég geri ekki ráð fyrir að Khrústhov sé meðal lesenda minna, og aldrei hefur fundum okkar borið saman. Ég á í fórum mínum stutta vélritaða orðsendingu, undirritaða af Joseph Stalin og ég geri ráð fyr- ir að hann hafi vélritað hana sjálfur líka, þar sem hann kveðst því miður verða að neita mér um blaðaviðtal. Sp. Það var Stalin, sem skipu- lagði SMERSH, hina sovézku hliðstæðu Gestapo, og sem Bond átti helzt í höggi við í fyrstu bókum yðar. Hvað kom til, að þér tókuð þá ákvörðun að gefa SMERSH upp á bátinn, en skipu- leggja þess í stað samtök hug- sjónaþorpara, sem einskis svifust, og þér gáfuð nafnið SPECTRE í bók yðar, „Þrumufleygurinn"? Fleming. Ég gaf SMERSH upp á bátinn, þó að ég hefði að vissu leyti taugar til þeirrar gömlu og góðu stofnunar, fyrst og fremst fyrir það að Khrústjov sjálfur lagði hana að miklu leyti niður þó að undirdeild K.G.B., rússnesku leyniþjónustunnar, gegni nú hlutverki hennar. En það mun einmitt hafa verið um það leyti, sem ég var að skrifa þessa bók, „Þrumufleyginn", að þeir voru að undirbúa „toppfund- inn“ — ég hugsaði sennilega sem svo, að það væri ekki vert að VIKAN 9. tbl. gj 8 I LVE B Gillett® Silver Gillette-þægilegur rakstur með rakblaði, sem endist og endist

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.