Vikan

Tölublað

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 23

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 23
E4FTIR GlSLA 8IGURB JÖRNSSON, FORSTJÓRA Bærinn stendur á ein- hverium fegursta stað t landinu. íbúarnir eru nokkrar þúsundir - duglegt fólk, en samt verður margur að sækja at- vinnu ( annan stærri bæ. Er þetta mjög bagalegt um margt, sérstak- lega er þetta slæmt fyrir verzlun- ina, þar sem mikið er keypt í stærri bænum. En svona hefur þetta verið í áratugi. Smátt og smátt finnst fólk- inu þetta allt í lagi. Það fer í bif- reiðum á milli - kostar náttúrlega talsvert - að maður tali nú ekki um tímann, sem fer í allar þessar ó- teljandi ferðir. Oft hafa ráðamenn bæjarins setið á ráðstefnum um hvað gera skuli — hvort ekki sé unnt að skipa málum þannig, að bæjarbúar væru ekki svona háðir atvinnulega stóra nágrannabænum. Náttúrlega var þessum mönnum fyrir löngu Ijóst, að svona gat þetta ekki gengið til lengdar, ef bærinn átti að halda velli ( samkeppni við stóra bæinn. Þeir vissu hvað vantaði — samtök og samvinnu, fyrirhyggju, framtak ,og nýjar leiðir ( atvinnumálum. En samt sem áður varð þeim lítið á- gengt, pólitíkin varð þeim alltaf að fótakefli. Þetta eru allra beztu menn, já sumir eru ágætir vinir — heimsækja hvern annan og konurn- ar þeirra eru saman ( saumaklúbb. En politíkin er sterkari en sauma- klúbbar — þó góðir séu. Og svona varð það ( mörg ár. Bæjarútgerðin komst ( alvarleg fjárhagsleg vand- ræði og að lokum fór fólkið að rumska, þannig gat það ekki leng- ur gengið. Alls staðar voru fram- kvæmdir miklar í landinu — atvinna mikil — en samt sem áður vantar okkur svo margt — við erum að verða langt aftur úr, sögðu nokkr- ir athafna- og dugnaðarmenn. Að vísu voru þetta ekki allt lög- fræðingar eða hagfræðingar — en samt sem áður vissu þeir hvað gera þurfti og þeir hófust handa og nú vita allir hver umskiftin hafa orðið. Menn eru aðeins undrandi hversu lengi dróst — en menn hafa þá gleymt því, hversu lengi hin dauða hönd pólitíkur og sundr- ungar hafði lamað aht og alla á íslandi á þe:m árurr.. En hvað gerðu þ»?-i viðreisnar- menn? Orðið viðreisn var að vísu lengi vel misnotað hér á landi — en hér er átt við bað ( .a jn og veru. Þeir komu sér sarrm u.r, eitt: svona gat það ekki lengur gengið. Þetta var fyrsta og m-rkasta ákvörðun þeirra. S(ðan gerðu þeir sér Ijósa grein fyrir, hverr.ig málum var kom- ið. Þá var gerð áætlun um hv'að gera þyrfti á hinum ýmsu sviðum, fjármálum, atvinnumálum, mennta- málum, svo eitthvað sé nefnt. Þetta tók allt langan tíma, enda var ekki til þessa kastað höndum. Þeim var Ijóst, að undirstaðan varð að vera traust og örugg. Þeir ætluðu að gera nokkuð, sem svo fáir höfðu gert á undan þeim — þeir hættu við allt venjulegt flan en gerðu ,,plan", sem stóðst alla gagnrýni. Bæjarbúar voru fyrir löngu orðn- ir hundleiðir á öllu gamla laginu — kalla mætti það mörgum öðrum nöfnum — sumum Ijótum — og þeir tóku því fegins hendi þessum nýju forystumönnum. Bæjarstjórnarkosn- ingarnar sýndu líka að flokksbönd- in geta brostið þegar fólkið vaknar. Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda veitti þeim brautargengi og þeir fengu mál bæjarins í sínar hendur. Saga þessa bæjar er síðar kunn öllum landsmönnum. (slendingar eru stoltir af þessum fyrirmyndar- bæ, sem fyrstur allra bæja í land- inu rak af höndum sér ofurvaid flokksins — en fékk málin í hendur mönnum, sem vinna fyrir fólkið af hugsjón. Atvinnureksturinn varð fyrst að efla. Veitt voru skattfríðindi og alls- konar fyrirgreiðsla nýjum atvinnu- fyrirtækjum, t. d. lóðir, og gaf það góða raun. Samvinna var strax höfð við verklýðsfélögin um öll meiri háttar mál, en forystumönn- um þeirra var manna Ijósast, hversu mikilsvert það er, að örugg og næg atvinna væri ( bænum sjálfum, svo menn þyrftu ekki að fara í önnur byggðarlög til þess að sækja at- vinnu. Fríhöfnin hafði mikið að segja í þessu efni. Er þarna fyrsta fríhöfn á íslandi, en vöruflutningar um höfnina hafa aukizt mikið sfðan frí- höfnin tók til starfa og hefur það náttúrlega aukið talsvert atvinn- una. Samvinnan, sem tókst á árun- um milli nokkurra ungra og fram- sýnna atorkumanna og erlends stórfyrirtækis með niðursuðu fisk- afurða hefur tekizt með ágætum og nú eru fleiri slík fyrirtæki í bænum. Verksmiðja til þess að framleiða duft úr lýsi, sem og efnaverksmiðja, sem vinnur úr sjávargróðri er þarna einnig. Þegar saltvinnslan hófst, fyrir nokkrum árum, þá breyttist margt. Gufan var leidd til bæjarins frá borholunum, sem voru í landareign hans, og síðan var saltið unnið úr sjó. Verksmiðjan var í fyrstu sam- eign bæjarins og erlendra manna — en nú er hún alíslenzk eign. Framleiðslan er 50.000 tonn á ári — en auk þess er talsverður efna- iðnaður í sambandi við saltvinnsl- Frambald á bls. 40. VTKAN 9. tbl. 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.