Vikan

Tölublað

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 49

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 49
KULDI FER ILLA MEÐ HENDUR OG NEGLUR Aldrei ætti að fara út í kulda berhentur eða með þunna hanzka. Hlýir vetlingar og hanzkar eru því fyrsta skilyrðið til að hægt sé að halda húðinni sléttri og naglböndunum mjúkum. Kuldinn þurrkar húðina og gerir hana grófa og hrjúfa, og því ætti feitur handáburður að vera sjálfsagður hlutur á hverri baðherbergishillu — og reyndar í hverri kventösku, því oft þarf að þvo sér um hendur annars staðar en heima. t>að getur líka borgað sig að hafa milda og góða sápu með í töskunni fyrir þær, sem vinna úti, því sápur á vinnustað eiga oft ekki vel við þurra og viðkvæma húð, sérstaklega fljótandi sápur, sem víða eru notaðar núna. •fa Það er áríðandi að þurrka húðina vel eftir hvern handþvott, helzt með frottéhandklæði. Séu hendurnar fljótfærnislega þurrkaðar verða þær óhjákvæmilega rauðar, hrjúfar og sprungnar. Gott er að styrkja húðina með heitum og köldum böðum til skiptis, hafa vatnið þá vel heitt og ískalt, en smyrja hendurnar vel með feitu kremi eða olíu á eftir. Sér- staklega er þetta gott fyrir hendur, sem hættir til að verða blárauðar við kulda, því að það örvar blóðrásina. Daglega ætti ekki að þvo sér úr mjög heitu vatni, því að það þurrkar húðina næstum jafnmikið og kuldinn. Ilvolgt vatn er heppilegast og hollast fyrir hendurnar. 'fc Þegar krem er borið á, er bezt að strjúka það upp á við, eins og verið sé að fara í hanzka, og nudda þannig hendurnar um leið. Það kemur í veg fyrir hrukkur, en hrukkóttar konuhendur koma oft upp um aldur kon- unnar, þótt vel hafi tekizt að leyna honum á öðrum sviðum. Heimilsstörf fara venjulega mjög illa með hendur. Þess vegna ættu konur að venja sig á að nota gúmmíhanzka við grófustu störfin og við þvotta úr sterkum sápulút. Vinnuhanzka ætti líka að nota við að þurrka ryk, því að það þurrkar húðina líka. Þær konur, sem illa þola gúmmí- hanzka við húðina, gætu reynt að vera í örþunnum tauhönzkum innan undir, svo að gúmmíið liggi ekki fast að húðinni. Svo má líka reyna ósýni- lega hanzkann, en það er áburður til að bera á hendurnar stuttu áður en farið er að vinna, og ver hendurnar töluvert. Hann fæst hér í apótekum. ■jif En hafi illa farið og sprungur myndazt á fingurgómum, á ekki að klippa uppflosnuðu sárbrúnirnar, því að það seinkar fyrir lækningu. Hald- ið fingrunum um stund niðri í heitu vatni og berið svo græðandi smyrsl á sárið. Síðan er ágætt að lakka með litlausu naglalakki yfir og mynda þannig húð yfir sprunguna, svo að hún haldi ekki áfram að flosna upp. Sárið grær svo neðan frá. Brotnar, flosnaðar og sprungnar neglur eru öruggt merki um þurr og særð naglabönd. Þess þarf auðvitað að gæta, að nota ekki málmáhöld til að ýta þeim upp með, og ekki síður þess, að muna eftir að bera á þau mýkjandi áburð á hverju kvöldi. í búðum fást margar tegundir af slíku kremi og er flest af því ágætt. Volg olía er líka góð til þeirra nota. Munið að hugsa um naglaböndin á börnunum, því að það getur haft áhrif á naglmyndunina hjá þeim fram á fullorðins ár. Stundum eru negl- ur mjög viðkvæmar vegna einhverrar efnavöntunar, t.d. B-vitaminsskorts. Háð, sem mikið er notað í Ameríku, er að borða mikið af matarlími, út- hrærðu auðvitað, og skal hér ekkert fortekið fyrir það, að það geti verið gott í sumum tilfellum. Stundum er reynandi að skipta um naglalakk, og er plast- eða kremlakk betra á veturna en acetonlakk, sem þurrkar neglurnar. Ég heyrði einu sinni konu segja, að hún væri stolt af rauðum og hrjúfum höndum sínum, því að þær væru merki um vinnu hennar fyrir börnin og heimilið. Þetta finnst mér misskilið stolt og reyndar snobbismi á hæsta stigi — mætti að vísu segja niður á við. Fyrst og fremst gefa vanhirtar hendur enga hugmynd um framlag hennar til heimilisins. Kona með mjúkar hendur getur vel hafa afkastað miklu meiru — að minnsta kosti hefur hún gert meira en sú með rauðu hendurnar á einu sviði. Hún hefur varðveitt kvenlegan yndisþokka sinn, og að öllum líkindum, aðdáun eiginmannsins, stolt barnanna og velþóknun fólks á förnum vegi — því grófar og illa hirtar konuhendur hljóta að draga stórlega úr öllu þessu, jafnvel vekja andúð. 30—40 cm. frá toppinum og 1 cm. undir blaðfætinum er skorinn skurður með hall- andi hliðum svo sem einn þriðja inn í stofninn. Sárið penslað með efni, sem örvar rótarvöxtinn. Mosastykkið á að vera vel hnefastórt, svo að það haldi vel í sér vökvanum. Það er fest vel og það á að þrýsta því vel að sárinu. Eftir eina eða tvær vikur á að losa um efra bandið og athuga hvort mosinn sé nógu rakur. Ef svo er ekki, á að væta hann með blóma- sprautu. Stofninn klipptur með trjá- klippum fyrir neðan nýju rótina. Volgur og rakur klútur lagður fast yfir sár- ið, svo að trénu ,,blæði“ ekki út. Nýja tréð er sett í lítinn pott með lauf- og mómold. Eftir nokkra mánuði á svo að setja það í stærri pott og gefa því næringarmeiri mold. Sárið þakið með votum mosa, t.d. hvítmosa, en út í hann eiga ræturnar að vaxa. Þá er plasti vafið um og bundið með bastþræði að ofan og neðan. Herbergis- hitinn ætti að vera um 20 gráður. Verði gúmmítréð of hátt eða blaðlaust og ósjálegt að neðan, má stytta það eða taka afleggjara af því á þann hátt, sem þessar mynd- ir sýna. I fyrsta lagi eftir 3 vikur fara ræturnar að myndast, og nokkur tími líður áður en þær verða jafnstórar og á myndinni. Ræturnar mega ekki vera minni en sést á þessari mynd, þegar afleggjarinn er settur 1 sérpott. Það á ekki að fjarlægja þann mosa, sem hangir við rótina. ú M M I T R E Hér sést svo neðri helm- ingur gamla trésins eftir eitt ár. Það hefur ekki hækkað, en myndazt hafa hliðargreinar frá stofninum. VIKAN 9. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.