Vikan

Tölublað

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 10

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 10
Síðan Edgar Allan Poe reit fyrstu nýtízku leynilögreglusöguna, „MorS- ingjarnir í Líkhússtræti", hafa fagmenn á sviSi þeirrar sagnritunar eign- azt fjölmennan lesendahóp og uppskorið ríkulegan óvöxt auðs og eigna. lan sólugi Fleming, skapari James Bond, hins óviðjafnanlega starfs- manns leyniþjónustunnar, mun lengi halda þar sæti sínu í öndvegi. Ut- gefendur bóka hans tólf hafa selt af þeim þrjótíu milljónir eintaka ó tólf órum — skakkar í mesta lagi tveim—þrem milljónum til eða fró. Fó munu þau þjóðiönd fró Hongkong til Helsinki, þar sem bækur hans eru ekki lesnar, séu íbúarnir ó annað borð læsir. Jafnvel þeir, sem einungis lesa Yiddisku eða Siamisku geta notið þeirrar ónægju að kynn- ast söguhetjum hans — þó að Fleming létist sjólfur úr hjartaslagi f sum- ar er leið, fimmtíu og sex óra að aldri, en hann þjóðist um skeið af hjartabilun, og vissi, að sér mundi ekki langra lífdaga auðið. Þó að hann væri því ekki í neinum vafa um að hverju dró, bró hann ekki þeirri siðfógun, sem var hans aðalsmerki í lífinu, þær fjórar klukku- stundir, sem liðu fró þvi er hann fékk síðustu aðvörunina og þangað til hann var allur í sjúkrahúsinu í Canterbury — á leiðinni þangað að heim- an, bað hann þá, sem óku sjúkrabílnum, afsökunar á því, að hann skyidi ekki komast hjá því að valda þeim slíku ónæði. Þrátt fyrir — eða ef til vill einmitt fyrir — þá gífurlegu hylli, sem hann naut, veittu lesendur hans honum litla athygli sjálfum á meðan hann lifði, og varla mun meiri eftir að hann lézt. Kannski hafa þeir yfrileitt vanmetið hann sem rithöfund; það á ef til vill eftir að koma á daginn, að bækur hans verði lesnar, þegar höfundar, sem voru hon- um samtíða og meira metnir, eru gleymdir. Hann var gæddur frum- legri skyggni; hann var brautryðjandi. Megin sérkenni framsetningar hans, hin furðulega og ósennilega atburðarás, sett á svið, þar sem hverju smáatriði er nákvæmlega lýst og verður trúverðugt á vissan hátt, gerði frásögnina ákaflega spennandi; og það er ekki að vita nema að hin óskaplega, óviðjafnanlega og ódrepandi söguhetja hans, sem sumum finnst furðu lágkúruleg persónugerð, reynist öllu skilgetnari son- ur næstu kynslóðar, en þeirrar, sem nú er uppi. Nokkrum mánuðum fyrir andlát sitt, varð Fleming við þeirri beiðni okkar að veita okkur sérstakt viðtal. Segist spyrli okkar svo frá fundi þeirra: „Hann bauð mér að snæða með sér morgunverð, og skyldum við hittast áður í Lundúnaskrifstofu hans að Mitre Court, hliðargötu milli Fleet Street og Inns of Court — með öðrum orðum, á milli bækistöðva brezkrar blaðamennsku og réttarfars. Vingjarnleg og hljóðlát kona réði ríkjum í móttökuherberginu, ekki óáþekk ungfrú Moneypenny i Bond- sögunum ( framkomu. Hún vísaði mér inn í skrifstofuna, sem að öllum búnaði bar vitni frábærri og fágaðri smekkvísi; gólfábreiðan vínrauð, húsgögnin óaðfinnanleg, spegill í gullinni umgerð, ritfærastæði úr mess- ing, öskubakki, sígarettukveikjari, hárauð bréfahylki. Þegar ég kom inn reis Fleming úr sæti sinu bak við viðamikið skrif- borð með leðurdreginni plötu, og leiddi mig til sætis, — hávaxinn mað- ur, eilítið rauður í andliti, klæddur flotabláum fötum með viðurkenndu brezku sniði, sem var þó afbrigðilegt að einu leyti — uppslög á ermun- um; skyrtan Ijósblá og svart bindi með hvítum dropum, losaralega hnýtt upp á churchillskan máta. Við skiptumst á kynningarorðum. Hann var þýðmáll, gamansamur, háðskur — en góðgirni hans leyndi sér ekki. Samtalið hófst og fer hér á effir, jq VIKAN 9. tbl, <i Bond hefur sína galla og mjög fáar merkjanlegar dyggðir, að undantekinni þjóðrækniskennd og hug- rekki, sem hvorugt getur líklega talizt til dyggða, þegar öllu er á botninn hvolft. Bond er sonur 20. aldar- innar að klæðaburði og tungutaki. Mér hefði aldrei þýtt að reyna að fara í fötin hans, ekki einu sinni þegar ég var á hans aldri. o ViOtal viO IAN FLEMING, sem tekiO var skömmu ffyrir andlát hans. Hann raeOir m. a. um sOguhetju sína, eigiO Ifff og starfsaOferOir. að ég komst að öllum hlutum, einnig mikilvægustu leyndarmálum. Það var þessi vitneskja um allskonar leynistarf- semi, sem kom mér til að að skrifa. O

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.