Vikan

Tölublað

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 39

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 39
Fimbulvetur og fellisár Framhald af bls. 19. ur um land til Skagafjarðar, en annars staðar var veðrið minna. Af Skutulsfjarðareyri var riðið um lag- ís um allt ísafjarðardjúp og fram- an við alla firði inn á Langadals- strönd. Og 15. október árið 1868 gekk fjárskaðaveður yfir Austur- land, og misstu margir í einu 1 — 200 fjár. í Fljótsdal fórust 2000 fjár, þar af á þriðja hundrað frá einum bæ,- 1400 féllu á Völlum og annað eftir því. ÞAÐ ER athyglisvert, að vond ár eru sjaldan einstæð. Þau eru oft tvö saman, stundum fleiri. Næsti harðindakafli var árasettið 1873 og 1874, og hét hinn síðari vet- ur Hreggviður stóri. Um miðjan þann vetur lagðist hafís að land- inu og varð samfrosta við langað- arís í fjörðum og vogum. Meðan tsinn var að reka að, gerði oft ofsaleg veður. 11,—12. janúar svo óstætt á Austurlandi, að sums stað- ar varð ekki komizt til gegninga í hús, sem stóðu í heimatúnum, en stormurinn reif upp heilar og hálfar þúfur úr túnunum. Skaðar urðu líka miklir á mannvirkjum, meðal annars hurfu með öllu tvær timburkirkjur eystra. Um miðjan apríl gerði mann- skaðaveður sunnanlands, en þessi vetur gerði þrátt fyrir allt þetta ekki eins mikið tjón og ætla mætti, að því er sagt er. EFTIR EITT ár þolanlegt kom svo harðviðrakafli frá* 1876 til 1887, að tveimur árum undanteknum (1880, 1883). í janúar 1877 kom itl dæmis stórflóð á Akureyri, svo flæddi milli húsanna á Oddeyrinni. [ september næsta ár gerði svo hvasst undir Eyjafjöllum og í Mýr- dal, að fé lamdist til bana, og það ár urðu víða miklir skaðar af stormum. SVO KOM árið 1881. Um það hefur samtíð okkar orðið tíðrætt, enda skammt um liðið. Sá vetur var eins og 1802 kallaður Klaki. Aðaleinkenni Klaka II voru grimmd- arfrost og fannfergi, svo v(ða fennti yfir hús og peningur kafn- aði. Hafís kom á útmánuðum og með honum fjöldi bjarndýra, sem gengu hvarvetna á land og kom- ust sum lengst upp um sveitir. Um miðjan janúar var Faxaflói allur ísi lagður; hægt að þramma næst- um hvar sem var beint af augum milli nesja og tanga og úr eyjum til lands. Á Akureyrarhöfn var fs- inn þrjár álnir á þykkt, og á Vest- og Austfjörðum var lagt lengra út en menn vissu áður dæmi til. Versta veðrið þetta ár hófst 29. janúar og hélzt uppihaldslaust til 31. sama mánaðar, að báðum dögum meðtöldum. Það var svo hvasst og brjálað, að sums staðar varð alls ekki komizt í hús, en annras stað- ar aðeins með því að skríða. Hey og bátar fuku eins og fjaðrir, gadd- freðið heytorf rifnaði upp og þeytt- ist langar leiðir, hús hurfu, og sums staðar skemmdi grjótfok grashaga. Sem dæmi um það, hve sviftinga- samt rokið var má nefna, að á Barðaströnd tók ein sviftingin mið- bik úr vel frágengnu útiheyi, en skildi báða enda eftir heila, og var því líkast sem heyið hefði ver- ið skorið. Um miðjan febrúar komu nokkrir hlýir og góðir dagar, en svo snöggherti að á ný, rétt eins og veturinn væri þá fyrst að byrja. I marz var kominn svo mikill snjór, að enginn mundi sögusagnir um annað slíkt, auk heldur meira. Síð- ustu daga ( marz var kuldinn h- 37,5 stig á Siglufirði. Vestra var heldur minna frost, eða -f- 25 til -=- 30 stig, á Austfjörðum -5- 30 til -f- 32,5 stig, en í Borgarfirði allt að -v- 31,5 stig. Fólk tók mat- inn með sér inn í baðstofu til að reyna að þíða hann, en það dugði tæpast til, því þær voru margar hrímaðar innan með krapi á gólf- unum, en fólk fór ekki framúr, nema það sem nauðsynlega mátti til vegna peningshirðu, sem var ekki annað en að hára skepnun- um, því kýr voru allar orðnar snar- geldar af kuldanum. í BYRJUN apríl linaði vel og var góð t(ð fram mestallan maí, en um hvítasunnu kom vont norðan- kast með frosti. Sagt er, að þetta vor hafi króknað um 18 þúsund lömb. Kuldanæðingurinn stóð allt sumarið, og um miðjan septem- ber var tæp alin ofan á klaka á bæ einum í Skagafirði; þó stóðu ein- læg votviðri. NÆSTI VETUR var skárri, þótt einnig hann væri vondur. Þá voru snjóflóð til skaða og vorið fyrir alla hluti slæmt. 24. mal varð svo dimm hríð á Norðurlandi,- að ná- kunnugir menn villtust á alfaravegi. Þann vetur varð l(ka dæmafár fjár- fellir. Um páska var hins vegar komin mesta blíða og bezta vor, og ráku Hreppabændur þá 1400 sauði fram á afrétt. Síðan gerði fólsku áhlaup og týndust allir sauð- irnir nema 100. Á svæðinu milli Skarðsheiðar og Oks að sunnan, en Gilsfjarðar að vestan, fórust 136 nautgripir, 12100 ær, 3750 geld- fjár, 10200 gemlingar og 16400 unglömb, eða alls 42450 sauðfjár. 670 fullorðnir hestar og 360 tryppi. Þetta haust voru í vesturumdæmi talin fram 6570 lausafjárhundruð á móti 10969 haustið áður, en í suðurumdæmi 12721 á móti 18270. Milli fardaga þessi ár fækkaði full- orðnu fé á landinu um hundrað þúsund. Verstur var þó lambadauð- inn vorið 1882, en þá drápust alls um 65 þúsund lömb af 180 þúsund sem borizt eiga að hafa, eftir fjár- töflunni það árið. Enda sáu fram- andi þjóðir aumur á okkur og veittu þjóðinni styrki: Danir — sem reynd- ar áttu okkur og var málið skylt, —Bretar og Norðmenn. ÞAÐ ER ekki öld liðin, síðan þetta var. Og elztu menn muna þessa tíma — þeir sem ekki e>u orðnir elliærir. Svo enn má vetur konung- ur ræskja sig hressilega til þess að annað eins hafi ekki gerzt í elztu manna minnum, og jafnvel á þessu árahundraði hafa komið minnisverð- ir harðindavetur, þótt svo oft hafi verið frá þeim sagt í ræðu og riti, að því verði sleppt hér. OG SAMT eru harðindin okkur svo gleymd, að allt fer á annan endann, ef bylskvettu gerir eina kvöldstund um miðjan vetur. Þrátt fyrir allar tækniframfarirnar, marg- víslegar nýskapanir og viðreisnir, vinstri stjórnir, hægri stjórnir og blandaðar stjórnir, erum við ver sett núna, þegar allar okkar bjargir miðast við rafmagn, framleitt með vatnsorku, sem getur stíflast af krapi eða hreinlega frosið [ botn, svo ekki sé minnzt á rokið, sem getur kippt sundur leiðslunum; við hjólafarartæki, sem komast hvorki lönd né strönd, ef snjórinn verður fáeinir sentimetrar — og það er varla, að upphitun húsa okkar hefði undan, ef almennilega herti að — þó rafmagnið héldist og olíufélög- unum tækist að sprauta olíu í geym- ana hjá okkur við og við. AÐ VÍSU vitum við það, að lang- tímum saman hefur ekki verið hægt að kalla forfeður okkar fólk. Þó að þeir væru yfirleitt sæmilega fljótir að rétta úr kútnum, ef góð- æri urðu nokkur saman, og mennta- menn hefur þjóðin alltaf átt, sem upp úr stóðu. En árum saman og hvað eftir annað hefur allur al- menningur ekki gert neinar kröf- ur fram yfir skepnurnar og lifað til þess eins að sálast ekki og það eina sem máli skipti var að draga fram Kfið með lífið eitt sem tilgang. MIÐAÐ VIÐ þann standard má kalla íslendinga menningarþjóð núna, þótt sumir vilja leggja okkur á hillu með Nígeríumönnum og öðr- um slíkum. Hvað sem segja má um það, skulum við vona, að IKið nú til dags hafi einhvern meiri tilgang en þann, að deyja ekki alveg s.rax. OG ÞVÍ takmarki náum við, þeg- ar 6—8 tíma vinnudagur nægir til þess að búa við þau kjör, sem breyttir tímar og þjóðfélagshættir krefjast. CUDO tvöfaltCLldOeinanqmnarqler vörumerkid sem húshvqqiandinn treystir skúlaqata 26 simi 12056 VIKAN 9. tbl. gfj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.