Vikan

Tölublað

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 46

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 46
LAUGAVEGI 59..simi 18478 ast er hér á Vesturlöndum. Mest gætir hinnar fornu Suðurhafs- menningar nú á Samoa, þar sem mestur hluti íbúanna, um áttatíu þúsund manns, er enn af Pólý- nesiskum stofni. Verst er liins- vegar komið fyrir frumbyggj- unum á Havaí, þar sem þeir ekki einungis eru orðnir litill minnihluti innan um ógnarsæg af Japönum, hvítum mönnum, Kínverjum og fleirum, sem flykkzt hafa til eyjanna á undan- förnum áratugum, lieidur hafa nær algerlega varpað fyrir róða fornmenningu sinni, þótt þeir stígi enn húladansa til gamans amerísku og evrópsku túrista- pakki, sem í stórum hópum flykkist til eyjanna í leit að þeirri paradís, sem kynbræður þess áttu drýgstan þátt í að eyðn- leggja. ATRIHIN ÁTTA „Villimennirnir, hinir fávísu villimenn, hafa kcnnt okkur, liinu gagn- menntaða fólki, margt og mikið varðandi list- ina að lifa og njóta hamingjunnar.“ Paul Gauguin: Nóa Nóa. Þótt Danielsson sé greinilega töluvert hrifinn af Pólýnesum og siðum jjeirra fornum, gerir liann sér ljóst, að erfitt eða ó- mögulegt muni að yfirfæra marga þeirra á okkar kristna, vestræna samfélag, eins og það er í dag. Samt sem áður, segir hann, fer ekki hjá þvi, að við getum margt af Pólýnesum lært, engu siður en þeir af okkur. í því sambandi benti hann sér- staklega á átta atriði. 1. Scrmrœmt siðalögmál. Þrátt fyrir sérstöðu og sérréttindi höfðingjanna er ekki annað hægt að segja en eitt og sama siða- kerfið hafi gilt fyrir nær alla Pólýnesa. Hjá okkur vestra rik- ir hinsvegar hin mesta ringul- reið i þessum efnum. Trúarleg og pólitísk eining virðist fara i vöxt á Vesturlöndum, hví skyldi þá slik eining ekki einn- ig vera möguleg á móralska sviðinu? 2. Jákvœð afstaða til kgnferð- ismála. Hjá Pólýnesum urðu aldrei neinir árekstrar milli trúarlegra og kynferðislegra við- horfa, en hjá okkur hefur hin kristna kirkja brennimerkt kyn- hvötina sem eitthvað niðurlægj- andi og syndsamlegt. Sú brenni- merking ræður ótrúlega miklu i sálarlífi margra nútimamanna, þrátt fyrir rénandi áhrif trúar- bragðanna. En ef kirkjan nú skipti um stefnu hvað þetta snerti og tæki upp jákvæða af- stöðu til kynferðismálanna — sem varla myndi stangast neitt á við hinar upprunalegu kenn- ingar Krists — þá gerði hún ekki einungis samfélaginu stór- greiða, heldur næði aftur þeirri forustuaðstöðu, sem hún nú hefur glatað. Þáu mistök, sem oft eiga sér stað í kynferðislegum samskipt- um gifts fólks sem ógifts, eiga mjög oft rætur sínar að rekja til kunnáttuleysis og ódugnað- ar í list ástarinnar. Þótt ástæðu- laust sé að fara að dæmi Pólý- nesa og taka upp verklega kennslu í amorsfræðum, er á- reiðanlega mögulegt að stórbæta ástandið með fræðslu. Hin væmna og rómantiska hugmynd okkar um ástina er á- reiðanlega ábyrg fyrir mörgum mislukkuðum hjónaböndum. Flest hjónabönd okkar eiga nefnilega rætur sínar að rekja til tilviljunarkenndrar tilfinn- ingar, og þegar sú tilfinning hverfur, er sjálfum grundvelli hjónabandsins þar með kippt burtu. Þegar Pólýnesi gengur i hjónaband, hefur hann hinsveg- ar öllu fremur í huga áþreifan- lega eiginleika eins og fegurð, ættgöfgi og skapgerð. Þótt við þurfum ekki endilega að stæla Pólýnesana bókstaflega hvað þetta snertir, er okkur engu að síður nauðsyn að taka raunsæj- ari afstöðu í þessum málum en gert hefur verið. Er þar verkefni fyrir rannsókna- og ráðgjafa- stofnanir þær, er helga sig þess- um málum. Ef til vill koma allir hjóna- skilnaðirnir og hjúskaparbrotin til af því, að okkar hjónabands- form er of erfitt í framkvæmd, að ekki er tekið tillit til þeirrar þarfar á tilbreytingu, sem hver einstaklingur hefur i ríkum mæli. Þar eð við nú i nærri tvö- þúsund ár höfum stritazt við að halda uppi okkar kristna hjóna- bandsmóral, með fremur lélegum árangri, væri kannske ekki úr vegi að reyna nýjar leiðir, til dæmis takmarkað leyfi til ásta utan hjónabands, að dæmi Pólýnesa. Sumum þykir kann- ski að hér sé farið út á hálan ís, en er smávegis aukið frjáls- lyndi ekki betra en strangar sið- ferðisreglur, sem eru meira eða minna fótumtroðnar hvort eð er? Hvort sem nú liinar ótrúlega auðveldu fæðingar pólýnesiskra kvenna eiga sér líkamlegar eða sálrænar orsakir, eða livort- tveggja ættum við af fremsta megni að reyna að ná þeim hvað þetta snertir, svo að aumingja kvenfólkið okkar losni að minnsta lcosti að einhverju leyti við allt það amstur og pínslir, sem það nú verður að þola er nýir þjóðfélagsborgarar líta dagsins ljós. Sumar þessara uppástungna hafa nú kannski heldur róttæk- an hljóm, vill einhver segja. En á þvi er lika varla vafi, að rót- tækra aðgerða er þörf til að færa i lag ýmsar misfellur á þjóðfé- lögum okkar Vesturlandamanna. Til dæmis má taka, að tala hjóna- VIKAN 9. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.