Vikan

Útgáva

Vikan - 04.03.1965, Síða 30

Vikan - 04.03.1965, Síða 30
við skyldustörf sín, svo að í raun- inni má segja sem svo, að hon- um leyfist það að vissu marki? Fleming:. Jú, — þó að þetta sé ekki annað en skáldskapar- brella til þess að gera það hlut- verk, sem James Bond hefur með höndum, enn æsilegra er þetta tvöfalda núll fyrir framan einkennistöluna, ekki að öllu leyti skáldskapur. Sú hugdetta mín er sprottin af þeirri stað- reynd, að í byrjun síðari heims- styrjaldar höfðu allra leynileg- ustu dulmálsmerkin, sem notuð voru í flotamálaráðuneytinu tvö- falt núll fyrir framan sjálfa ein- kennistöluna, en henni var sífellt breytt af öryggisástæðum. Sp. Álítið þér að það fyrir- bæri, sem kallað er „alfullkomið morð“, sé yfirleitt hugsanlegt? Fleming. Ég geri ráð fyrir að engin morðaðferð sé eins örugg og óbrigðul og sú, sem þeir nota byssufantarnir í Bandaríkjunum; þessir sem eru á mála hjá glæpa- samtökunum, Cosa Nostra eru þau víst kölluð, það er til að þeir séu sendir frá Detroit til að myrða mann, sem situr inni á bar í New York og eru svo allir á bak og burt án þess nokk- ur geti sannað á þá, að þeir hafi átt sökótt við hinn myrta. Þetta nálgast alfullkomið morð — og þó enn meir sú aðferð, sem þeir nota í leyniþjónstunni, einkum þeirri rússnesku, sem hefur beitt henni óspart í Vestur-Þýzkalandi. Síðasta morðtaekið þeirra, blá- sýrugasbyssan, sem þó er öllu fremur vatasbyssa, flylt með blá- sýruupplausn, er sér í lagi snjöll uppfjnning, því að með henni má myrða mann. sem er til dæm- is að taka, á leið upp stiga, og þegar hann finnst, eru olí merki OQ VIKAN 9. tbl. um blásýruna horfin. Þá er því eðlilegt að halda, að maðurinn hafi fengið hjartaslag af þeirri áreynslu að ganga upp stigana. Sp. Þér hafið verið gagnrýnd- ur fyrir það, að þér væruð hald- inn grimmdarlosta í bókum yðar. Finnst yður sú ásökun hafa við rök að styðjast? Fleming. Það er einföld stað- reynd, að Bond verður að endur- spegla sína eiginn tíma, eins og allar þær söguhetjur, sem ná al- menningshylli. Við lifum á grimmdaröld, kannski þeirri grimmúðlegustu, sem um getur. í síðustu styrjöld féllu þrjátíu milljónir manna. Þar af var sex milljónum beinlinis slátrað, og það á hroðalegan hátt. Ég heyri sagt, að ég láti beita James Bond hiunm djöfullegustu pyndingum og fantabrögðum, sem sé mín eigin uppfinning. En slíkt lætur sér enginn sá um munn fara, sem veit hvernig farið var með þá njósnara, sem teknir voru til fanga í síðustu heimsstyrjöld. Ekki heldur þeir, sem vita hvað gerðist í Alsír. Sp. Þér sögðuð áðan, að smám saman færi eitthvað að naga alla leigumorðingja að inn- an; á það líka við Bond? Fleming. Já, það veldur hon- um óþægindum að drepa menn, jafnvel þó að að hann láti sig hafa það — eins og hann lætur sig hafa það að aka bílum, sem hljóta að vekja athygli á honum. Sp. í síðustu bókunum látið þér hann aka Bentley af kraft- mestu gerð — hvað gerði að sá bíll varð fyrir valinu? Fleming. Sennilega hef ég valið kraftmestu gerðina af Bentley fyrir það, að Amherst Villiers var goður vinur minn og þannig fékk ég ýmisslegt að vita um bílinn. Ég lét Bond aka Bentley vegna þess, að mér finnst það vel viðeigandi, að hann noti hraðskreið og æsileg farartæki. Sp. Hafið þér sama smekk og hann hvað kraftmikla bíla snert- ir? Fleming. Já, ég vildi gjarna eiga kraftmestu gerðina af Bent- ley, en nú orðið — ég er orðinn fimmtíu og sex ára — þá fellur mér, þegar allt kemur til alls, bezt við bíl, sem ég get látið standa úti yfir nóttina og samt ræst tafarlaust að morgni og ekið á hundrað mílna hraða, þegar ég vil það við hafa, án þess að það valdi mér neinum óþægind- um. Ég get ekki verið að nostra við bíl, sem þarf að stilla eða veldur mér amstri og kostnaði. Þess vegna hef ég átt Thunder- bird síðustu sex árin, og hann hefur dugað mér prýðilega. Reyndar á ég tvo slika, góðan tveggja manna og ekki eins góð- an fjögurra manna. Sp. Þér eruð ólíkur Bond um það, að því er þér segið, að yður er ekkert um byssur gefið og þér akið ekki rándýrum og kraft- miklum bíl af glæsilegustu gerð. En eruð þér þá ekki heldur líkur honum hvað spilafýsnina snert- ir? Fleming. Ég hef gaman af að spila. Ég spila bridge um sæmi- lega háar upphæðir. Ég hef gam- an af áhættunni. Ég spila í klúbb- um hér í Lundúnum, einkaklúbb- um. Ég man eftir einu skipti, þar sem ég hafði mikla löngun til að græða. Þá var ég á leið til Banda- ríkjanna, ásamt Godfrey aðmírál, yfirmanni upplýsingaþjónustu sjóhersins. Við vorum staddir í Estoril á Portúgal, og skruppum inn í spilavíti þar, til að drepa tímann. Þar bar ég kennsl á nokkra þýzka njósnara, og þá datt mér í hug, að það væri til- valið að spila við þá, rýja þá inn að skyrtunni, buga þá. Auðvitað fór það svo, að þeir féflettu mig. En spennandi var þetta. Ég not- færi mér þennan atburð í bók- inni, „Casino Royale“, þeirri fyrstu, sem ég samdi, en vitan- lega tapar Bond þar ekki. Það er hann, sem tekur hvern eyri af andstæðingi sínum, bugar hann gersamlega og lætur sig ekki muna um það. Sp. Þér hafið skrifað „Cas- ino Royale" og allar hinar Bond- bækurnar í heimkynni yðar á Jamaica. Hvemig stóð á því, að þér völduð Vestur-Indíurnar, sem fylgsni til ritstarfa? Fleming. Ég fór fyrst til Jamaica á vegum leyniþjónustu sjóhersins, árið 1942, til fundar við bandaríska starfsbraeður mína, til að athuga hvað væri helzt til ráða gegn kafbátahern- aði Þjóðverja á Karabíska haf- inu. Ég hafði aldrei komið í hita- beltislöndin áður, og þótti þar dásamlegt, eins og ég geri ráð fyr- UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR E R ORKIN HANS NOA? ÞiS er alltaf eaml lelkurinn i hennl Ynd- isírfS okkar. Bún hefur fallS örklna hans N*o eínhvers staSar 1 blaöinu og heitlr gWojn verfHannum'handa þeim, sem getur fnndtg örklna. VerSlaunin eru stðr kon- feiuiuesl, fuliur af bezta konfektl, og framleiSandlnn er auSvitað SœlgætisgerS- In Nói. Nafja Heimlll (irkitt er i kk. glSast er dreglS var hlaut verSIaunln: Sigurður Magnússon, Háukinn 10, Hafnarfirði. Vlnninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. 9. tbi. ir að flestum Skotum þyki þar. Og ég var ákveðinn í því, að ég skyldi finna einhver ráð til þess að ég gæti farið þangað aft- ur að styrjöldinni lokinni, komið mér upp húsi og dvalizt þar, þeg- ar tími ynnist til. Loks fann ég þar gamla asnaveðhlaupabraut niður við sjóinn, sem lögð hafði verið niður, svo að ég festi kaup á staðnum og þar byggði ég svo hús. Ég kallaði húsið „Gullna augað“. Og það hefur lánazt ákaflega vel, hvað sem öðru líð- ur. Eins og þér sögðuð, þá hef ég ritað allar bækur mínar þar. Sp. Sitjið þér lengstan tím- ann við ritvélina, þegar þér dveljizt þar? Fleming. Síður en svo. Ég fer á fætur þegar fuglinn galar, um klukkan sjö, þá getur maður ekki sofið lengur fyrir þeim, og þá fer ég í bað í sjónum, áður en ég sezt að árbít. Þetta er svo afskekkt, að maður þarf ekki að vera með mittisskýlu; við hjón- in syndum spottakorn, komum svo heim og snæðum egg, sem ráðskonan kann flestum betur að steikja, og að loknum ljúffeng- um árbít sit ég úti í garði til klukkan tíu og nýt sólarinnar. Þá fyrst tek ég til starfa. Ég sit inni í svefnherberginu og vélrita um fimmtán hundruð orð í einni lotu, án þess að líta á það, sem ég hef skrifað daginn áður, en hef hugsað að miklu eða öllu leyti það, ég ætla að skrifa, áður en ég sezt við. Ég held að mikið sé undir því komið að skrifa hratt og hiklaust til þess að ná hraða í frásögnina. Og svo, þegar klukkan er rúm- lega tólf, læt ég það allt eiga sig og labba mig niður að sjó með froskmannshettu og sting og svip- ast um eftir humar og öðru þess- háttar út við kóralrifin; stund- um hef ég heppnina með mér og stundum ekki, og þegar ég kem heim aftur, fæ ég mér daufbland- að gin og lostætan morgunverð, mat, sem tíðkast á Jamaica og tek mér svo hvíld til klukkan fjögur. Þá fer ég aftur út í garð- inn, klukkustund eða svo, fer aftur í bað, sezt að því loknu aftur við frá sex til sjö — það dimmir mjög fljótt á Jamaica, klukkan sex er allt í einu komið kolníðamyrkur — og bæti við um fimm hundruð orðum. Að því búnu töluset ég blöðin, sem þá eru venjulega orðin sjö, kem þeim á sinn stað í heftinu, fæ mér staup af einhverju sterku, sezt síðan að kvöldverði, og tefli að honum loknu myllu við konu mína dálitla stund — hún heldur að hún sé mér þar snjallari, en ég veit hið gagnstæða — snaka mér síðan í háttinn og er stein- sofnaður um leið. Sp. Og svo koxnið þér aftur heiip til Englands í marz, og hafið þá handritið meðferðis, full- búið? Fleming. Já, að smávægileg-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.