Vikan - 14.04.1965, Page 30
Ég veit um einn Færeying, sem
væri kannske fær um þetta, og
best gæti ég trúað því að þið
hefðuð krækt í hann.
Og þannig fór með sjóferð þá.
Vélin er semsagt ekki ennþá
komin í gagnið og er á tilrauna-
stigi, þótt vitað sé að hún vinni
verk sitt óaðfinnanlega, þá eiga
þeir eftir að snurfunsa hana
á ýmsan hátt, treysta hana, gera
hana ódýrari í framleiðslu og
svo framvegis.
Síldarflökunarvél.
Og enn eru þeir með eina vél
í viðbót, félagarnir Haraldur og
Gísli. Að vísu er ekki hægt að
segja að hún sé að öllu leyti upp-
finning Haraldar, en víst er að
geysimiklar endurbætur hafa
þeir gert á henni. Frumkvæðið
að vélinni á norskur maður,
Kloster að nafni, og ber vélin
nafn hans. Þetta mun vera hag-
leiksmaður mikill, orðinn aldr-
aður og hefur lítið verkstæði
heima hjá sér. Hann smíðaði
síldarflökunarvél og seldi víða,
og eru til nokkrar hér á landi,
sem keyptar voru af honum.
Haraldur og Gísli hafa nú endur-
bætt hana og umsmíðað, svo
heita má að aðeins tveir hlutir
séu þeir sömu eða svipaðir og í
þeirra upprunalegu. Vélin flakar
um 100 síldar á mínútu hverri
og skilar vel unnu verki — vel
sambærilegu og jafnvel fallegri
flökum en aðrar viðurkenndar
flökunarvélar.
Þessi vél þeirra er nú í notkun
víða á landinu, og til sanninda-
merkis um traustleika hennar,
segja þeir að á einum tilteknum
stað hafi hún verið notuð í tvö
ár samfleytt án þess að kvartað
hafi verið, né bilun hafi komið
fram. Vélin kostar 240 þúsund,
og vinnur fyrir sjálfri sér á
skömmum tíma, ef vel gengur
með síldveiðina.
*
Flugvél til lóðrétts
flugs og lendingar
Framhald af bls. 12.
og skroppið á skíði með alla fjöl-
skylduna upp á Vatnajökul um
helgar. Þá mundu Kópavogsbúar
heldur ekki lengur þurfa að
kvarta yfir því að farþegavélar
skríði yfir húsþökin hjá þeim.
Einar vann að þessari hug-
mynd sinni og fékk svo mikið
traust á henni, að hann lagði í
það að fara að smíða eina slíka
sjálfur. Að vísu ekki fullkomna
flugvél, heldur nokkurskonar til-
raunatæki, til að sannreyna hvort
hugmynd hans væri ekki rétt.
Hann fékk inni í stórum bragga
suður á Reykjavíkurflugvelli, og
hóf smíðina. Hann sauð saman
grind úr léttum málmrörum, út-
vegaði sér einhvernvegin tvo
flugvélahreyfla, sem hann setti
á grindina, smíðaði síðan loft-
rásir og hlíf utan um vélina úr
krossvið. Þetta tók auðvitað óra-
langan tíma og kostaði margra
mánaðakaup, en loks þóttist hann
tilbúinn og bauð ýmsum áhuga-
mönnum og áhrifamönnum þang-
að suðureftir að að sjá, þegar
hann reyndi vélina.
Sjálfur var hann viss um að
vélin mundi fara á loft, og það
var í raun og veru aðalatriðið.
En hann vissi líka að engin
stjómtæki voru á vélinni, og að
hann gæti þessvegna ekki stjórn-
að henni eftir að hún væri kom-
in á loft. Slíkt gæti síðar kom-
ið. Þessvegna tók hann það ráð
til öryggis, að hann batt vélina
niður með fjórum köðlum, svo
hún færi ekki upp fyrir ákveðna
hæð. Á kaðlana setti hann svo
mæla ,til að mæla lyftiaflið.
Áhorfendur voru mættir, vél-
inni var ýtt út úr bragganum
og Einar setti í gang. Ég hef ör-
uggar heimildir fyrir því að vél-
in tók sig á loft og rykkti í bönd-
in. Að vísu sitt á hvað og sýni-
legt að Einar gat lítið sem ekkert
stjórnað henni, en staðreynd
samt að hún fór upp. Beint upp.
Sjálfur segir Einar — og það er
engin ástæða til að rengja — að
vélin hafi lýft þunga, sem sam-
svarar 750 kg.
Nú er það augljóst mál, að jafn-
vel einn hreyfill á venjulegri
flugvél getur lyft slíkum þunga.
En sú vél fer heldur ekki beint
upp. Á slíkri flugvél eru líka öll
nauðsynleg stjórntæki og löng
reynsla að baki um það hvernig
bezt sé að nýta vélaraflið. Ég
held líka að það þurfi ekki fag-
mann til að álykta að venjuleg
eins hreyfils þyrla geti lyft meiri
þunga. En þetta veit Einar líka,
og efast ekki um að báðar þess-
ar gerðir véla hafi sitt notagildi.
En mergurinn málsins er sá, að
hann var með nýja aðferð til að
lyfta flugvél. Nýja tegund. Nýtt
kerfi. Hans vél fór beint upp og
beint niður. Til þess þurfti hún
mikið vélarafl. Þegar upp væri
komið, mundi sennilega hægt að
minnka aflið og spara eldsneyti.
Sú var í það minnsta hugmynd
Einars.
En vélin fór aldrei hærra en
þetta. Satt bezt að segja þá fór
vélin aldrei á loft eftir þetta.
Einar var kominn í fjárþröng og
gat ekki meira í bili. Kröfuhaf-
ar létu læsa bragganum og inn-
sigla, svo Einar komst ekki þang-
að inn aftur. Síðan var reynt að
selja vélina á uppboði, en eng-
inn vildi kaupa. Þessu ævintýri
lauk með því að hreyflarnir voru
teknir úr vélinni, en grindin sett
út á guð og gaddinn og mun vera
þar enn í litlu yfirlæti.
En þó hafði Einar nokkuð fyr-
ir sinn snúð. Einhverjir áhuga-
menn á Keflavíkurflugvelli höfðu
spurnir af þessu og létu Sikorsky
verksmiðjurnar í Bandaríkjunum
vita. Það fór svo að þær skrifuðu
honum bréf og buðu honum
þangað. Hann tók boðinu, en kom
við í Washington til að leggja inn
umsókn um einkaleyfi. Svo fór
hann til Sikorsky.
Þeir tóku honum opnum örm-
um og hófu mál sitt með því að
bjóða honum 50 dollara fyrir
uppfinninguna. Einari fannst það
lítið og afþakkaði gott boð. Þeir
sögðu að þetta væri alls ekki svo
slæmt, miðað við almennan
markað á slíkum uppfinningum,
og sérstaklega þegar eftir væri
UtfGFRÚ YNDISFRÍÐ
koníckt f rá K Ó A.
HVAR ER ÖRKIN HANS NOA1
[tat stnl lclkurlnn 1 hénnl Yní-
Hte heftir íaII8 8rktns han«
ibiðár f 'blaðlnu cg heltlr
iumlutnaa fcelm, «em getur
YertUunln eru stír kon-
táíttt U hezts konfektl, og
ðtnx er aujfrtUS smlctetsgert-
Vifa
miáM
QSSZ
CfSte ÚiHfc
SfDast er OregfS var Uont VMffiUBrtu
Lára Herbjörnsdóttir,
Ásgarði 63, Reykjavík.
Vinninganna má vitja í skrifstofu
Vikunnar. 15. tbl.
að vinna við uppfinninguna og
rannsaka hana kannske árum
saman. En hann sat við sitt.
Svo komu þeir aftur seinna og
hækkuðu boðið upp í 80 dali.
Hann neitaði aftur. Enn komu
þeir og buðu 150. Enn neitaði
hann. Og svona gekk þetta koll
af kolli, þangað til þeir voru
komnir upp í 1.800 dali. Einar
afþakkaði enn boðið — og þar
við sat og situr enn.
Meðan á þessu stóð vann hann
hjá fyrirtækinu á teiknistofu
þess. Launin voru lítil, segir
hann, og þegar ég spurði hann
hvað hann hefði verið að teikna
og hvort hann hefði gert þar ein-
hverjar uppfinningar, sagði hann
að það hefði verið tekið fram í
launasamningnum að hann mætti
ekki segja frá neinu slíku. í
samningnum var líka tekið fram,
að allar uppfinningar, sem hann
kynni að gera þar, væru eign
fyrirtækisins.
Þarna vann hann í um það bil
eitt ár, en fékk þá vinhutilboð
frá The Republic Aviation Cor-
poration. Þeir buðu betri laun og
þar var hann næstu 3—4 Órin,
Líka á teiknistofunni allan tim-
ann.
Þegar heim kom fékk hann sér
fyrst atvinnu á sjónum, því hann
er vélstjóri eins og áður er sagt,
en fór síðan til Hitaveitu Reykja-
víkur og hefur verið þar síðan.
En allar frístundir notar hahn
ennþá — og mun vafalaust gera
’— til að vinna að uppfinningum
sínum á sviði flugmála.
Hann hefur fengið tvö Banda-
rísk einkaleyfi, annað fyrir vél-
inni, sem áður er lýst, en hitt er
fyrir lendingarpalli flugvéla.
Sá pallur á að geta tekið á
móti hvaða flugvél, sem er, —
segir Einar — ef hún er sjálf út-
búin á vissan hátt. Pallurinn er
ætlaður fyrir vélar, sem geta
lent lóðrétt niður á pallinn, en
hans hlutverk er fyrst og fremst
að taka á móti þeim geypilega
loftstraumi, sem kemur frá út-
blæstri hreyflanna.
Nú er Einar að sækja um
einkaleyfi fyrir flugvélinni, sem
teikningin er af hér í blaðinu.
Satt að segja er það einmitt
teikningin, sem fylgir umsókn-
inni.
Einra hugsar sér að vélin taki
sig á loft með þeim hætti að
vængurinn er látinn vísa upp á
við Skrúfublöðum hreyfilsins er
þá snúið þannig, að hann blæs
lofti undir vænginn að framan,
og jafnframt eftir loftrás, sem
veitir nokkrum útblæstri aftur
úr vélinni — og niðurávið. Með
þessu móti segir Einar að vélin
eigi að hefja sig á loft.
Þegar vélin er komin á loft, má
breyta skurði vængsins þannig
að hann veiti nokkra lyftu, jafn-
framt því að hreyfillinn ýtir vél-
inni áfram. í fullri hæð er væng-
urinn settur í lárétta stöðu og
skrúfublöðunum snúið við, svo
2Q VIKAN 15. tbl.