Vikan

Eksemplar

Vikan - 14.04.1965, Side 34

Vikan - 14.04.1965, Side 34
að fá okkur einn léttan. Hvað má bjóða yður? — Þakka yður fyrir Bourbon og fs. — Haig og vatn. Þjónustustúlkan fór burt. Du Pont hallaði sér áfram og það Ijómaði af andliti hans. Ilmur af sápu eða rakspíritus barst yfir borðið. — Eg vissi að þetta voruð þér. Um leið og ég sá yður sitja hérna, en ég sagði við sjálfan mig: Junius, þú ferð ekki oft mannavilt, en hlauptu ekki á þig. Ég ætlaði að fljúga til New York með Trans- amerícan vélinni, í kvöld, og þegar þeir tilkynntu töfina, fylgdist ég með svip yðar, og ég vona að þér fyrirgefið mér, herra Bond, var ég alveg viss, eftir andlitssvip yðar, að þér höfðuð einnig ætlað með henni. Svo hélt hann áfram: — Svo ég hljóp að farmiðasölunni og fékk að líta á farþegalistann. Og þar stóð einmitt: J. Bond. Herra Du Pont hallaði sér aftur á bak, ánægður með snilli sína. Drykkirnir komu. Hann lyfti glasi sínu. — Yðar skál, sir. Þetta er heilladagur hjá mér. Bond brosti út í annað munn- vikið og drakk. Herra Du Pont hallaði sér áfram. Hann litaðist um. Það var enginn við næstu borð. Samt lækkaði hann röddina: — Ég býst við að þér hugsið með yður: Jæja, það er ekkert á móti því að sjá þennan Junius DuPont aftur, en hver er tilgangurinn? Af hverju er hann svona ákaflega hamingjusamur yf- ir því að hitta mig einmitt í kvöld? Herra Du Pont lyfti augnabrúnun- um, eins og hann væri að leika Bond fyrir Bond. Bond setti upp kurteisislegan spurningarsvip. Herra Du Pont hallaði sér lengra inn yfir borðið. — Ég vona að þér viljið fyrir- gefa mér, herra Bond. Það er ekki mitt að hnýsast í annarra leynd- ar . . . hér — inn í mál annarra. En eftir leikinn á Royale frétti ég að þér væruð ekki eins mikill spila- maður heldur einnig að þér væruð — þér — ja, hvað segir maður? Að þér væruð einhverskonar — hér — rannsóknarmaður. Þér vitið, ein- hverskonar maður, sem vinnur við leyniþjónustu éða einhverja slíka upplýsingastofnun. Du Pont varð mjög rjóður í andliti, meðan hann var að koma þessari framhleypni út úr sér. Hann hallaði sér aftur á bak, tók upp vasaklútinn sinn og strauk sér um ennið. Hann leit með áhyggjusvip á Bond. Bond yppti öxlum. Gráblá aug- un, sem horfðust í augu við Du Pont, sem voru hörð og vökul, þrátt fyrir vandræðin, voru í senn einlæg, kuldaleg og sjálfgagnrýnin — ég var í því. Það voru leifar frá stríðinu. Maður hélt að það væri gaman að leika rauðskinna. En það er engin framtíð í sliku á friðar- tímum. — Auðvitað, auðvitað. Herra Du Pont bandaði frá sér hendinni sem hann hélt á sígarettunni með. Hann herra Bond . . . Herra hér — James Bond? 2. kafli. Forleikur. Bond vildi helst vera nafnlaus. Tónn hans var ekki uppörvandi þegar hann sagði: — Jú, það er rétt. — Jæja, það var einkennileg til- viljun, maðurinn rétti fram hendina. Bond reis hægt á fætur, tók um höndina og sleppti henni aftur. Höndin var deigkennd og án beina, eins og gerð úr leir eða uppblásin gúmmíhanzki. — Nafn mitt er Du Pont, Junius Du Pont. Ég á ekki von á því að þér munið eftir mér, en við höfum hitzt áður. Andlitið? Nafnið? Jú, það var eitthvað kunnuglegt við manninn. Fyrir löngu, löngu. Ekki í Ameríku. Bond rótaði í minni sínu, meðan hann virti manninn fyrir sér. Herra Du Pont var um það bil fimmtugur — bleikur, vel rakaður og klæddur I hði venjulega dulargervi, sem hyl- ur samvizkubit amerískra milljón- era. Hann var f dökkbrúnum hita- beltisfötum, einhnepptum og hvítri skyrtu með gullnælu, undir hnútn- um á mjóu, dökkrauðu bindi með VIKAN 15. tbl. bláum röndum. Ermaltningarnar stóðu um hálftommu fram úr jakka- ermunum og sýndu glæra kristalls- hnappa með eftirlíkingu af Iftilli laxaflugu. Sokkarnir voru úr kol- gráu silki og skórnir eins og gljáð maghony. Maðurinn var með lágan stráhatt með litlum börðum og breiðum vínrauðum borða. Herra Du Pont settist niður gegnt Bond, dró fram sígarettur og skraut- lausan Zippo kveikjara úr gulli. Bond tók eftir að það vottaði fyrir svita á hörundi mannsins. Hann á- kvað með sjálfum sér að herra Du Pont væri einmitt það sem hann liti út fyrir að vera, mjög auðugur Ameríkumaður í smávegis vand- ræðum. Hann vissi að hann hafði hitt hann áður, en vissi alls ekki hvar eða hvenær. — Reykja? — Þakka yður fyrir. Bond lét sem hann tæki ekki eftir kveikjaran- um, sem var réttur í áttina til hans. Hann var á móti því að þiggja eld hjá öðrum. Hann tók upp sinn eigin kveikjara og kveikti sér f. — í Frakklandi 1931, Royale les Eaux. Du Pont horfði ákafur á Bond. — Það er spilavíti. Ethel, það er að segja frú Du Pont og ég sátum við hliðina á yður við borðið, nóttina sem þér spiluðuð stóra spilið. Minni Bond þaut aftur á bak. Já, auðvitað. Du Pont hjónin höfðu verið númer fjögur og fimm við Baccarat borðið. Bond hafði verið númer sex. Þau virtust meinleysis- fólk. Honum hafði þótt svo notalegt að hafa svo vandað bólverk vinstra megin við sig, nóttina sælu, sem hann sprengdi Le Chiffre. Nú sá Bond þetta allt fyrir sér á ný — bjart Ijósið á grænu spilaborðinu, bleikan fálmarann, sem teygði sig eftir spilunum. Hann fann lyktina af tóbaksreyknum og beiskan þef- inn af eigin svita. Það hafði svo sannarlega verið nótt í lagi. Bond leit framan í herra Du Pont og brosti af endurminningunni. — Já, auðvitað man ég það. Fyrirgefðu hvað ég var seinn að taka við mér. Það var nú meiri nóttin. Ég sá ekki mikið annað en spilin mín. Du Pont brosti á móti hamingju- samur og feginn. — Það er nú lík- ast til herra Bond. Auðvitað skil ég yður. Fyrirgefið mér að ryðjast þannig að yður. En — hér. . . hann smellti með fingrunum til að kalla á þjónustustúlkuna. — En við verð- um að halda upp á þetta með þvf

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.