Vikan

Útgáva

Vikan - 14.04.1965, Síða 47

Vikan - 14.04.1965, Síða 47
Hávær, langdregin hróp heyrð- ust neðan af neðra þilfarinu, en Jeff virtist ekki taka eftir þeim. Hún horfði með undarlegum, en áköfum svip framan í Anders, og sagði: — Þú gætir beðið mig um að giftast þér. — Nei, það get ég ekki, svar- aði hann fljótt. — Er það ■— er það einhver önnur? Hann gat ekkj varizt hlátri: — Ó, heimskinginn minn, sagði hann. Jeff hnyklaði brýrnar og hélt áfram: Hvað með þessa ungfrú Houston? spurði hún. — Já, hvað um hana? spurði Anders í stað þess að svara, og það var ekki laust við að honum brygði. — Mér var sagt, að þú hugs- aðir heilmikið um hana. — Og hver sagði þér það, ef ég má spyrja? — Vandengraf, huglesarinn, svaraði Jeff. — Sá þorpari! var allt, sem Anders sagði. Af einhverri á- stæðu olli þetta svar Jeff hugar- létti. — Jæja þá, ef þú ert ekki að hugsa um aðra stúlku, en hugs- ar um mig ... sagði hún áköf. Anders tók um hendur hennar og reyndi að hugsa rökfast. — Sjáðu nú til, Jeff mín, sagði hann. —Hjónaband, og allt sem því fylgir, á ekki heima í mínu skipu- lagi. Ég er ekki gerður fyrir slíkt. Lombok er ekki staður fyr- ir konur. Það er hættulegur stað- ur. Lombok er staður, sem er fullur af órómantískum, leynd- um og lúalegum hættum, Mosk- ító, malaría, blóðeitrun, hitasótt, fimm hundruð tegundir af kláða og þúsund af magaveikindum. Félagsstjórnin vill ekki kvænta menn í Lombok, og hún hefur rétt fyrir sér. — Og þú — þú vilt ekki fara frá Lombok? — Fara frá Lombok? Ekki fyr- ir kórónu Danmerkur! Lombok er vinna mín og líf! Fara frá Lombok! — Ekki einu sinni fyrir mig. — Nei, Jeff. Ekki einu sinni fyrir þig. Jeff barðist við að halda brosi sínu: — Þú ert ekki mikið fyrir að segja ósatt, sagði hún blíð- lega. — Jæja, þá verðum við að kveðjast í Lombok. Ætlarðu að senda mér póstkort við og við? —■ Ég er hræddur um, að ég sé ekki snjall í slíkum skriftum. Kannske við hittumst einhvern tíma aftur. Ég fæ frí þriðja hvert ár... — Ekki tala, Anders, þegiðu bara, hvíslaði Jeff. — Lofaðu mér bara að halda í hendur þín- ar — þetta er svo sárt — eins og uppskurður. Heimskulegt. Ég hélt að þetta væri bara skipa- skot. Mér datt ekki í hug, að það yrði svona ... MmmmsMmmmm i- ' ■ ' •• * Hrein frísk heilbrigð húð ÞaS tkiptir ekki máli, hvernig húð þér hafiði Það er engin Húð eins. En Nivea hæfir sérhverri húð. Þv[ Nivea-creme eða hin nýja Nivea-milk gefur húðinni allt sem hún þarfnast: Fitu, raka og hið húðskylcla Euzerit. Og þess vegna getur húð yðar notið þeirra efna úr Nivea sem hún þarfnast helzt. Hún getur sjálf ákveðið það magn, sem hún þarfnast af fitu og raka. Þetta er allur leyndardámurinn við ferska, heilbrigða og Nivea-snyrta húð. VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.