Vikan

Tölublað

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 6

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 6
MEÐ Minolta fáið þér betri myndir Minolta Uniomat 35 mm. filma Linsa: Rokker f. 2,8/45 mm. Lokari: Frá B 1/8 — 1/1000. ASrar fáanlegar 35 mm. myndavélar: MINOLTA AL MINOLTA SR— 1 MINOLTA HIMATIC — 7 MINOLTA REPO MINOLTA SR — 7 MINOLTINA P Jyvwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwxvv; IMINOLTA) ZoomS\ '.WWWWWWWWWWWWWWWWWWY', Kvik- mynda töku- vélin SJALFVIRK/eða STILLANLEG RAFDRIFIN • MINOLTA 16 R - Einföld - ódýr. • MINOLTA 16 II - Standard gerS • MINOLTA 16 EE II — Sjálfvirk — fullkomin • Fyrirliggjandi aukahlutar og hjálpartæki svo sem: Framköllunartankar, Skuggamyndasýningavélar, Filmur svart/hvítar og litfilmur. FÁST í MYNDAVÉLAVERZLUNUM UM LAND ALLT. SALA & VIÐGERÐAÞJÓNUSTA: FILMUR & VÉLAR, Skólavörðustíg 3. HEILDSOLU- BIRGÐIR: J. P. CuðjónssoR 09 Sveinn Björnsson & (o. Skúlagötu 26, sími 11740 — Garðastræti 35, sími 24204. 6 HVÍTAR DÚFUR. Kæra Vika! Er það rétt sem nú hefur ver- ið sagt að væntanlegum meðlim- um í Hvítasunnusöfnuðinum sé haldið í vatni þar til þeir sjá hvítar dúfur? Er það satt og rétt að sumir séu orðnir alvarlega þrekaðir þegar dúfurnar birtast? Er það rétt, að þvottahúsið Skyrtan, sem er í sama húsi, sjái um athöfnina? Religius. Vikan hringdi þegar í stað I formann Hvítasunnusafnaðarins á íslandi og fékk hjá honum eft- irfarandi svar: 1. Hvítasunnumenn skíra ná- kvæmlega eins og kristnir menn skírðu í frumkristni um hundruð ára. Tákn það, sem gerðist, er frels- arinn var skírður í Jórdan, þegar heilagur andi kom yfir hann I dúfulíki, ep einsftakt tákn, og birtist ekki fyrr en eftir að hann var skírður. Það hefur því ekkert með skírn kristinna manna að gera, hvorki fyrr né síðar. 2. Biblíuleg skírn, sem Hvíta- sunnumenn framkvæma, fer þannig fram, að bæði sá sem framkvæmir skírnina og sá sem skírist, stíga báðir niður í vatn- ið, sem má vera eins meters djúpt, en líka grynnra eða dýpra eftir atvikum. Sá sem skírir, hallar þeim sem skírist undir yfirborð vatnsins, til þess að vatnið hylji allan lík- amann, því að biblíuleg skírn er ímynd greftrunar. Maðurinn sem skírir, sleppir aldrei höndum af þeim, sem skír- ist, og reisir hann svo undir eins upp úr vatninu eftir að hann hef- ur hulizt í vatninu augnablik. 3. Þeir, sem eiga Þvottahúsið Skyrtan, eru ekki í Hvítasunnu- söfnuðinum, en fengu þetta hús- næði, sem er í sérstakri álmu byggingarinnar, leigt til ákveð- ins tíma, sem nú er senn á enda. Skyrtan er sjálfstætt fyrirtæki og hefur ekkert með Hvítasunnu- söfnuðinn að gera né starf hans að neinu Ieyti“. Og sértu ekki ánægður með þetta, Religius minn, skaltu skrifa okkur aftur — eða for- manni Hvítasunnusafnaðarins — eða forstjóra Skyrtunnar. LEIKUR SÉR AÐ ELDINUM. Ung stúlka, sem skrifað hefur póstinum og biður um það að bréfið sé ekki birt í heild, grein- ir frá svohljóðandi vandamáli sínu: Hún er ástfangin af kvænt- um manni í góðri stöðu og búin að vera það nokkuð lengi. Hún segir að þau hafi oft horfzt í augu (hún af tilfinningu) en ekki veit hún um hugrenningar hans. Hún segir að hann hafi átt byrjun- ina að þessum leik og svo spyr hún, hvort fólk horfist svona í augu, nema það sé ástfangið. Til að byrja með, þá þökkum við fyrir hlý orð til blaðsins. Hvað vandamál þitt áhrærir, þá má slá því föstu, að maðurinn kann vel að hafa gaman af þeim leik að horfast í augu við þig, án þess að meina hót með því eða vera hið minnsta ástfanginn af þér. Jafnvel giftir menn hafa stundum gaman af því að leika sér að eldinum af því það er svolítið spennandi og áhættu- samt og það sem er áhættusamt er kitlandi. Hann kann líka að hafa veitt áhuga þínum og heitu augnatilliti athygli og þá hefur hann ef til vill gaman af að nota sér aðstöðuna. Fyrir þig er að- eins eitt að gera: Steinhætta þessu. Þú hefur ekkert upp úr því annað en vandræði og hug- arvíl eins og margsannazt hefur, þegar ungar og ógiftar stúlkur taka upp ástarsambönd við kvænta menn. FERMINGAR OG TRÚ. Nú standa fermingar sem hæst, og er það tilefni bréfs míns. Öll þjóðfélög hafa sína galla, eins og eðlilegt er, en þó er rétt að benda á þá, og bæta það sem af- laga fer. Vil ég því koma skoðun minni á framfæri. Á íslandi mun í dag vera trú- frelsi, og er það vel. Allir eiga því rétt á að njóta þess. Nú eru öll ungböm skírð, að vilja for- eldranna. Þar sem barnið er ekki nægilega þroskað, er skírnin fer fram, til að ákveða hvort það vill fylgja frelsaranum á lífsleiðinni, er 13 árum seinna framkvæmd athöfn sú, er ferming nefnist. Álit mitt er, að 13 ára barn sé ekki fremur en unga barnið fært um að taka ákvörðun um hvort það ætlar sér að ganga veg kristn- innar eða annarra trúarbragða. 0 VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.